Marel hagnaðist um átta milljarða króna árið 2015 Jóhann Óli Eiðsson skrifar 3. febrúar 2016 19:21 Árni Oddur Þórðarson er forstjóri Marel. vísir/valli Marel hagnaðist um 56,7 milljónir evra, rúmlega átta milljarða króna, á síðasta ári. Það er nærri fimmfalt meiri hagnaður heldur en árið 2014. Þetta er meðal þess sem kemur fram í uppgjöri fyrirtækisins fyrir síðasta ársfjórðung síðasta árs en uppgjörið var birt í kvöld. Tekjur Marel á fjórða ársfjórðungi ársins 2015 námu 201,9 milljónum evra sem samsvarar rúmlega 28,8 milljörðum íslenskra króna. Tekjurnar eru tæplega tveimur milljónum evra meiri en á sama tímabili árið 2014. Afkoma fyrirtækisins, áður en tekið er tillit til vaxtagreiðslna og vaxtatekna, skattgreiðslna og afskrifta, var jákvæð upp á þrjátíu milljónir evra. Hagnaður ársfjórðungsins nam 9,9 milljónum evra, rúmlega 1,4 milljörðum króna, sem er ríflega þrefalt meiri hagnaður en á sama tímabili árið 2014. „2015 var frábært ár fyrir Marel. Tveggja ára áætlun okkar um einfaldara og skilvirkara Marel hefur nú runnið sitt skeið og skilað miklum árangri, sem m.a. má sjá í hagræðingu á vöruframboði og framleiðslu-einingum félagsins auk þess sem reksturinn hefur verið straumlínulagaður,“ segir Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel, í tilkyningu frá fyrirtækinu. Á árinu gekk fyrirtækið meðal annars frá kaupum á fyrirtækinu MPS sem sérhæfir sig í framleiðslu véla fyrir fyrstu stig kjötvinnslu. Með kaupunum styrkti Marel stöðu sína sem leiðandi framleiðandi á háþróuðum búnaði og kerfum til vinnslu á kjúklingi, kjöti og fiski. „Skrefin sem við tökum nú í kjötvinnslunni eru um margt lík þeim sem tekin voru fyrir átta árum í kjúklingavinnslu með yfirtöku Marel á Stork. Við væntum þess að yfirtakan á MPS muni auka hag viðskiptavina og hluthafa félagsins líkt og yfirtakan á Stork hefur gert,“ segir Árni Þórður. Útdrátt úr árfjórðungsuppgjörinu á íslensku má finna hér en hægt er að skoða það í heild sinni á ensku með því að smella hér. Tengdar fréttir Viðskiptamaður ársins: Árni Oddur Þórðarson Gengi hlutabréfa í Marel hafa hækkað yfir 80 prósent á árinu. 30. desember 2015 10:00 Mesta hækkun í langan tíma í kauphöll Íslands Úrvalsvísitalan hefur aðeins í tvígang hækkað meira en hún gerði í dag undanfarin sex ár. Svartsýni síðustu viku að baki í bili. 19. janúar 2016 19:00 Marel undirritar kaup á MPS meat processing system "Kaupin styðja við framboð Marel á heildarlausnum í kjötvinnslu.“ 21. nóvember 2015 13:14 Mest lesið Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Marel hagnaðist um 56,7 milljónir evra, rúmlega átta milljarða króna, á síðasta ári. Það er nærri fimmfalt meiri hagnaður heldur en árið 2014. Þetta er meðal þess sem kemur fram í uppgjöri fyrirtækisins fyrir síðasta ársfjórðung síðasta árs en uppgjörið var birt í kvöld. Tekjur Marel á fjórða ársfjórðungi ársins 2015 námu 201,9 milljónum evra sem samsvarar rúmlega 28,8 milljörðum íslenskra króna. Tekjurnar eru tæplega tveimur milljónum evra meiri en á sama tímabili árið 2014. Afkoma fyrirtækisins, áður en tekið er tillit til vaxtagreiðslna og vaxtatekna, skattgreiðslna og afskrifta, var jákvæð upp á þrjátíu milljónir evra. Hagnaður ársfjórðungsins nam 9,9 milljónum evra, rúmlega 1,4 milljörðum króna, sem er ríflega þrefalt meiri hagnaður en á sama tímabili árið 2014. „2015 var frábært ár fyrir Marel. Tveggja ára áætlun okkar um einfaldara og skilvirkara Marel hefur nú runnið sitt skeið og skilað miklum árangri, sem m.a. má sjá í hagræðingu á vöruframboði og framleiðslu-einingum félagsins auk þess sem reksturinn hefur verið straumlínulagaður,“ segir Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel, í tilkyningu frá fyrirtækinu. Á árinu gekk fyrirtækið meðal annars frá kaupum á fyrirtækinu MPS sem sérhæfir sig í framleiðslu véla fyrir fyrstu stig kjötvinnslu. Með kaupunum styrkti Marel stöðu sína sem leiðandi framleiðandi á háþróuðum búnaði og kerfum til vinnslu á kjúklingi, kjöti og fiski. „Skrefin sem við tökum nú í kjötvinnslunni eru um margt lík þeim sem tekin voru fyrir átta árum í kjúklingavinnslu með yfirtöku Marel á Stork. Við væntum þess að yfirtakan á MPS muni auka hag viðskiptavina og hluthafa félagsins líkt og yfirtakan á Stork hefur gert,“ segir Árni Þórður. Útdrátt úr árfjórðungsuppgjörinu á íslensku má finna hér en hægt er að skoða það í heild sinni á ensku með því að smella hér.
Tengdar fréttir Viðskiptamaður ársins: Árni Oddur Þórðarson Gengi hlutabréfa í Marel hafa hækkað yfir 80 prósent á árinu. 30. desember 2015 10:00 Mesta hækkun í langan tíma í kauphöll Íslands Úrvalsvísitalan hefur aðeins í tvígang hækkað meira en hún gerði í dag undanfarin sex ár. Svartsýni síðustu viku að baki í bili. 19. janúar 2016 19:00 Marel undirritar kaup á MPS meat processing system "Kaupin styðja við framboð Marel á heildarlausnum í kjötvinnslu.“ 21. nóvember 2015 13:14 Mest lesið Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Viðskiptamaður ársins: Árni Oddur Þórðarson Gengi hlutabréfa í Marel hafa hækkað yfir 80 prósent á árinu. 30. desember 2015 10:00
Mesta hækkun í langan tíma í kauphöll Íslands Úrvalsvísitalan hefur aðeins í tvígang hækkað meira en hún gerði í dag undanfarin sex ár. Svartsýni síðustu viku að baki í bili. 19. janúar 2016 19:00
Marel undirritar kaup á MPS meat processing system "Kaupin styðja við framboð Marel á heildarlausnum í kjötvinnslu.“ 21. nóvember 2015 13:14