Samkvæmt James Scully, sem er ráðningafulltrúi frá Bandaríkjunum, segir frá þessu á Instagram síðu sinni. Hann segir að 150 fyrirsætur sem mættu í prufur fyrir Balenciaga hafi verið látnar bíða í marga klukkutíma á stigagangi. Svo þegar ráðningafulltrúarnir, sem heita Madia og Ramy, tóku sér hlé slökktu þau ljósin á ganginum á meðan fyrirsæturnar biðu þar eftir þeim.
Strax í kjölfarið rak Balenciaga Madia og Ramy. Þau hafa einnig séð um ráðningarnar hjá Hermés og Elie Saab og þar er sömu söguna að segja. Fjölmargar fyrirsætar hafa beðið umboðsskrifstofur sínar um að vera ekki sendar í prufur til þeirra.
Scully sakaði einnig tískuhúsið Lanvin um að óska einungis eftir hvítum fyrirsætum fyrir sýningar. Talsmaður Lanvin hefur neitað þeim ásökunum.
Það er greinilegt að slæm meðferð á fyrirsætum innan tískubransans, þá sérstaklega í París, er umræða sem þarf að opna. Fyrirsætur á borð við Helena Christiansen og Joan Smalls tóku undir orð James Scully.
Hægt er að sjá það sem James sagði hér fyrir neðan.