NBA í nótt: Butler bætti 27 ára gamalt met Michael Jordan | Myndbönd Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. janúar 2016 07:15 Jimmy Butler sækir að körfu Atlanta einu sinni sem oftar í nótt. vísir/getty Jimmy Butler, leikmaður Chicago Bulls, stal senunni í NBA-körfuboltanum í nótt þegar hann tók sig til og skoraði 42 stig í naumum útisigri Chicago gegn Atlanta, 115-113. Butler skoraði 40 af 42 stigum í seinni hálfleiknum og bætti þar með met Michael Jordan yfir flest stig skoruð í einum hálfleik hjá Bulls. Jordan skoraði 39 stig í seinni hálfleik gegn Milwaukee Bucks árið 1989 og hafði metið því staðið í 27 ár þar til Butler sló það í nótt.What a performance by @JimmyButler. You don't see individual efforts like this too often. — Scottie Pippen (@ScottiePippen) January 3, 2016 „Ekki bera mig saman við hann. Ég vil ekki vera borinn saman við Jordan. Ég reyni, en ég er ekki nálægt því að vera jafn góður leikmaður,“ sagði Butler eftir leikinn í nótt. Það þarf vart að taka fram að Butler var stigahæstur í Chicago-liðinu en Pau Gasol skilaði einnig góðri vakt og skoraði 19 stig og tók 13 fráköst. DeMar DeRozan (24 stig), Kyle Lowry (22 stig, 10 stoðsendingar) og Luis Scola (22 stig, 5 fráköst) áttu allir góðan dag í liði Atlanta en það dugði ekki til gegn sjóðheitum Jimmy Butler að þessu sinni. Hér að neðan má sjá hluta af frammistöðu Butler í nótt og einnig myndband af Michael Jordan raða stigum á Bucks árið 1989.Úrslit næturinnar: New York Knicks - Atlanta Hawks 111-97 Toronto Raptors - Chicago Bulls 113-115 Washington Wizards - Miami Heat 75-97 Denver Nuggets - Portland Trail Blazers 106-112 Los Angeles Lakers - Phoenix Suns 97-77Butler setur 40 á Atlanta í einum hálfleik: Jordan setur 49 á Milwaukee 1989 í einum hálfleik: NBA Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Axel heldur fast í toppsætið Sport Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur Sjá meira
Jimmy Butler, leikmaður Chicago Bulls, stal senunni í NBA-körfuboltanum í nótt þegar hann tók sig til og skoraði 42 stig í naumum útisigri Chicago gegn Atlanta, 115-113. Butler skoraði 40 af 42 stigum í seinni hálfleiknum og bætti þar með met Michael Jordan yfir flest stig skoruð í einum hálfleik hjá Bulls. Jordan skoraði 39 stig í seinni hálfleik gegn Milwaukee Bucks árið 1989 og hafði metið því staðið í 27 ár þar til Butler sló það í nótt.What a performance by @JimmyButler. You don't see individual efforts like this too often. — Scottie Pippen (@ScottiePippen) January 3, 2016 „Ekki bera mig saman við hann. Ég vil ekki vera borinn saman við Jordan. Ég reyni, en ég er ekki nálægt því að vera jafn góður leikmaður,“ sagði Butler eftir leikinn í nótt. Það þarf vart að taka fram að Butler var stigahæstur í Chicago-liðinu en Pau Gasol skilaði einnig góðri vakt og skoraði 19 stig og tók 13 fráköst. DeMar DeRozan (24 stig), Kyle Lowry (22 stig, 10 stoðsendingar) og Luis Scola (22 stig, 5 fráköst) áttu allir góðan dag í liði Atlanta en það dugði ekki til gegn sjóðheitum Jimmy Butler að þessu sinni. Hér að neðan má sjá hluta af frammistöðu Butler í nótt og einnig myndband af Michael Jordan raða stigum á Bucks árið 1989.Úrslit næturinnar: New York Knicks - Atlanta Hawks 111-97 Toronto Raptors - Chicago Bulls 113-115 Washington Wizards - Miami Heat 75-97 Denver Nuggets - Portland Trail Blazers 106-112 Los Angeles Lakers - Phoenix Suns 97-77Butler setur 40 á Atlanta í einum hálfleik: Jordan setur 49 á Milwaukee 1989 í einum hálfleik:
NBA Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Axel heldur fast í toppsætið Sport Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti