Eiga von á samdrætti í sölu á ferðum til Íslands Atli Ísleifsson skrifar 12. september 2017 09:59 Ferðamenn í Reykjadal. Vísir/Eyþór Dregið hefur úr væntingum erlendra söluaðila um sölu á ferðum til Íslands á undanförnum mánuðum. Mest hefur dregið úr væntingum ferðaskrifstofa í Bretlandi og í Mið- og Suður-Evrópu. Frá þessu segir í tilkynningu frá Íslandsstofu sem gerði könnun í júní meðal erlendra aðila sem selja ferðir til Íslands. Spurt var um viðhorf þeirra til þróunar íslenskrar ferðaþjónustu, væntingar til sölu á ferðum í ár annars vegar og á næsta vetrartímabili hins vegar. Sambærileg könnun var gerð í desember síðastliðinn. Niðurstöður gefi til kynna að erlendir söluaðilar geri minni væntingar til næsta sölutímabils miðað við fyrri könnun en meirihluti söluaðila segist þó enn upplifa svipaða eða aukna sölu á ferðum til Íslands.Mikilvægt að fylgjast með aðstæðum á mörkuðum Haft er eftir Ingu Hlín Pálsdóttur, forstöðumanni ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Íslandsstofu, að mikilvægt sé að fylgjast vel með aðstæðum á mörkuðum til að tryggja samkeppnishæfni Íslands sem áfangastaðar. „Við eigum í góðu samstarfi við hagaðila í ferðaþjónustu á Íslandi og það er mikilvægt að allir séu vel upplýstir um stöðu mála. Við sjáum aðvörunarljós á ákveðnum mörkuðum en um leið er jákvætt að meirihluti söluaðila er enn að upplifa svipaða eða aukna sölu. Við leggjum áherslu á að vera í góðum tengslum við erlenda söluaðila og fylgjast með væntingum og vísbendingum svo hægt sé að bregðast við breytingum,“ segir Inga Hlín. Í tilkynningunni segir að í júní hafi 73 prósent allra svarenda sagst upplifa svipaða eða aukna sölu á ferðum til Íslands árið 2017 sem er lækkun um sjö prósent frá fyrri könnun. „Um 66% svarenda eiga von á svipaðri eða aukinni sölu á ferðum til Íslands veturinn 2017/2018, en þar er lækkun um 17% frá síðustu könnun. Væntingar söluaðila í Bretlandi fyrir árið 2017 og næsta vetrartímabil lækka um ríflega fjórðung milli kannana. Í júní segjast 54% upplifa svipaða eða aukna sölu á ferðum til Íslands árið 2017 sem er lækkun um 27,5% frá fyrri könnun sex mánuðum fyrr. Hlutfallið fer niður í 46% þegar spurt er um væntingar fyrir veturinn sem er lækkun um 29% frá fyrri könnun. Lækkun væntinga milli kannana er enn meiri hjá söluaðilum í Mið- og Suður-Evrópu. Í júní búast 61,5% við svipaðri eða aukinni sölu árið 2017 sem er lækkun um tæpan þriðjung eða 32,5% frá fyrri könnun. Þegar spurt er um væntingar fyrir veturinn er hlutfallið 63% sem er lækkun um 25,8%.Stöðugra í N-Ameríku og á Norðurlöndunum 93% svarenda í N-Ameríku upplifa svipaða eða aukna sölu árið 2017 sem er nánast það sama og í fyrri könnun. 87% svarenda eiga von á svipaðri eða aukinni sölu um veturinn sem er lækkun um 7,5% frá fyrri könnun. Hlutfallið meðal svarenda á Norðurlöndunum er 75% fyrir árið 2017 sem er lækkun um 6,3% frá fyrri könnun en þegar spurt er um veturinn fer hlutfallið í 71% sem er 5% hækkun frá fyrri könnun,“ segir í tilkynningunni. Könnunin var send í tölvupósti á erlendar ferðaskrifstofur sem selja ferðir til Íslands og svarendur voru 165. