Hljóðlátasta þota heims þurfti hálfa flugbrautina Kristján Már Unnarsson skrifar 7. október 2016 21:43 Nýjasta stolt kanadískrar flugvélaframleiðslu, stærsta farþegaþota Bombardier, millilenti í Reykjavík eftir flugprófanir og sýningarflug í Evrópu. Í fréttum Stöðvar 2 í kvöld voru sýndar myndir af flugvélinni og rætt við flugstjórann. Þetta er nýjasta kynslóð af farþegaþotum, hönnuð sérstaklega til að mæta kröfum borgarsamfélaga með minni flugvelli. Framleiðendur segja að hún sé hljóðlátasta farþegaþotan sem framleidd er í heiminum í dag, með fjórfalt minna hljóðspor en eldri vélar. Hún hefur samt sem áður langt flugdrægi, sem gefur henni færi á að þjóna helstu áætlunarleiðum til og frá Íslandi. „Þessi vél er aðeins minni en stærri Boeing- og Airbus-vélarnar. Það er gap á markaðnum milli minni vélanna og Boeing- og Airbus-vélanna og við erum að reyna að brúa það bil,“ segir flugstjórinn Mark Elliot.Flugstjórinn Mark Elliot í viðtali við Stöð 2.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Millilandaflugi var hætt að mestu frá Reykjavík fyrir nærri hálfri öld þar sem þotur þess tíma þóttu of háværar og kröfðust lengri flugbrauta. Þessi nýja kynslóð flugvéla breytir þeim forsendum. Ekki aðeins er Bombardier-þotan sögð afar hljóðlát heldur einnig sparneytin og svo segir flugstjórinn okkur að flugbrautirnar í Reykjavík séu nægilegar langar. „Já, þess vegna erum við að koma hingað í dag og eins og þú veist er nokkuð hvasst hér í dag. Við ráðum vel við brautina. Við verðum með fulla tanka af eldsneyti við flugtak héðan og munum fljúga beint til Wichita í Kansas,“ sagði Mark Elliot fyrir flugtak en flugtíminn þangað var áætlaður um sjö og hálf klukkustund. „Við getum flogið bæði frá Keflavík og Reykjavík beint til Evrópu eða Bandaríkjanna án vandkvæða með fulla vél af farþegum,“ sagði flugstjórinn. Bombardier CS-300 á Reykjavíkurflugvelli í dag. Fulltrúar Icelandair og Flugfélags Íslands voru meðal þeirra sem skoðuðu vélina.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Bombardier-þotan er framleidd í tveimur lengdum, CS 100, með sæti fyrir allt að 130 farþega, en hún þarf 1.460 metra langa flugbraut miðað við hámarksflugtaksþyngd. Lengri gerðin, CS 300, með sæti fyrir allt að 160 manns, þarf 1.890 metra flugbraut miðað við hámarksflugtaksþyngd. Þegar við fylgdumst með flugtakinu á Reykjavíkurflugvelli biðum við spenntir að sjá hvort flugstjóranum dygði hálf flugbrautin til að taka hana á loft. Jú, eins og sjá mátti í fréttum Stöðvar 2 lék hann sér að því og spurning hvort þotur eins og þessar gefi Íslendingum aftur færi á því að ferðast út í heim beint frá Reykjavík. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Nýju vélarnar vísir á góða tíma í innanlandsfluginu Flugvélin sem tekur við keflinu sem flaggskip innanlandsflota Flugfélags Íslands lenti í Reykjavík í fyrsta sinn í dag. 24. febrúar 2016 19:00 Stærsta þota Bombardier mátar Reykjavíkurflugvöll Í fréttum Stöðvar 2 í kvöld verða sýndar myndir af flugvélinni og rætt við flugstjórann. 7. október 2016 15:00 Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Sjá meira
