Nýr búnaður fyrirbyggir meiðsli á sjó Baldur Guðmundsson skrifar 9. desember 2017 06:00 Stofnendur Hefringar ehf. Frá vinstri: Kári Logason þróunarstjóri, Björn Jónsson framkvæmdastjóri og Karl Birgir Björnsson, sölu- og markaðsstjóri. Þeir ætla að leita eftir fjárfestum til að starfa með. Mynd/Þorsteinn Sigurbjörnsson Sprotafyrirtækið Hefring hefur sótt um einkaleyfi á byltingarkenndri tækni sem getur komið í veg fyrir meiðsli á fólki og skemmdir á búnaði um borð í bátum. Um er að ræða búnað sem nemur högg sem koma á skip vegna öldugangs; býr til spágildi og veitir skipstjóra leiðbeinandi upplýsingar um það sem fram undan er. Segja má að með óbeinum hætti mildi hann höggin og tjónið sem kann að hljótast af því þegar bátur skellur á úfnum sjó. Viðskiptafræðingurinn Björn Jónsson er framkvæmdastjóri fyrirtækisins en að því standa þrír starfsmenn Rafnars ehf., fyrirtækis sem í rúman áratug hefur unnið að þróun, hönnun og smíði á bátum. Auk Björns eru það Karl Birgir Björnsson og Kári Logason sem að Hefringu standa, en nafnið merkir rísandi alda og á rætur í norrænni goðafræði. Björn segir að hugmyndin hafi verið að gerjast í þeim undanfarin ár, enda hafi reglulega borist fréttir af slysum, jafnvel hryggbrotum, sem orðið hafa um borð í bátum á sjó. Nú sé vinnan komin á þann stað að búið sé að leggja inn einkaleyfisumsókn og hanna fyrstu frumtýpur. Búnaðurinn virkar þannig að mælar í skrokki bátsins fylgjast með framgangi siglingarinnar og birta skipstjóranum leiðbeinandi upplýsingar um sjólag og líkur á því að komið sé að hættumörkum hvað varðar meiðsli vegna högga. Búnaðurinn safnar upplýsingunum þannig að hægt er að skoða hvernig sá sem stýrði skipinu brást við í aðstæðunum sem uppi voru. „Markmiðið með þessu er að draga úr tíðni og alvarleika slysa. Þá er þetta til þess fallið að draga úr álagi á vélbúnað báta,“ segir hann en til lengri tíma mætti þannig draga úr viðhaldskostnaði.Hér má sjá frumtýpu af búnaðinum. Rauður skjár táknar að hætta á meiðslum vegna sjólags sé mikil. Mynd/Fyrst um sinn er markmiðið að leggja áherslu á að hanna búnaðinn fyrir farþegabáta, enda séu slys í slíkum ferðum tíðari en ætla mætti. Hann segir að evrópskar rannsóknir sýni að innan við helmingur slysa um borð í bátum sé tilkynntur. Björn segir að búið sé að prófa búnaðinn og að ljóst sé að hann virki. Hann gefi skipstjórnanda skýrar upplýsingar um það hvenær rétt sé að slá af. Tæknin verður kynnt næsta vor en Björn vonast til að hægt verði að koma á samstarfi, við háskóla, um þróun á búnaðinum. Tæknin verður kynnt Samgöngustofu, sjóslysanefnd, tryggingafélögum og rekstraraðilum báta á næstunni. Björn bindur vonir við að á síðari stigum málsins, þegar alþjóðlegt einkaleyfi liggi fyrir, muni Hefring leita að fjárfestum til að starfa með. Hann segir að fyrirtækið sé lítið dæmi um hvernig nýsköpun getur sprottið af annarri nýsköpun, sem er Rafnar í þessu tilviki. Hann lofar Össur Kristinsson, eiganda Rafnars, og segir hann hafa skapað hvetjandi umhverfi fyrir sprotastarfsemi. Hann kallar jafnframt á að ný ríkisstjórn sinni nýsköpun og geri Ísland að ákjósanlegum stað fyrir starfsemi slíkra fyrirtækja. Björn segir að viðtökurnar hafi verið góðar. „Öllum líst vel á þetta. Það er verið að taka á stóru vandamáli sem þessi slys eru,“ segir hann og bendir á að slysatíðni meðal starfsfólks í skipum í strandgæslu og öðrum greinum sé margföld á við slysatíðni meðal starfsfólks í landi. „Rafnar gæti dregið úr slysahættu með því að framleiða báta sem búnir eru þessum búnaði,“ segir hann. