Viðskipti innlent

Íbúðaverð hefur hækkað um 8,5 prósent

Sæunn Gísladóttir skrifar
Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um 8,5 prósent á síðasta ári samkvæmt tölum frá Þjóðskrá.
Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um 8,5 prósent á síðasta ári samkvæmt tölum frá Þjóðskrá. Vísir/Vilhelm
Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um 8,5 prósent á síðasta ári samkvæmt tölum frá Þjóðskrá.

Vísitalan var 451,4 stig í janúar 2016 (janúar 1994=100) og hækkaði um 0,6 prósent frá fyrri mánuði. Síðastliðna 3 mánuði hækkaði vísitalan um 2,3 prósent, og síðastliðna 6 mánuði um 4,4 prósent.

Greiningardeild Arion banka spáði 7-8 prósent hækkun íbúðaverðs á ári næstu árin, í lok síðasta árs, eða 30 prósent hækkun fram til ársins 2018.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×