Stjórn Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins, NSA, hefur ráðið Huld Magnúsdóttur í starf framkvæmdastjóra sjóðsins. Tekur hún við af Helgu Valfells sem lét af starfi framkvæmdastjóra í janúar síðastliðnum.
„Huld er reyndur stjórnandi með fjölbreytta starfsreynslu úr einkageiranum og hjá hinu opinbera. Hún hefur frá árinu 2009 starfað sem forstjóri Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar fyrir blinda og sjónskerta. Þá var hún settur forstjóri Tryggingastofnunar ríkisins 2015-2016. Á árabilinu 1993-2008 starfaði Huld hjá hátæknifyrirtækinu Össuri hér á landi og erlendis við ýmis stjórnunarstörf, meðal annars sem framkvæmdastjóri yfir framleiðslu og dreifingu fyrir Norður-Ameríku, viðskiptastjóri, kynningarstjóri og gæðastjóri. Meðfram störfum sínum hjá Össuri var Huld verkefnastjóri í Bosníu-Herzegóvínu í þróunarverkefni í samvinnu við utanríkisráðuneytið 1995-2003,“ segir í tilkynningu NSA.
Huld er með BA gráðu í alþjóðlegum samskiptum frá University of Sussex í Bretlandi, MIB í alþjóðaviðskiptum frá Háskólanum á Bifröst og diplóma í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands.
Alls bárust 57 umsóknir um starfið en Capacent hafði umsjón með ráðningarferlinu. Huld tekur við starfi framkvæmdastjóra frá og með 1. maí.
Huld ráðin framkvæmdastjóri NSA
Haraldur Guðmundsson skrifar

Mest lesið


Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova
Viðskipti innlent

Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins
Viðskipti innlent


Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna
Viðskipti innlent

Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út
Viðskipti innlent

„Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“
Viðskipti innlent

Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum
Viðskipti innlent

Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp
Viðskipti innlent

Arion og Kvika í samrunaviðræður
Viðskipti innlent