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Samstarf Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Sprotafyrirtækið Hefring hefur sótt um einkaleyfi á byltingarkenndri tækni sem getur komið í veg fyrir meiðsli á fólki og skemmdir á búnaði um borð í bátum. Um er að ræða búnað sem nemur högg sem koma á skip vegna öldugangs; býr til spágildi og veitir skipstjóra leiðbeinandi upplýsingar um það sem fram undan er. Segja má að með óbeinum hætti mildi hann höggin og tjónið sem kann að hljótast af því þegar bátur skellur á úfnum sjó. Viðskiptafræðingurinn Björn Jónsson er framkvæmdastjóri fyrirtækisins en að því standa þrír starfsmenn Rafnars ehf., fyrirtækis sem í rúman áratug hefur unnið að þróun, hönnun og smíði á bátum. Auk Björns eru það Karl Birgir Björnsson og Kári Logason sem að Hefringu standa, en nafnið merkir rísandi alda og á rætur í norrænni goðafræði. Björn segir að hugmyndin hafi verið að gerjast í þeim undanfarin ár, enda hafi reglulega borist fréttir af slysum, jafnvel hryggbrotum, sem orðið hafa um borð í bátum á sjó. Nú sé vinnan komin á þann stað að búið sé að leggja inn einkaleyfisumsókn og hanna fyrstu frumtýpur. Búnaðurinn virkar þannig að mælar í skrokki bátsins fylgjast með framgangi siglingarinnar og birta skipstjóranum leiðbeinandi upplýsingar um sjólag og líkur á því að komið sé að hættumörkum hvað varðar meiðsli vegna högga. Búnaðurinn safnar upplýsingunum þannig að hægt er að skoða hvernig sá sem stýrði skipinu brást við í aðstæðunum sem uppi voru. „Markmiðið með þessu er að draga úr tíðni og alvarleika slysa. Þá er þetta til þess fallið að draga úr álagi á vélbúnað báta,“ segir hann en til lengri tíma mætti þannig draga úr viðhaldskostnaði.Hér má sjá frumtýpu af búnaðinum. Rauður skjár táknar að hætta á meiðslum vegna sjólags sé mikil. Mynd/Fyrst um sinn er markmiðið að leggja áherslu á að hanna búnaðinn fyrir farþegabáta, enda séu slys í slíkum ferðum tíðari en ætla mætti. Hann segir að evrópskar rannsóknir sýni að innan við helmingur slysa um borð í bátum sé tilkynntur. Björn segir að búið sé að prófa búnaðinn og að ljóst sé að hann virki. Hann gefi skipstjórnanda skýrar upplýsingar um það hvenær rétt sé að slá af. Tæknin verður kynnt næsta vor en Björn vonast til að hægt verði að koma á samstarfi, við háskóla, um þróun á búnaðinum. Tæknin verður kynnt Samgöngustofu, sjóslysanefnd, tryggingafélögum og rekstraraðilum báta á næstunni. Björn bindur vonir við að á síðari stigum málsins, þegar alþjóðlegt einkaleyfi liggi fyrir, muni Hefring leita að fjárfestum til að starfa með. Hann segir að fyrirtækið sé lítið dæmi um hvernig nýsköpun getur sprottið af annarri nýsköpun, sem er Rafnar í þessu tilviki. Hann lofar Össur Kristinsson, eiganda Rafnars, og segir hann hafa skapað hvetjandi umhverfi fyrir sprotastarfsemi. Hann kallar jafnframt á að ný ríkisstjórn sinni nýsköpun og geri Ísland að ákjósanlegum stað fyrir starfsemi slíkra fyrirtækja. Björn segir að viðtökurnar hafi verið góðar. „Öllum líst vel á þetta. Það er verið að taka á stóru vandamáli sem þessi slys eru,“ segir hann og bendir á að slysatíðni meðal starfsfólks í skipum í strandgæslu og öðrum greinum sé margföld á við slysatíðni meðal starfsfólks í landi. „Rafnar gæti dregið úr slysahættu með því að framleiða báta sem búnir eru þessum búnaði,“ segir hann.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Samstarf Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent