Airbnb útleiga meira en afhending lykla Sæunn Gísladóttir skrifar 4. janúar 2017 09:00 Hermann Guðmundsson hefur starfað sem leiðsöguðmaður en Guðmundur Árni Ólafsson í hótelgeiranum. vísir/gva „Það eru mjög margir sem ég haf talað við sem treysta sér ekki að fara af stað út í þetta og vita ekki alveg hvernig þeir eiga að hátta hlutunum og þá getur fólk bara tala við okkur," segir Hermann Guðmundsson, annar eigandi GreenKey. Hann og Guðmundur Árni Ólafsson stofnuðu í haust sitt fyrsta fyrirtæki GreenKey - Airbnb þjónusta. Þeir bjóða viðskiptavinum sem vilja leigja íbúðir sínar út á Airbnb upp á heildarumsjón íbúðanna, móttöku gesta eða þrifum á eign þeirra. Guðmundur er með reynslu úr hótelgeiranum og Hermann er leiðsögumaður og vildu þeir sameina krafta sína. „Þetta byrjar mjög vel hjá okkur, við erum komnir með nokkrar íbúðir í þjónustu og erum líklega að fá fleiri kúnna inn eftir áramót," segir Hermann. Um áramótin taka gildi breytingar á lögum um veitingastaði gististaði og skemmtanahald sem gera fólki kleift að leigja út fasteignir sínar í allt að níutíu daga á ári án þess að þurfa rekstrarleyfi frá stjórnvaldi. GreenKey auðveldar viðskiptavinum að skrá eignir sínar í kjölfar þessara breytinga. „Það verður breytt landslag á Airbnb eftir áramót hugsa ég. Við viljum virkilega hjálpa fólki til að gera þetta á löglegan hátt og fræða fólk um lögin. Mér finnst mikilvægt að fólk sé að gera þetta löglega af því að við sjáum að það er húsnæðisvandi á Íslandi. Ég vona að þessi nýju lög verði til þess að fleiri hætti þessari svörtu starfsemi og að þetta hvetji fólk til að leigja út eigin heimili og að það geti þá ferðast meira í staðinn," segir Guðmundur. GreenKey er í samstarfi með bjuro.is til skráningar íbúða. GreenKey býður upp á bæði byrjendapakka fyrir fasta upphæð en einnig GreenKey Frelsi þar sem þóknun er tekin fyrir vikurnar sem eignin er í umsjá fyrirtækisins. „Við bjóðum upp á tvo byrjendapakka til að koma fólki af stað með hágæða ljósmyndum og lýsingu á íbúðinni, við stofnum aðgang og hittum kúnnana og förum yfir hlutina með þeim," segir Hermann. „Ljósmyndir eru oft fyrstu kynnin hjá gestum við íbúðina. Það skiptir rosalega miklu máli að vera með flottar ljósmyndir. Það skiptir líka máli að vera með flotta lýsingu." GreenKey aðstoðar einnig við að útvega lín, taka á móti gestum og þrífa. Að mati Guðmundar felur útleigan því mun meira í sér en að afhenda bara lykla. „Fólk kemst upp með það í einhvern tíma en til þess að þjónusta ferðamenn er svo margt sem þarf að hafa í huga. Maður þarf að vera tilbúinn til að ganga skrefinu lengra," segir Guðmundur. Hermann telur að eftirspurnin eftir Airbnb íbúðum muni halda áfram og gæti starfsmönnum fyrirtækisins fjölgað á næstunni. „Eins og staðan er núna sjáum við alfarið um allt, en ég gæti séð það fyrir mér að í sumar gætum við þurft að fá annan starfsmann inn ef heldur áfram að ganga vel." Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Reykjavík um áramótin: Uppsprengd verð á AirBnb og varla laust hótelherbergi Lítið framboð er á gistingu í Reykjavík um áramótin ef marka má vefsíðu AirBnb og nokkrar stikkprufur á vefsíðum hótela og gistiheimila sem blaðamaður gerði. Minna er uppbókað um jólin en Eva Silvernail, rekstrarstjóri Center hótela, segir að jólin séu eftirsóknarverðari nú en áður. 21. desember 2016 14:00 Mest lesið Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Viðskipti innlent „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Viðskipti innlent „Gæðastimpill sem einfaldlega virkar” Framúrskarandi fyrirtæki Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Sjá meira
