Af hverju kemur hamingjan ekki? Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 16. febrúar 2016 07:00 Ég bý við Costa del Sol sem í hugum margra er kjörlendi hamingjunnar. Hér er sólbarin strönd við sílygnan sæ, vín og kræsingar á svignandi borðum, föngulegt fólk á ferð en einnig skrúðbúnir Bretar sem fá Sigmund Erni og sokkana hans til að líta út eins og mánudagsmorgun. Það kom mér því á óvart hversu hamingjan lætur á sér standa hér við ströndina. Flestir ferðamennirnir eru vesælir og með vandlætingarsvip. Hvernig stendur á því? Ég er farinn að halda að hamingjan vilji vera í aukahlutverki, að hún vilji ekkert láta hafa fyrir sér og láti ekki sjá sig þar sem þess er ætlast til af henni að hún mæti. Rétt eins og hún lét aldrei sjá sig á gamlárskvöldum, hér í denn, þegar við Geir gamli vorum einmitt búnir að ákveða að allt ætti að vera svo frábært. Staðreyndin er sú að við Geir skemmtum okkur konunglega við að skipuleggja þetta kvöld sem síðan varð svo mikill hryllingur að ég þakka Bakkusi fyrir hvað ég man lítið eftir því. Ég er líka farinn að hallast að því að hamingjan sé í andstöðu við það sem marksfræðingarnir segja. Ég hef hana stórlega grunaða um að vera í nöp við þá sem vilja sýsla með hana. Það er ekki hægt að vinna fyrir henni, spara hana, kaupa hana eða ráðskast með hana. Það var líklega þess vegna sem gamlárskvöld fór svona illa hjá okkur Geira og ferðalagi túristanna á Costa del Sol: Âllt þetta tilstand, öll þessi útgjöld, allar þessar væntingar en síðan mætir hún ekki. Fátt er jafn erfitt fyrir gráðuga mannskepnuna og eitthvað einfalt sem kostar ekki neitt og er aðeins fáanlegt hér og nú. Reyndar eru það einmitt einföldustu hlutirnir sem vefjast mest fyrir okkur. Tökum dæmi: Það að alhæfa ekki, er einfaldasta mál í heimi. Samt klikka allir á því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór
Ég bý við Costa del Sol sem í hugum margra er kjörlendi hamingjunnar. Hér er sólbarin strönd við sílygnan sæ, vín og kræsingar á svignandi borðum, föngulegt fólk á ferð en einnig skrúðbúnir Bretar sem fá Sigmund Erni og sokkana hans til að líta út eins og mánudagsmorgun. Það kom mér því á óvart hversu hamingjan lætur á sér standa hér við ströndina. Flestir ferðamennirnir eru vesælir og með vandlætingarsvip. Hvernig stendur á því? Ég er farinn að halda að hamingjan vilji vera í aukahlutverki, að hún vilji ekkert láta hafa fyrir sér og láti ekki sjá sig þar sem þess er ætlast til af henni að hún mæti. Rétt eins og hún lét aldrei sjá sig á gamlárskvöldum, hér í denn, þegar við Geir gamli vorum einmitt búnir að ákveða að allt ætti að vera svo frábært. Staðreyndin er sú að við Geir skemmtum okkur konunglega við að skipuleggja þetta kvöld sem síðan varð svo mikill hryllingur að ég þakka Bakkusi fyrir hvað ég man lítið eftir því. Ég er líka farinn að hallast að því að hamingjan sé í andstöðu við það sem marksfræðingarnir segja. Ég hef hana stórlega grunaða um að vera í nöp við þá sem vilja sýsla með hana. Það er ekki hægt að vinna fyrir henni, spara hana, kaupa hana eða ráðskast með hana. Það var líklega þess vegna sem gamlárskvöld fór svona illa hjá okkur Geira og ferðalagi túristanna á Costa del Sol: Âllt þetta tilstand, öll þessi útgjöld, allar þessar væntingar en síðan mætir hún ekki. Fátt er jafn erfitt fyrir gráðuga mannskepnuna og eitthvað einfalt sem kostar ekki neitt og er aðeins fáanlegt hér og nú. Reyndar eru það einmitt einföldustu hlutirnir sem vefjast mest fyrir okkur. Tökum dæmi: Það að alhæfa ekki, er einfaldasta mál í heimi. Samt klikka allir á því.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun