Rio Tinto tapaði 3,3 milljörðum í Straumsvík Haraldur Guðmundsson skrifar 21. júní 2017 07:30 Rekstur álversins hefur ekki gengið sem skyldi síðustu ár. Vísir/GVA Álver Rio Tinto í Straumsvík var rekið með 28,8 milljóna dala tapi í fyrra eða sem nemur 3,3 milljörðum króna miðað við gengið í árslok 2016. Tekjur álversins námu þá 387 milljónum Bandaríkjadala og drógust saman um 69 milljónir dala milli ára eða fimmtán prósent. Samkvæmt nýbirtum ársreikningi Rio Tinto á Íslandi hf. einkenndu krefjandi markaðsaðstæður síðastliðið ár. Álverð var lágt stærstan hluta ársins, eins og kom fram í viðtali við Ragnar Guðmundsson, forstjóra Norðuráls, í Markaðnum í byrjun júní þegar greint var frá verstu afkomu fyrirtækisins frá stofnun eða tapi upp á 21,2 milljónir dala, og einnig hafði verkfall hafnarverkmanna í Straumsvík umtalsverð áhrif á reksturinn. Þá var framleiðsla einnig nokkrum takmörkunum háð vegna erfiðleika í kerskálum. Hátt hlutfall járns í áli olli því að hluti framleiðslunnar nýttist ekki sem skyldi. Álverið seldi því einungis um 192,5 þúsund tonn, og var nokkuð undir áætlun, en framleiddi 204,8 þúsund..Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto á Íslandi, segir í skriflegu svari við fyrirspurn Markaðarins að afkomuna í fyrra megi að mestu leyti rekja til lágs álverðs á heimsmarkaði og hás orkuverðs á Íslandi. „Framleiðslan hjá okkur gengur hins vegar vel og eru horfur á þessu ári betri. Álverð hefur hækkað umtalsvert frá því í fyrra en á móti hefur sterk staða krónunnar mikil áhrif á okkur eins og önnur útflutningsfyrirtæki,“ segir Rannveig. Árið 2012 var álverið í Straumsvík rekið með tapi í fyrsta sinn síðan Rannveig tók við sem forstjóri þess árið 1997. Síðan þá hefur reksturinn einungis einu sinni skilað jákvæðri afkomu eða upp á 1,9 milljónir Bandaríkjadala árið 2014, jafnvirði 250 milljóna miðað við þáverandi gengi. Var tapið mest árið 2013 eða upp á 32 milljónir dala. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Hafa umbreytt lífsskilyrðum fólks Samstarf Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Sjá meira
Álver Rio Tinto í Straumsvík var rekið með 28,8 milljóna dala tapi í fyrra eða sem nemur 3,3 milljörðum króna miðað við gengið í árslok 2016. Tekjur álversins námu þá 387 milljónum Bandaríkjadala og drógust saman um 69 milljónir dala milli ára eða fimmtán prósent. Samkvæmt nýbirtum ársreikningi Rio Tinto á Íslandi hf. einkenndu krefjandi markaðsaðstæður síðastliðið ár. Álverð var lágt stærstan hluta ársins, eins og kom fram í viðtali við Ragnar Guðmundsson, forstjóra Norðuráls, í Markaðnum í byrjun júní þegar greint var frá verstu afkomu fyrirtækisins frá stofnun eða tapi upp á 21,2 milljónir dala, og einnig hafði verkfall hafnarverkmanna í Straumsvík umtalsverð áhrif á reksturinn. Þá var framleiðsla einnig nokkrum takmörkunum háð vegna erfiðleika í kerskálum. Hátt hlutfall járns í áli olli því að hluti framleiðslunnar nýttist ekki sem skyldi. Álverið seldi því einungis um 192,5 þúsund tonn, og var nokkuð undir áætlun, en framleiddi 204,8 þúsund..Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto á Íslandi, segir í skriflegu svari við fyrirspurn Markaðarins að afkomuna í fyrra megi að mestu leyti rekja til lágs álverðs á heimsmarkaði og hás orkuverðs á Íslandi. „Framleiðslan hjá okkur gengur hins vegar vel og eru horfur á þessu ári betri. Álverð hefur hækkað umtalsvert frá því í fyrra en á móti hefur sterk staða krónunnar mikil áhrif á okkur eins og önnur útflutningsfyrirtæki,“ segir Rannveig. Árið 2012 var álverið í Straumsvík rekið með tapi í fyrsta sinn síðan Rannveig tók við sem forstjóri þess árið 1997. Síðan þá hefur reksturinn einungis einu sinni skilað jákvæðri afkomu eða upp á 1,9 milljónir Bandaríkjadala árið 2014, jafnvirði 250 milljóna miðað við þáverandi gengi. Var tapið mest árið 2013 eða upp á 32 milljónir dala.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Hafa umbreytt lífsskilyrðum fólks Samstarf Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Sjá meira