Viðskipti innlent

MS sektað um hálfan milljarð: Misnotaði markaðsráðandi aðstöðu sína með alvarlegum hætti

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
MS hefur verið sektað um 480 milljónir.
MS hefur verið sektað um 480 milljónir. Vísir/Stefán
Samkeppniseftirlitið hefur lagt 480 milljón króna sekt á Mjólkursamsöluna ehf. (MS) vegna alvarlegra brota á samkeppnislögum.

Í úrskurði Samkeppniseftirlitsins segir að MS hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína með því að selja keppinautum sínum grundvallarhráefni til framleiðslu á mjólkurvörum á óeðlilega háu verði á sama tíma og MS sjálft og tengdir aðilar fengu hráefnið á mun lægra verði, og að auki undir kostnaðarverði.

Var þetta til þess fallið að veita MS og tengdum aðilum verulegt samkeppnisforskot gagnvart keppinautum.

Með þessu móti var geta keppinauta til þess að keppa við MS og tengd félög skert með alvarlegum hætti.

Þá liggur fyrir að MS veitti Samkeppniseftirlitinu rangar upplýsingar og lét undir höfuð leggjast að upplýsa eftirlitið um mikilvæg gögn.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SYN
0,22
1
2.478

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
-2,5
7
74.377
EIK
-1,98
3
105.925
SKEL
-1,96
1
2.000
SIMINN
-1,89
11
159.118
VIS
-1,88
5
80.764
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.