Cameron beittur þrýstingi til að taka á skattaskjólum Sæunn Gísladóttir skrifar 6. apríl 2016 09:00 David Cameron hefur áður talað um að beita sér gegn skattaskjólum. Vísir/EPA David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, hefur sætt pressu undanfarna daga til að taka á skattaskjólum í ljósi þess að fjölmargir ríkir einstaklingar hafa nýtt sér eyjur á bresku yfirráðasvæði til að stofna aflandsfélög til að forðast skatta. Þrýstingurinn kemur í kjölfar leka frá lögfræðistofunni Mossack Fonseca á Panama-skjölunum svokölluðum, þar sem kemur fram að 100 þúsund aflandsfélög fundust á Bresku Jómfrúaeyjunum. Cameron hefur einnig verið í sviðsljósinu vegna tengsla föður hans, Ians Cameron, við aflandsfélag í skattaskjóli. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, hefur lýst því yfir að ríkisstjórnin þurfi að taka á skattsvikum. Hann lagði til í ræðu í gær að Bretland myndi setja beinar skattareglur á breskum yfirráðsvæðum til þess að ganga úr skugga um að löndin fylgdu breskum skattareglum. Samkvæmt frétt BBC um málið er talið að Bretland hafi stóru hlutverki að gegna í umræðunni þar sem stór hluti skattaskjóla sé á breskum yfirráðasvæðum, meðal annars á Bresku Jómfrúaeyjunum og Ermarsundseyjunum. Einhver lönd sem hafa tengst aflandseyjum hafa nú þegar hert skattareglur, má þar nefna Sviss, Ermarsundseyjarnar og Lúxemborg, en önnur lönd, meðal annars Panama og Bresku Jómfrúaeyjarnar, hafa verið gagnrýndar fyrir að gera ekki nóg. Í næsta mánuði mun Cameron stýra alþjóðlegum leiðtogafundi í London um skattasvik og skattaskjól. Frá árinu 2009 hafa nú þegar sjö hundruð samningar verið undirritaðir til að ýta undir gagnsæi í skattamálum á alþjóðavettvangi.Greinin birtist fyrst í Markaðnum þann 6. apríl Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Faðir Cameron tengist skattaskjóli Upplýsingar eru um félag föður David Cameron í Panama-skjölunum. 4. apríl 2016 13:32 Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Sjá meira
David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, hefur sætt pressu undanfarna daga til að taka á skattaskjólum í ljósi þess að fjölmargir ríkir einstaklingar hafa nýtt sér eyjur á bresku yfirráðasvæði til að stofna aflandsfélög til að forðast skatta. Þrýstingurinn kemur í kjölfar leka frá lögfræðistofunni Mossack Fonseca á Panama-skjölunum svokölluðum, þar sem kemur fram að 100 þúsund aflandsfélög fundust á Bresku Jómfrúaeyjunum. Cameron hefur einnig verið í sviðsljósinu vegna tengsla föður hans, Ians Cameron, við aflandsfélag í skattaskjóli. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, hefur lýst því yfir að ríkisstjórnin þurfi að taka á skattsvikum. Hann lagði til í ræðu í gær að Bretland myndi setja beinar skattareglur á breskum yfirráðsvæðum til þess að ganga úr skugga um að löndin fylgdu breskum skattareglum. Samkvæmt frétt BBC um málið er talið að Bretland hafi stóru hlutverki að gegna í umræðunni þar sem stór hluti skattaskjóla sé á breskum yfirráðasvæðum, meðal annars á Bresku Jómfrúaeyjunum og Ermarsundseyjunum. Einhver lönd sem hafa tengst aflandseyjum hafa nú þegar hert skattareglur, má þar nefna Sviss, Ermarsundseyjarnar og Lúxemborg, en önnur lönd, meðal annars Panama og Bresku Jómfrúaeyjarnar, hafa verið gagnrýndar fyrir að gera ekki nóg. Í næsta mánuði mun Cameron stýra alþjóðlegum leiðtogafundi í London um skattasvik og skattaskjól. Frá árinu 2009 hafa nú þegar sjö hundruð samningar verið undirritaðir til að ýta undir gagnsæi í skattamálum á alþjóðavettvangi.Greinin birtist fyrst í Markaðnum þann 6. apríl
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Faðir Cameron tengist skattaskjóli Upplýsingar eru um félag föður David Cameron í Panama-skjölunum. 4. apríl 2016 13:32 Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Sjá meira
Faðir Cameron tengist skattaskjóli Upplýsingar eru um félag föður David Cameron í Panama-skjölunum. 4. apríl 2016 13:32