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Dregið hefur úr væntingum erlendra söluaðila um sölu á ferðum til Íslands á undanförnum mánuðum. Mest hefur dregið úr væntingum ferðaskrifstofa í Bretlandi og í Mið- og Suður-Evrópu. Frá þessu segir í tilkynningu frá Íslandsstofu sem gerði könnun í júní meðal erlendra aðila sem selja ferðir til Íslands. Spurt var um viðhorf þeirra til þróunar íslenskrar ferðaþjónustu, væntingar til sölu á ferðum í ár annars vegar og á næsta vetrartímabili hins vegar. Sambærileg könnun var gerð í desember síðastliðinn. Niðurstöður gefi til kynna að erlendir söluaðilar geri minni væntingar til næsta sölutímabils miðað við fyrri könnun en meirihluti söluaðila segist þó enn upplifa svipaða eða aukna sölu á ferðum til Íslands.Mikilvægt að fylgjast með aðstæðum á mörkuðum Haft er eftir Ingu Hlín Pálsdóttur, forstöðumanni ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Íslandsstofu, að mikilvægt sé að fylgjast vel með aðstæðum á mörkuðum til að tryggja samkeppnishæfni Íslands sem áfangastaðar. „Við eigum í góðu samstarfi við hagaðila í ferðaþjónustu á Íslandi og það er mikilvægt að allir séu vel upplýstir um stöðu mála. Við sjáum aðvörunarljós á ákveðnum mörkuðum en um leið er jákvætt að meirihluti söluaðila er enn að upplifa svipaða eða aukna sölu. Við leggjum áherslu á að vera í góðum tengslum við erlenda söluaðila og fylgjast með væntingum og vísbendingum svo hægt sé að bregðast við breytingum,“ segir Inga Hlín. Í tilkynningunni segir að í júní hafi 73 prósent allra svarenda sagst upplifa svipaða eða aukna sölu á ferðum til Íslands árið 2017 sem er lækkun um sjö prósent frá fyrri könnun. „Um 66% svarenda eiga von á svipaðri eða aukinni sölu á ferðum til Íslands veturinn 2017/2018, en þar er lækkun um 17% frá síðustu könnun. Væntingar söluaðila í Bretlandi fyrir árið 2017 og næsta vetrartímabil lækka um ríflega fjórðung milli kannana. Í júní segjast 54% upplifa svipaða eða aukna sölu á ferðum til Íslands árið 2017 sem er lækkun um 27,5% frá fyrri könnun sex mánuðum fyrr. Hlutfallið fer niður í 46% þegar spurt er um væntingar fyrir veturinn sem er lækkun um 29% frá fyrri könnun. Lækkun væntinga milli kannana er enn meiri hjá söluaðilum í Mið- og Suður-Evrópu. Í júní búast 61,5% við svipaðri eða aukinni sölu árið 2017 sem er lækkun um tæpan þriðjung eða 32,5% frá fyrri könnun. Þegar spurt er um væntingar fyrir veturinn er hlutfallið 63% sem er lækkun um 25,8%.Stöðugra í N-Ameríku og á Norðurlöndunum 93% svarenda í N-Ameríku upplifa svipaða eða aukna sölu árið 2017 sem er nánast það sama og í fyrri könnun. 87% svarenda eiga von á svipaðri eða aukinni sölu um veturinn sem er lækkun um 7,5% frá fyrri könnun. Hlutfallið meðal svarenda á Norðurlöndunum er 75% fyrir árið 2017 sem er lækkun um 6,3% frá fyrri könnun en þegar spurt er um veturinn fer hlutfallið í 71% sem er 5% hækkun frá fyrri könnun,“ segir í tilkynningunni. Könnunin var send í tölvupósti á erlendar ferðaskrifstofur sem selja ferðir til Íslands og svarendur voru 165.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira