Háværara tuð með hækkandi sól Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. apríl 2017 07:00 Í dag er góður dagur. Fótboltasumarið hefst nefnilega formlega þegar stelpurnar í Pepsi-deild kvenna ríða á vaðið í kvöld. Með þessu er fimm mánaða gleði hafin áður en sjö mánaða bið hefst svo aftur í byrjun október. Það fer ekkert á milli mála að Pepsi-deild kvenna er að byrja. Því miður er það ekki bara með því að spárnar á fótboltamiðlum landsins, fótbolti.net og 433.is, eru búnar að telja niður eða þá að fólk sé að opinbera draumaliðið sitt í deildinni á Twitter sem er alltaf gaman að sjá. Nei, mesti vorboðinn í Pepsi-deild kvenna er því miður tuð hins háværa minnihluta yfir umfjöllun og áhuga á deildinni. Pistlar eru byrjaðir að birtast á vefsíðum landsins og neikvæð tíst og Facebook-færslur dúkka upp hér og þar hjá sjálfskipuðum réttlætisriddurum sem fæstir gætu ratað á næsta fótboltavöll en eru boðnir og búnir að rífa kjaft yfir því sem þeir vita oft á tíðum ekkert um. Ég er veit manna einna best að umfjöllun um Pepsi-deild kvenna er ekki nálægt því að vera eins mikil og í Pepsi-deild karla. Það má alltaf gera betur í öllu en smám saman hefur umfjöllunin aukist eins og í fyrra þegar stórt skref var tekið með nýjum markaþætti um deildina undir stjórn Helenar Ólafsdóttur. Það er enn langur vegur í að umfjöllun um deildirnar verði sá sami en árlega færast konurnar nær körlunum sem er vel. Áfram verður að halda fjölmiðlum á tánum en það er þó í lagi að skrifa kannski einn og einn pistil um deildina sjálfan og hina frábæru leikmenn sem spila í henni. Ef áhugi þinn liggur bara í því að tuða yfir áhuga fjölmiðla á deildinni ættirðu að leggja netpennann á hilluna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Tómas Þór Þórðarson Mest lesið Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir Skoðun Halldór 07.12.2024 Halldór
Í dag er góður dagur. Fótboltasumarið hefst nefnilega formlega þegar stelpurnar í Pepsi-deild kvenna ríða á vaðið í kvöld. Með þessu er fimm mánaða gleði hafin áður en sjö mánaða bið hefst svo aftur í byrjun október. Það fer ekkert á milli mála að Pepsi-deild kvenna er að byrja. Því miður er það ekki bara með því að spárnar á fótboltamiðlum landsins, fótbolti.net og 433.is, eru búnar að telja niður eða þá að fólk sé að opinbera draumaliðið sitt í deildinni á Twitter sem er alltaf gaman að sjá. Nei, mesti vorboðinn í Pepsi-deild kvenna er því miður tuð hins háværa minnihluta yfir umfjöllun og áhuga á deildinni. Pistlar eru byrjaðir að birtast á vefsíðum landsins og neikvæð tíst og Facebook-færslur dúkka upp hér og þar hjá sjálfskipuðum réttlætisriddurum sem fæstir gætu ratað á næsta fótboltavöll en eru boðnir og búnir að rífa kjaft yfir því sem þeir vita oft á tíðum ekkert um. Ég er veit manna einna best að umfjöllun um Pepsi-deild kvenna er ekki nálægt því að vera eins mikil og í Pepsi-deild karla. Það má alltaf gera betur í öllu en smám saman hefur umfjöllunin aukist eins og í fyrra þegar stórt skref var tekið með nýjum markaþætti um deildina undir stjórn Helenar Ólafsdóttur. Það er enn langur vegur í að umfjöllun um deildirnar verði sá sami en árlega færast konurnar nær körlunum sem er vel. Áfram verður að halda fjölmiðlum á tánum en það er þó í lagi að skrifa kannski einn og einn pistil um deildina sjálfan og hina frábæru leikmenn sem spila í henni. Ef áhugi þinn liggur bara í því að tuða yfir áhuga fjölmiðla á deildinni ættirðu að leggja netpennann á hilluna.