Loksins stór hugmynd Stjórnarmaðurinn skrifar 22. október 2017 11:00 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Miðflokkurinn hafa spilað út stóra spilinu fyrir kosningarnar. Sigmundur vill að ríkið nýti kauprétt sinn að Arion banka og greiði út það umfram eigið fé sem finna má í bankanum. Að því loknu verði bankinn að þriðjungi í eigu ríkisins, þriðjungur verði seldur í almennu, alþjóðlegu hlutabréfaútboði og að síðasti þriðjungurinn verði afhentur öllum almenningi til jafns. Það má Sigmundur eiga að, ólíkt mörgum kollegum sínum, þá notar hann heilann í að búa til stórar hugmyndir. Þetta er sannarlega ein af þeim og raunar góðra gjalda verð. Augljóst er að stóru íslensku bankarnir halda meira eigið fé en telst rekstrarlega hagkvæmt. Því getur vel verið að peningum ríkisins væri vel varið í að nýta forkaupsrétt sinn og greiða sér strax ríflegan arð. Hugmyndin um að færa eignarhaldið til almennings að hluta er sömuleiðis góð og á sér erlendar fyrirmyndir, en í einkavæðingarhrinunni á Thatcher-tímanum í Bretlandi var sambærileg leið farin við sölu á ríkiseignum. Með þessu má í senn færa verðmæti til almennings og um leið ýta undir þátttöku fólks á verðbréfamarkaði. Það veit sá sem allt veit að ekki er vanþörf á fjölbreytni á markaði þar sem lífeyrissjóðir hafa ráðið lögum og lofum eftir hrun. Sigmundur og félagar vilja hins vegar ganga enn lengra. Íslandsbanki skal seldur til erlends banka sem reiðubúinn er að starfa eftir skýrri langtímasýn á Íslandi. Landsbankinn skal svo áfram vera í eigu ríkisins en stofna netbanka sem gert verður að bjóða lægstu mögulegu vexti. Hvoru tveggja er væntanlega ætlað að tryggja bætt kjör í bankaviðskiptum á Íslandi. Sigmundur horfir hins vegar fram hjá því að vandinn við íslensk vaxtakjör er ekki bundinn við bankana heldur gjaldmiðilinn. Krónan er sömuleiðis sennilega ástæða þess að aldrei hefur tekist að selja íslenskan banka útlendingum í mörgum atrennum. Hugmyndir Sigmundar eru frumlegar og þarft innlegg í umræðu sem hingað til hefur verið fátækleg. Þær gjalda hins vegar fyrir krónuglákuna sem veldur því að fæstir íslenskir stjórnmálamenn sjá skóginn fyrir trjánum í efnahagslegu tilliti.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Mest lesið Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Miðflokkurinn hafa spilað út stóra spilinu fyrir kosningarnar. Sigmundur vill að ríkið nýti kauprétt sinn að Arion banka og greiði út það umfram eigið fé sem finna má í bankanum. Að því loknu verði bankinn að þriðjungi í eigu ríkisins, þriðjungur verði seldur í almennu, alþjóðlegu hlutabréfaútboði og að síðasti þriðjungurinn verði afhentur öllum almenningi til jafns. Það má Sigmundur eiga að, ólíkt mörgum kollegum sínum, þá notar hann heilann í að búa til stórar hugmyndir. Þetta er sannarlega ein af þeim og raunar góðra gjalda verð. Augljóst er að stóru íslensku bankarnir halda meira eigið fé en telst rekstrarlega hagkvæmt. Því getur vel verið að peningum ríkisins væri vel varið í að nýta forkaupsrétt sinn og greiða sér strax ríflegan arð. Hugmyndin um að færa eignarhaldið til almennings að hluta er sömuleiðis góð og á sér erlendar fyrirmyndir, en í einkavæðingarhrinunni á Thatcher-tímanum í Bretlandi var sambærileg leið farin við sölu á ríkiseignum. Með þessu má í senn færa verðmæti til almennings og um leið ýta undir þátttöku fólks á verðbréfamarkaði. Það veit sá sem allt veit að ekki er vanþörf á fjölbreytni á markaði þar sem lífeyrissjóðir hafa ráðið lögum og lofum eftir hrun. Sigmundur og félagar vilja hins vegar ganga enn lengra. Íslandsbanki skal seldur til erlends banka sem reiðubúinn er að starfa eftir skýrri langtímasýn á Íslandi. Landsbankinn skal svo áfram vera í eigu ríkisins en stofna netbanka sem gert verður að bjóða lægstu mögulegu vexti. Hvoru tveggja er væntanlega ætlað að tryggja bætt kjör í bankaviðskiptum á Íslandi. Sigmundur horfir hins vegar fram hjá því að vandinn við íslensk vaxtakjör er ekki bundinn við bankana heldur gjaldmiðilinn. Krónan er sömuleiðis sennilega ástæða þess að aldrei hefur tekist að selja íslenskan banka útlendingum í mörgum atrennum. Hugmyndir Sigmundar eru frumlegar og þarft innlegg í umræðu sem hingað til hefur verið fátækleg. Þær gjalda hins vegar fyrir krónuglákuna sem veldur því að fæstir íslenskir stjórnmálamenn sjá skóginn fyrir trjánum í efnahagslegu tilliti.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Mest lesið Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira