NBA: Cleveland sýndi sínar bestu hliðar í sigri á LA Clippers | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. mars 2016 07:00 Cleveland Cavaliers vann sinn þriðja leik í röð í ferð sinni á Vesturströndina, Jose Calderon tryggði New York Knicks sigur á Lakers og Giannis Antetokounmpo var með glæsilega þrennu í sigri Milwaukee Bucks í NBA-deildinni í körfubolta í nótt.LeBron James skoraði 27 stig á 31 mínútu þegar Cleveland Cavaliers vann afar sannfærandi 114-90 sigur á Los Angeles Clippers í Staples Center í Los Angeles. Þetta var þriðji leikur Cleveland Cavaliers í ferð sinni á Vesturströndina og jafnframt þriðji sigurinn. Cleveland-liðið skoraði alls átján þriggja stiga körfur í leiknum. J.R. Smith og Kyrie Irving skoruðu báðir 18 stig og nýi maðurinn, Channing Frye, skoraði fimmtán stig sem komu öll með þriggja stiga skotum. Channing Frye (5 af 7), J.R. Smith (5 af 8) og LeBron James (3 af 4) voru saman með 13 þrista úr aðeins 19 tilraunum. J.J. Redick var stigahæstur hjá Los Angeles Clippers með 19 stig en Chris Paul bætti við 17 stigum og 10 stoðsendingum. Clippers-liðið komst reyndar í 17-7 í byrjun leiks en LeBron James og félagar komust yfir fyrir lok fyrsta leikhluta og litu ekki til baka eftir það.Jose Calderon skoraði sigurkörfu New York Knicks fyrir utan þriggja stiga línuna í 90-87 sigri á Los Angeles Lakers þegar aðeins 0,2 sekúndur voru eftir af leiknum. Þetta var hans eini þristur í leiknum. Carmelo Anthony skoraði 12 af 26 stigum sínum í fjórða leikhlutanum. Kobe Bryant var með 14 stig fyrir Lakers en Lou Williams var stigahæstur með 15 stig.Giannis Antetokounmpo var með myndarlega þrennu þegar Milwaukee Bucks vann 109-100 útisigur á Brooklyn Nets. Antetokounmpo endaði leikinn með 28 stig, 14 stoðsendingar og 11 fráköst en hann varð þar með fyrsti leikmaður Bucks sem nær fjórum þrennum á einu tímabili. Giannis Antetokounmpo var kominn með 12 stig, 9 stoðsendingar og 8 fráköst í hálfleik en allar fjórar þrennur hans hafa komið eftir 22. febrúar. Jabari Parker skoraði 23 stig fyrir Milwaukee-liðið en Brook Lopez var stigahæstur hjá Nets með 20 stig.Al Horford og Paul Millsap voru báðir með 18 stig í 29 stiga stórsigri Atlanta Hawks á Indiana Pacers. Atlanta skoraði 20 stig í röð í þriðja leikhlutanum þar sem liðið smellti niður sjö þristum. Atlanta-liðið hefur nú unnið fimm af síðustu sex leikjum og er að ná flugi þegar úrslitakeppnina nálgast. Paul George hitti aðeins úr 3 af 15 skotum og endaði með 7 stig fyrir Pacers-liðið en nýliðinn Myles Turner var stigahæstur með 19 stig.Derrick Favors var með 28 stig og 14 fráköst þegar Utah Jazz vann 108-99 sigur á Sacramento Kings og Gordon Hayward bætti við 27 stigum fyrir Utah-liðið. DeMarcus Cousins kom til baka eftir eins leiks bann og bauð upp á 31 stig og 10 fráköst fyrir Kings.Öll úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Clippers - Cleveland Cavaliers 90-114 Atlanta Hawks - Indiana Pacers 104-75 Sacramento Kings - Utah Jazz 99-108 Brooklyn Nets - Milwaukee Bucks 100-109 Los Angeles Lakers - New York Knicks 87-90 Staðan í NBA-deildinni NBA Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Þýskaland - Ísland | Máta sig við sveina Alfreðs Handbolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Álftanes - Njarðvík | Heimamenn tapað tveimur í röð Keflavík - Þór Þ. | Stigalausir gestir í Blue-höllinni Valur - Grindavík | Eina liðið sem unnið hefur alla KR - ÍA | Langþráð kría á flugi Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Sjá meira
