Brexit gæti leitt til greiðari markaðsaðgangs fyrir Ísland Sæunn Gísladóttir skrifar 15. júní 2017 07:00 Brexit gæti haft í för tækifæri fyrir íslenskan sjávarútveg. Vísir/Vilhelm „Í þeim skilaboðum sem ég hef séð frá breskum stjórnvöldum og af þeim fundum sem ég hef setið þá er ríkur vilji af hálfu Breta að halda áfram að vinna að traustu viðskiptasambandi við Ísland. Við höfum séð jákvæð merki um það og finnum ekki fyrir öðru,“ segir Ingólfur Friðriksson, sérfræðingur hjá utanríkisráðuneytinu. Ingólfur heldur erindi á morgunverðarfundi sem fer fram á Grand Hóteli í dag undir yfirskriftinni Brexit – tækifæri og áskoranir til sjós og lands. „Þetta er stórt og mikið hagsmunamál, þetta er nágrannaríki okkar og 11 prósent af þjónustu- og vöruviðskiptum fara þangað, það er mikilvægt að tryggja íslenska hagsmuni,“ segir Ingólfur.Ingólfur Friðriksson, sérfræðingur hjá utanríkisráðuneytinu. Mynd/AðsendFram kemur í hagsmunagreiningu sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins frá því í lok maí að tryggja megi áframhaldandi greiðan markaðsaðgang fyrir íslenskar sjávarafurðir til Bretlands með gerð hagfellds fríverslunarsamnings, tvíhliða eða með hinum EFTA-ríkjunum. Slíkur samningur gæti skapað tækifæri fyrir enn greiðari aðgang en nú er með því að tollar féllu einnig niður af afurðum sem í dag bera toll inn til ESB. Ingólfur bendir á að margar af okkar helstu útflutningsvörum til Bretlands njóti fríverslunar í dag. Ef ekki væri fyrir EES-samninginn myndu vörur okkar mæta allt að 18 prósenta tollum. Ingólfur telur þó tækifæri í að endursemja við Breta. „Það sem við þurfum að horfast í augu við er að EES-samningurinn og þeir samningar sem við höfum verið að styðjast við eru orðnir dálítið gamlir. Við erum enn að byggja ákveðin viðskiptakjör á samningum frá 1972 og 1992, þó að þessir samningar gefi okkur mikinn aðgang inn á Evrópu þá taka þeir mið af viðskiptamynstri sem var þá. Í dag er til dæmis meiri eftirspurn eftir ferskum fiski sem þetta endurspeglar ekki. Þarna eru vissulega sóknartækifæri í samningum við Bretana og hina á Evrópumarkaði,“ segir Ingólfur. Að hans mati munu nýliðnar kosningar í Bretlandi koma til með að hafa áhrif á samninga. „Óvissan er núna um hvort stefnubreytingu verði, um hvað Brexit muni þýða og hvað muni taka við, hvort það verði „hart“ eða „mjúkt“ Brexit.“ Verið er að vinna hagsmunagreiningu með þátttöku allra ráðuneyta. Þegar hún liggur fyrir verður farið í viðtækt samráð við hagsmunaaðila til að undirbúa Ísland áfram fyrir viðræðurnar. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Sjá meira
„Í þeim skilaboðum sem ég hef séð frá breskum stjórnvöldum og af þeim fundum sem ég hef setið þá er ríkur vilji af hálfu Breta að halda áfram að vinna að traustu viðskiptasambandi við Ísland. Við höfum séð jákvæð merki um það og finnum ekki fyrir öðru,“ segir Ingólfur Friðriksson, sérfræðingur hjá utanríkisráðuneytinu. Ingólfur heldur erindi á morgunverðarfundi sem fer fram á Grand Hóteli í dag undir yfirskriftinni Brexit – tækifæri og áskoranir til sjós og lands. „Þetta er stórt og mikið hagsmunamál, þetta er nágrannaríki okkar og 11 prósent af þjónustu- og vöruviðskiptum fara þangað, það er mikilvægt að tryggja íslenska hagsmuni,“ segir Ingólfur.Ingólfur Friðriksson, sérfræðingur hjá utanríkisráðuneytinu. Mynd/AðsendFram kemur í hagsmunagreiningu sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins frá því í lok maí að tryggja megi áframhaldandi greiðan markaðsaðgang fyrir íslenskar sjávarafurðir til Bretlands með gerð hagfellds fríverslunarsamnings, tvíhliða eða með hinum EFTA-ríkjunum. Slíkur samningur gæti skapað tækifæri fyrir enn greiðari aðgang en nú er með því að tollar féllu einnig niður af afurðum sem í dag bera toll inn til ESB. Ingólfur bendir á að margar af okkar helstu útflutningsvörum til Bretlands njóti fríverslunar í dag. Ef ekki væri fyrir EES-samninginn myndu vörur okkar mæta allt að 18 prósenta tollum. Ingólfur telur þó tækifæri í að endursemja við Breta. „Það sem við þurfum að horfast í augu við er að EES-samningurinn og þeir samningar sem við höfum verið að styðjast við eru orðnir dálítið gamlir. Við erum enn að byggja ákveðin viðskiptakjör á samningum frá 1972 og 1992, þó að þessir samningar gefi okkur mikinn aðgang inn á Evrópu þá taka þeir mið af viðskiptamynstri sem var þá. Í dag er til dæmis meiri eftirspurn eftir ferskum fiski sem þetta endurspeglar ekki. Þarna eru vissulega sóknartækifæri í samningum við Bretana og hina á Evrópumarkaði,“ segir Ingólfur. Að hans mati munu nýliðnar kosningar í Bretlandi koma til með að hafa áhrif á samninga. „Óvissan er núna um hvort stefnubreytingu verði, um hvað Brexit muni þýða og hvað muni taka við, hvort það verði „hart“ eða „mjúkt“ Brexit.“ Verið er að vinna hagsmunagreiningu með þátttöku allra ráðuneyta. Þegar hún liggur fyrir verður farið í viðtækt samráð við hagsmunaaðila til að undirbúa Ísland áfram fyrir viðræðurnar.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Sjá meira