„Það eru mjög margir sem ég haf talað við sem treysta sér ekki að fara af stað út í þetta og vita ekki alveg hvernig þeir eiga að hátta hlutunum og þá getur fólk bara tala við okkur," segir Hermann Guðmundsson, annar eigandi GreenKey. Hann og Guðmundur Árni Ólafsson stofnuðu í haust sitt fyrsta fyrirtæki GreenKey - Airbnb þjónusta. Þeir bjóða viðskiptavinum sem vilja leigja íbúðir sínar út á Airbnb upp á heildarumsjón íbúðanna, móttöku gesta eða þrifum á eign þeirra. Guðmundur er með reynslu úr hótelgeiranum og Hermann er leiðsögumaður og vildu þeir sameina krafta sína. „Þetta byrjar mjög vel hjá okkur, við erum komnir með nokkrar íbúðir í þjónustu og erum líklega að fá fleiri kúnna inn eftir áramót," segir Hermann. Um áramótin taka gildi breytingar á lögum um veitingastaði gististaði og skemmtanahald sem gera fólki kleift að leigja út fasteignir sínar í allt að níutíu daga á ári án þess að þurfa rekstrarleyfi frá stjórnvaldi. GreenKey auðveldar viðskiptavinum að skrá eignir sínar í kjölfar þessara breytinga. „Það verður breytt landslag á Airbnb eftir áramót hugsa ég. Við viljum virkilega hjálpa fólki til að gera þetta á löglegan hátt og fræða fólk um lögin. Mér finnst mikilvægt að fólk sé að gera þetta löglega af því að við sjáum að það er húsnæðisvandi á Íslandi. Ég vona að þessi nýju lög verði til þess að fleiri hætti þessari svörtu starfsemi og að þetta hvetji fólk til að leigja út eigin heimili og að það geti þá ferðast meira í staðinn," segir Guðmundur. GreenKey er í samstarfi með bjuro.is til skráningar íbúða. GreenKey býður upp á bæði byrjendapakka fyrir fasta upphæð en einnig GreenKey Frelsi þar sem þóknun er tekin fyrir vikurnar sem eignin er í umsjá fyrirtækisins. „Við bjóðum upp á tvo byrjendapakka til að koma fólki af stað með hágæða ljósmyndum og lýsingu á íbúðinni, við stofnum aðgang og hittum kúnnana og förum yfir hlutina með þeim," segir Hermann. „Ljósmyndir eru oft fyrstu kynnin hjá gestum við íbúðina. Það skiptir rosalega miklu máli að vera með flottar ljósmyndir. Það skiptir líka máli að vera með flotta lýsingu." GreenKey aðstoðar einnig við að útvega lín, taka á móti gestum og þrífa. Að mati Guðmundar felur útleigan því mun meira í sér en að afhenda bara lykla. „Fólk kemst upp með það í einhvern tíma en til þess að þjónusta ferðamenn er svo margt sem þarf að hafa í huga. Maður þarf að vera tilbúinn til að ganga skrefinu lengra," segir Guðmundur. Hermann telur að eftirspurnin eftir Airbnb íbúðum muni halda áfram og gæti starfsmönnum fyrirtækisins fjölgað á næstunni. „Eins og staðan er núna sjáum við alfarið um allt, en ég gæti séð það fyrir mér að í sumar gætum við þurft að fá annan starfsmann inn ef heldur áfram að ganga vel."
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Reykjavík um áramótin: Uppsprengd verð á AirBnb og varla laust hótelherbergi Lítið framboð er á gistingu í Reykjavík um áramótin ef marka má vefsíðu AirBnb og nokkrar stikkprufur á vefsíðum hótela og gistiheimila sem blaðamaður gerði. Minna er uppbókað um jólin en Eva Silvernail, rekstrarstjóri Center hótela, segir að jólin séu eftirsóknarverðari nú en áður. 21. desember 2016 14:00 Mest lesið Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Viðskipti innlent „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Viðskipti innlent „Gæðastimpill sem einfaldlega virkar” Framúrskarandi fyrirtæki Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Sjá meira
Reykjavík um áramótin: Uppsprengd verð á AirBnb og varla laust hótelherbergi Lítið framboð er á gistingu í Reykjavík um áramótin ef marka má vefsíðu AirBnb og nokkrar stikkprufur á vefsíðum hótela og gistiheimila sem blaðamaður gerði. Minna er uppbókað um jólin en Eva Silvernail, rekstrarstjóri Center hótela, segir að jólin séu eftirsóknarverðari nú en áður. 21. desember 2016 14:00