Hræðslan við Hussain Hildur Björnsdóttir skrifar 20. maí 2016 07:00 Í vikunni gisti sonur minn hjá bekkjarfélaga. Við búum í London, sonur minn er sex ára og drengirnir bestu vinir. Einhverjum handan hafsins þótti fyrirkomulagið varhugavert. Fannst mér þetta í lagi? Treysti ég foreldrunum? Áhyggjurnar þóttu mér undarlegar. Þeir brúnaþungu höfðu aldrei hitt drenginn. Þeir höfðu engin kynni haft af fjölskyldunni. Það sem olli þeim áhyggjum var afmarkað atriði. Yfirborðskennt atriði. Nafn drengsins. Hann heitir Hussain. Íslendingar hafa lengi verið einsleit þjóð – einangruð á berangri Atlantshafsins. Löngum þekktum við fátt annað en sjálf okkur en á síðustu árum hefur fjölmenning aukist verulega. Þjóðin er víðsýnni og umburðarlyndið meira. Enn telja þó sumir heimili Hilmars öruggara en heimili Hussain – og enn telja sumir þá bláeygu, skolhærðu einu réttmætu Íslendingana. Fordómar eru alvarlegt samfélagsmein. Þá þarf að uppræta með umræðu – og kannski gistinótt á heimili Hussain. Það sem helst stendur heilbrigðri þjóðfélagsumræðu fyrir þrifum eru þeir hatursfyllstu – sem þjakaðir af fáfræði og reynsluleysi alhæfa og úthrópa án ábyrgðar. Fæstir hafa þeir lagt nokkuð marktækt til íslensks samfélags. Fæstir teldust þeir fýsilegir fulltrúar Íslands á alþjóðavettvangi. Hlutskipti þeirra er ekki handahófskennt. Þeir enduðu ekki af tilviljun sveittir á efri vörinni, aftan við tölvuskjái – á meðan mætari Íslendingur – þjóð sinni til sóma – endaði framan á sjónvarpsskjáum allra Evrópubúa. Virkir í athugasemdum eru sjaldan sérlegar mannvitsbrekkur. Endaþarmur samfélagsins í einhverjum tilfellum. Einn þeirra hitti þó naglann á höfuðið. Ég geri orð hans að mínum og biðla til þeirra hatursfyllstu: Það væri þjóðfélaginu til heilla mynduð þið draga upp neðri vörina, aftur fyrir hnakka – og kyngja.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Björnsdóttir Mest lesið Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir Skoðun Er hægt að kaupa aukakíóin í burtu? Elísabet Reynisdóttir Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson Skoðun Halldór 07.12.2024 Halldór Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir Skoðun
Í vikunni gisti sonur minn hjá bekkjarfélaga. Við búum í London, sonur minn er sex ára og drengirnir bestu vinir. Einhverjum handan hafsins þótti fyrirkomulagið varhugavert. Fannst mér þetta í lagi? Treysti ég foreldrunum? Áhyggjurnar þóttu mér undarlegar. Þeir brúnaþungu höfðu aldrei hitt drenginn. Þeir höfðu engin kynni haft af fjölskyldunni. Það sem olli þeim áhyggjum var afmarkað atriði. Yfirborðskennt atriði. Nafn drengsins. Hann heitir Hussain. Íslendingar hafa lengi verið einsleit þjóð – einangruð á berangri Atlantshafsins. Löngum þekktum við fátt annað en sjálf okkur en á síðustu árum hefur fjölmenning aukist verulega. Þjóðin er víðsýnni og umburðarlyndið meira. Enn telja þó sumir heimili Hilmars öruggara en heimili Hussain – og enn telja sumir þá bláeygu, skolhærðu einu réttmætu Íslendingana. Fordómar eru alvarlegt samfélagsmein. Þá þarf að uppræta með umræðu – og kannski gistinótt á heimili Hussain. Það sem helst stendur heilbrigðri þjóðfélagsumræðu fyrir þrifum eru þeir hatursfyllstu – sem þjakaðir af fáfræði og reynsluleysi alhæfa og úthrópa án ábyrgðar. Fæstir hafa þeir lagt nokkuð marktækt til íslensks samfélags. Fæstir teldust þeir fýsilegir fulltrúar Íslands á alþjóðavettvangi. Hlutskipti þeirra er ekki handahófskennt. Þeir enduðu ekki af tilviljun sveittir á efri vörinni, aftan við tölvuskjái – á meðan mætari Íslendingur – þjóð sinni til sóma – endaði framan á sjónvarpsskjáum allra Evrópubúa. Virkir í athugasemdum eru sjaldan sérlegar mannvitsbrekkur. Endaþarmur samfélagsins í einhverjum tilfellum. Einn þeirra hitti þó naglann á höfuðið. Ég geri orð hans að mínum og biðla til þeirra hatursfyllstu: Það væri þjóðfélaginu til heilla mynduð þið draga upp neðri vörina, aftur fyrir hnakka – og kyngja.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.