Íslenskur sýndarveruleiki gerir Everest öllum kleifan Una Sighvatsdóttir skrifar 3. ágúst 2016 21:30 Að klífa Everest er ein mesta þrekraun sem um getur enda lætur fjöldi fjallgöngugarpa þar lífið á ári hverju. Með hjálp nútímatækni er hæsti tindur jarðar hinsvegar öllum kleifur, í sýndarveruleika sprotafyrirtækisins Sólfars, sem kom á markað í gær. „Það er svona fyrst í dag sem við sjáum fram á að geta endurskapað svona upplifanir með sannfærandi hætti en þetta er margra ára verk ennþá og mun þróast á næstu 4-5 árum," segir Kjartan Pierre Emilsson annar stofnanda Sólfars, og framkvæmdastjóri. Og fréttamaður getur vottað að upplifunin er sannfærandi, eftir að hafa fengið að prófa. Það sem kann að líta út eins og skítugt gólfteppi, er í sýndarveruleikanum snjóbarið tjald í þriðju búðum Everest.Kjartan Pierre Emilsson segir að sýndarveruleikatæknin eigi eftir að taka enn meiri framförum á næstu árum.Stóru tæknirisarnir veðja á sýndarveruleikann Með því að veðja á sýndarveruleikann er Sólfar að elta stóra framleiðendur eins og Facebook, Sony og Samsung sem virðast trúa því að þessi tækni sé framtíðin. „Þetta eru allt risastórir aðilar sem eru að taka þetta veðmál. Þeir munu þurfa innihald fyrir þennan nýja miðil og við erum að veðja á að það muni skapast þörf fyrir þetta á næstu árum," segir Kjartan. Everest er ekki leikur heldur endursköpun á veruleika sem umlykur notandann. Þótt gólfið sé slétt bregst jafnvægisskinið bregst þegar sýndarveruleikinn leiðir mann yfir jökulsprungur og eftir hrímuðum stiga upp þverhnípt stálið. Sé litið um öxl á miðri leið blasir fjalladýrð Himalaya við sjónum. Og svo er fagnað á hæsta tindi. Það er erfitt að lýsa hughrifunum af því að setja sýndarveruleikagleraugun á sig. Notandinn hverfur algjörlega inn í annan heim og finnst hann raunverulega standa á tindi Everest. Mest lesið Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Sjá meira
Að klífa Everest er ein mesta þrekraun sem um getur enda lætur fjöldi fjallgöngugarpa þar lífið á ári hverju. Með hjálp nútímatækni er hæsti tindur jarðar hinsvegar öllum kleifur, í sýndarveruleika sprotafyrirtækisins Sólfars, sem kom á markað í gær. „Það er svona fyrst í dag sem við sjáum fram á að geta endurskapað svona upplifanir með sannfærandi hætti en þetta er margra ára verk ennþá og mun þróast á næstu 4-5 árum," segir Kjartan Pierre Emilsson annar stofnanda Sólfars, og framkvæmdastjóri. Og fréttamaður getur vottað að upplifunin er sannfærandi, eftir að hafa fengið að prófa. Það sem kann að líta út eins og skítugt gólfteppi, er í sýndarveruleikanum snjóbarið tjald í þriðju búðum Everest.Kjartan Pierre Emilsson segir að sýndarveruleikatæknin eigi eftir að taka enn meiri framförum á næstu árum.Stóru tæknirisarnir veðja á sýndarveruleikann Með því að veðja á sýndarveruleikann er Sólfar að elta stóra framleiðendur eins og Facebook, Sony og Samsung sem virðast trúa því að þessi tækni sé framtíðin. „Þetta eru allt risastórir aðilar sem eru að taka þetta veðmál. Þeir munu þurfa innihald fyrir þennan nýja miðil og við erum að veðja á að það muni skapast þörf fyrir þetta á næstu árum," segir Kjartan. Everest er ekki leikur heldur endursköpun á veruleika sem umlykur notandann. Þótt gólfið sé slétt bregst jafnvægisskinið bregst þegar sýndarveruleikinn leiðir mann yfir jökulsprungur og eftir hrímuðum stiga upp þverhnípt stálið. Sé litið um öxl á miðri leið blasir fjalladýrð Himalaya við sjónum. Og svo er fagnað á hæsta tindi. Það er erfitt að lýsa hughrifunum af því að setja sýndarveruleikagleraugun á sig. Notandinn hverfur algjörlega inn í annan heim og finnst hann raunverulega standa á tindi Everest.
Mest lesið Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Sjá meira