Nýjasta stolt kanadískrar flugvélaframleiðslu, stærsta farþegaþota Bombardier, millilenti í Reykjavík eftir flugprófanir og sýningarflug í Evrópu. Í fréttum Stöðvar 2 í kvöld voru sýndar myndir af flugvélinni og rætt við flugstjórann. Þetta er nýjasta kynslóð af farþegaþotum, hönnuð sérstaklega til að mæta kröfum borgarsamfélaga með minni flugvelli. Framleiðendur segja að hún sé hljóðlátasta farþegaþotan sem framleidd er í heiminum í dag, með fjórfalt minna hljóðspor en eldri vélar. Hún hefur samt sem áður langt flugdrægi, sem gefur henni færi á að þjóna helstu áætlunarleiðum til og frá Íslandi. „Þessi vél er aðeins minni en stærri Boeing- og Airbus-vélarnar. Það er gap á markaðnum milli minni vélanna og Boeing- og Airbus-vélanna og við erum að reyna að brúa það bil,“ segir flugstjórinn Mark Elliot.Flugstjórinn Mark Elliot í viðtali við Stöð 2.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Millilandaflugi var hætt að mestu frá Reykjavík fyrir nærri hálfri öld þar sem þotur þess tíma þóttu of háværar og kröfðust lengri flugbrauta. Þessi nýja kynslóð flugvéla breytir þeim forsendum. Ekki aðeins er Bombardier-þotan sögð afar hljóðlát heldur einnig sparneytin og svo segir flugstjórinn okkur að flugbrautirnar í Reykjavík séu nægilegar langar. „Já, þess vegna erum við að koma hingað í dag og eins og þú veist er nokkuð hvasst hér í dag. Við ráðum vel við brautina. Við verðum með fulla tanka af eldsneyti við flugtak héðan og munum fljúga beint til Wichita í Kansas,“ sagði Mark Elliot fyrir flugtak en flugtíminn þangað var áætlaður um sjö og hálf klukkustund. „Við getum flogið bæði frá Keflavík og Reykjavík beint til Evrópu eða Bandaríkjanna án vandkvæða með fulla vél af farþegum,“ sagði flugstjórinn. Bombardier CS-300 á Reykjavíkurflugvelli í dag. Fulltrúar Icelandair og Flugfélags Íslands voru meðal þeirra sem skoðuðu vélina.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Bombardier-þotan er framleidd í tveimur lengdum, CS 100, með sæti fyrir allt að 130 farþega, en hún þarf 1.460 metra langa flugbraut miðað við hámarksflugtaksþyngd. Lengri gerðin, CS 300, með sæti fyrir allt að 160 manns, þarf 1.890 metra flugbraut miðað við hámarksflugtaksþyngd. Þegar við fylgdumst með flugtakinu á Reykjavíkurflugvelli biðum við spenntir að sjá hvort flugstjóranum dygði hálf flugbrautin til að taka hana á loft. Jú, eins og sjá mátti í fréttum Stöðvar 2 lék hann sér að því og spurning hvort þotur eins og þessar gefi Íslendingum aftur færi á því að ferðast út í heim beint frá Reykjavík.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Nýju vélarnar vísir á góða tíma í innanlandsfluginu Flugvélin sem tekur við keflinu sem flaggskip innanlandsflota Flugfélags Íslands lenti í Reykjavík í fyrsta sinn í dag. 24. febrúar 2016 19:00 Stærsta þota Bombardier mátar Reykjavíkurflugvöll Í fréttum Stöðvar 2 í kvöld verða sýndar myndir af flugvélinni og rætt við flugstjórann. 7. október 2016 15:00 Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Sjá meira
Nýju vélarnar vísir á góða tíma í innanlandsfluginu Flugvélin sem tekur við keflinu sem flaggskip innanlandsflota Flugfélags Íslands lenti í Reykjavík í fyrsta sinn í dag. 24. febrúar 2016 19:00
Stærsta þota Bombardier mátar Reykjavíkurflugvöll Í fréttum Stöðvar 2 í kvöld verða sýndar myndir af flugvélinni og rætt við flugstjórann. 7. október 2016 15:00