Cleveland Cavaliers vann sinn þriðja leik í röð í ferð sinni á Vesturströndina, Jose Calderon tryggði New York Knicks sigur á Lakers og Giannis Antetokounmpo var með glæsilega þrennu í sigri Milwaukee Bucks í NBA-deildinni í körfubolta í nótt.LeBron James skoraði 27 stig á 31 mínútu þegar Cleveland Cavaliers vann afar sannfærandi 114-90 sigur á Los Angeles Clippers í Staples Center í Los Angeles. Þetta var þriðji leikur Cleveland Cavaliers í ferð sinni á Vesturströndina og jafnframt þriðji sigurinn. Cleveland-liðið skoraði alls átján þriggja stiga körfur í leiknum. J.R. Smith og Kyrie Irving skoruðu báðir 18 stig og nýi maðurinn, Channing Frye, skoraði fimmtán stig sem komu öll með þriggja stiga skotum. Channing Frye (5 af 7), J.R. Smith (5 af 8) og LeBron James (3 af 4) voru saman með 13 þrista úr aðeins 19 tilraunum. J.J. Redick var stigahæstur hjá Los Angeles Clippers með 19 stig en Chris Paul bætti við 17 stigum og 10 stoðsendingum. Clippers-liðið komst reyndar í 17-7 í byrjun leiks en LeBron James og félagar komust yfir fyrir lok fyrsta leikhluta og litu ekki til baka eftir það.Jose Calderon skoraði sigurkörfu New York Knicks fyrir utan þriggja stiga línuna í 90-87 sigri á Los Angeles Lakers þegar aðeins 0,2 sekúndur voru eftir af leiknum. Þetta var hans eini þristur í leiknum. Carmelo Anthony skoraði 12 af 26 stigum sínum í fjórða leikhlutanum. Kobe Bryant var með 14 stig fyrir Lakers en Lou Williams var stigahæstur með 15 stig.Giannis Antetokounmpo var með myndarlega þrennu þegar Milwaukee Bucks vann 109-100 útisigur á Brooklyn Nets. Antetokounmpo endaði leikinn með 28 stig, 14 stoðsendingar og 11 fráköst en hann varð þar með fyrsti leikmaður Bucks sem nær fjórum þrennum á einu tímabili. Giannis Antetokounmpo var kominn með 12 stig, 9 stoðsendingar og 8 fráköst í hálfleik en allar fjórar þrennur hans hafa komið eftir 22. febrúar. Jabari Parker skoraði 23 stig fyrir Milwaukee-liðið en Brook Lopez var stigahæstur hjá Nets með 20 stig.Al Horford og Paul Millsap voru báðir með 18 stig í 29 stiga stórsigri Atlanta Hawks á Indiana Pacers. Atlanta skoraði 20 stig í röð í þriðja leikhlutanum þar sem liðið smellti niður sjö þristum. Atlanta-liðið hefur nú unnið fimm af síðustu sex leikjum og er að ná flugi þegar úrslitakeppnina nálgast. Paul George hitti aðeins úr 3 af 15 skotum og endaði með 7 stig fyrir Pacers-liðið en nýliðinn Myles Turner var stigahæstur með 19 stig.Derrick Favors var með 28 stig og 14 fráköst þegar Utah Jazz vann 108-99 sigur á Sacramento Kings og Gordon Hayward bætti við 27 stigum fyrir Utah-liðið. DeMarcus Cousins kom til baka eftir eins leiks bann og bauð upp á 31 stig og 10 fráköst fyrir Kings.Öll úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Clippers - Cleveland Cavaliers 90-114 Atlanta Hawks - Indiana Pacers 104-75 Sacramento Kings - Utah Jazz 99-108 Brooklyn Nets - Milwaukee Bucks 100-109 Los Angeles Lakers - New York Knicks 87-90 Staðan í NBA-deildinni
NBA Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Þýskaland - Ísland | Máta sig við sveina Alfreðs Handbolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Álftanes - Njarðvík | Heimamenn tapað tveimur í röð Keflavík - Þór Þ. | Stigalausir gestir í Blue-höllinni Valur - Grindavík | Eina liðið sem unnið hefur alla KR - ÍA | Langþráð kría á flugi Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Sjá meira