Einatt stendur EES með neytendum gegn íslenskum stjórnvöldum Skjóðan skrifar 10. febrúar 2016 11:16 Seint verða íslensk stjórnvöld sökuð um ofdekur við neytendur. Á dögunum skilaði EFTA dómstóllinn áliti sínu um að innflutningsbann íslenska ríkisins á fersku kjöti stríði fullkomlega í bága við skuldbindingar íslenskra stjórnvalda samkvæmt samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. Íslensk stjórnvöld setja þau skilyrði fyrir innflutningi á hráu kjöti að innflytjendur skili vottorði um að kjötið hafi verið fryst í að minnsta kosti einn mánuð áður en það er tollafgreitt hér á landi. Þetta brýtur í bága við EES samninginn þar sem kveðið er á um að ekki megi hindra viðskipti með ferskt kjöt milli ríkja sem eru aðilar að EES. Á þetta reyndi þegar fyrirtækið Ferskar kjötvörur ehf. gerði tilraun til að flytja inn ferskt nautakjöt frá Hollandi. Kjötið var gert upptækt í tolli og því fargað þar sem það var ófrosið. Fyrirtækið undi ekki þessari niðurstöðu og höfðaði gegn íslenska ríkinu mál til skaðabóta vegna þess tjóns sem það varð fyrir vegna synjunar á innflutningsleyfi. Að kröfu Ferskra kjötvara leituðu íslenskir dómstólar eftir ráðgefandi álits EFTA dómstólsins til að fá úr því skorið hvort íslensk löggjöf um innflutning fersks kjöts væri í samræmi við EES samninginn. Niðurstaða EFTA dómstólsins er afgerandi. Íslenska ríkinu er með öllu óheimilt að krefjast þess að innflytjandi sæki um sérstakt leyfi til að flytja inn ferskt kjöt frá EES og setja sem skilyrði fyrir innflutningi að framvísað sé vottorði um að kjötið hafi verið frosið í tiltekinn tíma áður en það er tollafgreitt. EFTA dómstóllinnhafnar með öllu röksemdum íslenska ríkisins um að taka beri tillit til einangraðar landfræðilegrar legu Íslands og ónæmisfræðilegs varnarleysis dýraflóru landsins og hugsanlegra afleiðinga á líf og heilsu manna, við skýringu tilskipunarinnar. „Ísland fullyrti að það beri fullt traust til dýraheilbrigðiseftirlits sem fram fer í öðrum aðildarríkjum í samræmi við sameiginlegar EES-reglur. Samkvæmt EES- samningnum er í gildi aðlögun fyrir Ísland, sem tekur til lifandi dýra, annarra en fiska og lagareldisdýra. Samningurinn hefur þó engin aðlögunarákvæði að geyma vegna innflutnings hrárra kjötvara til Íslands.“ Enn og aftur sækja íslenskir neytendur réttlæti sitt til Evrópu. Vitanlega er þetta ólöglega bann á innflutningi ekki til að vernda íslenskan búfénað nema í orði kveðnu. Bannið er tæknileg hindrun á innflutningi ætluð til að halda uppi verði landbúnaðarafurða hér á landi á kostnað íslenskra neytenda. Íslenskum búpeningi stafar raunar meiri hætta af árlegri innrás farfugla sem hingað fljúga til hreiðurgerðar og varps en innflutningi á viðurkenndum landbúnaðarafurðum, sem uppfylla heilbrigðisskilyrði nágrannaþjóða okkar í Evrópu. Skjóðan Mest lesið Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn í október Viðskipti innlent Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Sjá meira
Seint verða íslensk stjórnvöld sökuð um ofdekur við neytendur. Á dögunum skilaði EFTA dómstóllinn áliti sínu um að innflutningsbann íslenska ríkisins á fersku kjöti stríði fullkomlega í bága við skuldbindingar íslenskra stjórnvalda samkvæmt samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. Íslensk stjórnvöld setja þau skilyrði fyrir innflutningi á hráu kjöti að innflytjendur skili vottorði um að kjötið hafi verið fryst í að minnsta kosti einn mánuð áður en það er tollafgreitt hér á landi. Þetta brýtur í bága við EES samninginn þar sem kveðið er á um að ekki megi hindra viðskipti með ferskt kjöt milli ríkja sem eru aðilar að EES. Á þetta reyndi þegar fyrirtækið Ferskar kjötvörur ehf. gerði tilraun til að flytja inn ferskt nautakjöt frá Hollandi. Kjötið var gert upptækt í tolli og því fargað þar sem það var ófrosið. Fyrirtækið undi ekki þessari niðurstöðu og höfðaði gegn íslenska ríkinu mál til skaðabóta vegna þess tjóns sem það varð fyrir vegna synjunar á innflutningsleyfi. Að kröfu Ferskra kjötvara leituðu íslenskir dómstólar eftir ráðgefandi álits EFTA dómstólsins til að fá úr því skorið hvort íslensk löggjöf um innflutning fersks kjöts væri í samræmi við EES samninginn. Niðurstaða EFTA dómstólsins er afgerandi. Íslenska ríkinu er með öllu óheimilt að krefjast þess að innflytjandi sæki um sérstakt leyfi til að flytja inn ferskt kjöt frá EES og setja sem skilyrði fyrir innflutningi að framvísað sé vottorði um að kjötið hafi verið frosið í tiltekinn tíma áður en það er tollafgreitt. EFTA dómstóllinnhafnar með öllu röksemdum íslenska ríkisins um að taka beri tillit til einangraðar landfræðilegrar legu Íslands og ónæmisfræðilegs varnarleysis dýraflóru landsins og hugsanlegra afleiðinga á líf og heilsu manna, við skýringu tilskipunarinnar. „Ísland fullyrti að það beri fullt traust til dýraheilbrigðiseftirlits sem fram fer í öðrum aðildarríkjum í samræmi við sameiginlegar EES-reglur. Samkvæmt EES- samningnum er í gildi aðlögun fyrir Ísland, sem tekur til lifandi dýra, annarra en fiska og lagareldisdýra. Samningurinn hefur þó engin aðlögunarákvæði að geyma vegna innflutnings hrárra kjötvara til Íslands.“ Enn og aftur sækja íslenskir neytendur réttlæti sitt til Evrópu. Vitanlega er þetta ólöglega bann á innflutningi ekki til að vernda íslenskan búfénað nema í orði kveðnu. Bannið er tæknileg hindrun á innflutningi ætluð til að halda uppi verði landbúnaðarafurða hér á landi á kostnað íslenskra neytenda. Íslenskum búpeningi stafar raunar meiri hætta af árlegri innrás farfugla sem hingað fljúga til hreiðurgerðar og varps en innflutningi á viðurkenndum landbúnaðarafurðum, sem uppfylla heilbrigðisskilyrði nágrannaþjóða okkar í Evrópu.
Skjóðan Mest lesið Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn í október Viðskipti innlent Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Sjá meira
Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn í október Viðskipti innlent
Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn í október
Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn í október Viðskipti innlent