Hröð hækkun lánshlutfalls og lána mestu mistökin fyrir hrun Heimir Már Pétursson skrifar 8. mars 2016 19:55 Losun regluverks húsnæðislána, hröð hækkun lánshlutfalls og hækkun lánsfjárhæða eru stærstu mistökin í húsnæðismálum fyrir hrun sem Íslendingar ættu að varast að endurtaka að mati tveggja hagfræðinga sem greint hafa þróun húsnæðismarkaðarins á síðustu tuttugu og fimm árum. Lúðvík Elíasson hagfræðingur á fjármálastöðugleikasviði Seðlabankans og Magnús Skúlason framkvæmdastjóri Reykjavik Economics greindu frá niðurstöðum sínum á skoðun á þróun húsnæðismarkaðarins á Íslandi frá árinu 1989 til ársins 2014 á fundi í Seðlabankanum í dag. En greining þeirra biritist sem kafli í bók um þróun húsnæðismarkaðarins í Evrópu sem gefin hefur verið út í Bretlandi. Á þessu tímabili voru húsnæðislánakerfin í Evrópu mismunandi. „En það var kannski ákveðið þema í gangi yfir þetta tímabil. Einkavæðing húsnæðisfjármögnunar var almennt að aukast. Sumstaðar var hún hafin fyrir tímabilið en annars staðar seinna eins og eins og hér. Kannski vegna þess að við byrjuðum dálítið seinna þá gerðist þetta mjög hratt hérna,“ segir Lúðvík. Á margan hátt sé húsnæðismarkaðurinn nú á svipuðum slóðum og rétt fyrir hrun varðandi húsnæðisverð. Skuldsetning heimila hafi einnig minnkað hratt. Einkavæðingu í fjármögnun húsnæðislána fylgi miklar sveiflur í verði húsnæðis. „Og til að sporna við því hefur regluverkið verið frekar að þrengjast. Þannig að á vissan hátt erum við að sjá núna á seinustu árum töluvert afturhvarf til þess tíma sem var fyrir, að því leyti að regluverkið hins opinbera um fjármögnun fasteigna hefur verið að aukast. Kannski veitir ekki af því en það er að gerast á annan hátt núna og miðar að því að draga úr þeim sveiflum sem við höfum verið að sjá,“ segir Lúðvík. Þeir félagar segja Seðlabankann ekki hafa haft tæki til að setja bönkunum reglur fyrir hrun sem vonandi standi til bóta með frumvörpum sem nú liggi fyrir Alþingi. Hér ætti að geta verið heilbrigt húsnæðiskerfi. Magnús segir að hins vegar þurfi að hjálpa fyrstu kaupendum sérstaklega. Stórir árgangar séu nú á aldrinum 20 til 30 ára, eða um 50 þúsund manns. Mistökin fyrir hrun hafi verið hröð hækkun lánshlutfalls og lánaupphæða. Lánshlutfallið hafi farið úr 65 prósentum í 90 prósent og jafnvel 100 prósent. Þá hafi lánsfjárhæðirnar nánast verið ótakmarkaðar. „Frá mjög lágri upphæð upp í næstum ótakmarkað. Þannig að fólk fór þá að fjármagna neyslu, fjármagna alls konar hluti sem kannski var ekki ætlast til að það gerði með húsnæðisláni,“ segir Magnús. Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira
Losun regluverks húsnæðislána, hröð hækkun lánshlutfalls og hækkun lánsfjárhæða eru stærstu mistökin í húsnæðismálum fyrir hrun sem Íslendingar ættu að varast að endurtaka að mati tveggja hagfræðinga sem greint hafa þróun húsnæðismarkaðarins á síðustu tuttugu og fimm árum. Lúðvík Elíasson hagfræðingur á fjármálastöðugleikasviði Seðlabankans og Magnús Skúlason framkvæmdastjóri Reykjavik Economics greindu frá niðurstöðum sínum á skoðun á þróun húsnæðismarkaðarins á Íslandi frá árinu 1989 til ársins 2014 á fundi í Seðlabankanum í dag. En greining þeirra biritist sem kafli í bók um þróun húsnæðismarkaðarins í Evrópu sem gefin hefur verið út í Bretlandi. Á þessu tímabili voru húsnæðislánakerfin í Evrópu mismunandi. „En það var kannski ákveðið þema í gangi yfir þetta tímabil. Einkavæðing húsnæðisfjármögnunar var almennt að aukast. Sumstaðar var hún hafin fyrir tímabilið en annars staðar seinna eins og eins og hér. Kannski vegna þess að við byrjuðum dálítið seinna þá gerðist þetta mjög hratt hérna,“ segir Lúðvík. Á margan hátt sé húsnæðismarkaðurinn nú á svipuðum slóðum og rétt fyrir hrun varðandi húsnæðisverð. Skuldsetning heimila hafi einnig minnkað hratt. Einkavæðingu í fjármögnun húsnæðislána fylgi miklar sveiflur í verði húsnæðis. „Og til að sporna við því hefur regluverkið verið frekar að þrengjast. Þannig að á vissan hátt erum við að sjá núna á seinustu árum töluvert afturhvarf til þess tíma sem var fyrir, að því leyti að regluverkið hins opinbera um fjármögnun fasteigna hefur verið að aukast. Kannski veitir ekki af því en það er að gerast á annan hátt núna og miðar að því að draga úr þeim sveiflum sem við höfum verið að sjá,“ segir Lúðvík. Þeir félagar segja Seðlabankann ekki hafa haft tæki til að setja bönkunum reglur fyrir hrun sem vonandi standi til bóta með frumvörpum sem nú liggi fyrir Alþingi. Hér ætti að geta verið heilbrigt húsnæðiskerfi. Magnús segir að hins vegar þurfi að hjálpa fyrstu kaupendum sérstaklega. Stórir árgangar séu nú á aldrinum 20 til 30 ára, eða um 50 þúsund manns. Mistökin fyrir hrun hafi verið hröð hækkun lánshlutfalls og lánaupphæða. Lánshlutfallið hafi farið úr 65 prósentum í 90 prósent og jafnvel 100 prósent. Þá hafi lánsfjárhæðirnar nánast verið ótakmarkaðar. „Frá mjög lágri upphæð upp í næstum ótakmarkað. Þannig að fólk fór þá að fjármagna neyslu, fjármagna alls konar hluti sem kannski var ekki ætlast til að það gerði með húsnæðisláni,“ segir Magnús.
Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira