Fyrrverandi forstjóri FL Group ásamt öðrum fjárfestum kaupa meirihluta í Stoðum Hörður Ægisson skrifar 26. apríl 2017 07:00 Helsta eigna Stoða, áður FL Group, er tæplega níu prósenta hlutur í evrópskra drykkjarvöruframleiðandanum Refresco Gerber. Íslenskir fjárfestar ásamt tryggingafélaginu TM hafa keypt rúmlega fimmtíu prósenta hlut í eignarhaldsfélaginu Stoðum, áður FL Group, af Glitni HoldCo og erlendum fjármálastofnunum, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Fyrir kaupin var Glitnir stærsti hluthafi Stoða með 40 prósent en helsta eign félagsins er 8,87 prósenta hlutur í evrópska drykkjarvöruframleiðandanum Refresco Gerber sem er skráður á markað í Hollandi. Auk TM samanstendur kaupendahópurinn af félögum á vegum Jóns Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra FL Group, Einari Erni Ólafssyni, fyrrverandi forstjóra Skeljungs, Örvari Kjærnested, fjárfesti og stjórnarmanni í TM, og Magnúsi Ármanni Jónssyni, fjárfesti og fyrrverandi stjórnarmanni í FL Group. Jón hefur setið í stjórn Refresco frá árinu 2009.Jón Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri FL Group, er á meðal kaupenda að hlutnum í Stoðum en hann hefur setið í stjórn Refresco Gerber frá árinu 2009.Ekki fást upplýsingar um hvað greitt var fyrir hlutinn en miðað við núverandi gengi bréfa Refresco Gerber er markaðsvirði þess um 170 milljarðar króna. Kaupverðið á ríflega helmingshlut í Stoðum, en nánast eina eign þess er 8,87 prósenta hlutur í Refresco Gerber, gæti því verið um sjö til átta milljarðar króna. Hlutur Stoða í Refresco var bókfærður á 12,7 milljarða í árslok 2016 en gengi bréfa félagsins hefur hækkað í verði um meira en tuttugu prósent í þessum mánuði. Eignarhlutur Stoða í Refresco Gerber er í gegnum eignarhaldsfélagið Ferskur Holding sem er jafnframt stærsti einstaki hluthafi drykkjarvöruframleiðandans með liðlega 14,5 prósenta hlut. Auk Stoða er Ferskur Holding í eigu Kaupþings og félags í eigu Arion banka og Þorsteins M. Jónssonar, fyrrverandi aðaleigenda Vífilfells og stjórnarmanns í FL Group. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Sjá meira
Íslenskir fjárfestar ásamt tryggingafélaginu TM hafa keypt rúmlega fimmtíu prósenta hlut í eignarhaldsfélaginu Stoðum, áður FL Group, af Glitni HoldCo og erlendum fjármálastofnunum, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Fyrir kaupin var Glitnir stærsti hluthafi Stoða með 40 prósent en helsta eign félagsins er 8,87 prósenta hlutur í evrópska drykkjarvöruframleiðandanum Refresco Gerber sem er skráður á markað í Hollandi. Auk TM samanstendur kaupendahópurinn af félögum á vegum Jóns Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra FL Group, Einari Erni Ólafssyni, fyrrverandi forstjóra Skeljungs, Örvari Kjærnested, fjárfesti og stjórnarmanni í TM, og Magnúsi Ármanni Jónssyni, fjárfesti og fyrrverandi stjórnarmanni í FL Group. Jón hefur setið í stjórn Refresco frá árinu 2009.Jón Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri FL Group, er á meðal kaupenda að hlutnum í Stoðum en hann hefur setið í stjórn Refresco Gerber frá árinu 2009.Ekki fást upplýsingar um hvað greitt var fyrir hlutinn en miðað við núverandi gengi bréfa Refresco Gerber er markaðsvirði þess um 170 milljarðar króna. Kaupverðið á ríflega helmingshlut í Stoðum, en nánast eina eign þess er 8,87 prósenta hlutur í Refresco Gerber, gæti því verið um sjö til átta milljarðar króna. Hlutur Stoða í Refresco var bókfærður á 12,7 milljarða í árslok 2016 en gengi bréfa félagsins hefur hækkað í verði um meira en tuttugu prósent í þessum mánuði. Eignarhlutur Stoða í Refresco Gerber er í gegnum eignarhaldsfélagið Ferskur Holding sem er jafnframt stærsti einstaki hluthafi drykkjarvöruframleiðandans með liðlega 14,5 prósenta hlut. Auk Stoða er Ferskur Holding í eigu Kaupþings og félags í eigu Arion banka og Þorsteins M. Jónssonar, fyrrverandi aðaleigenda Vífilfells og stjórnarmanns í FL Group. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Sjá meira