Einmana bækur Sigurlaug Björnsdóttir skrifar 17. október 2016 00:00 Í fyrra kom út hjá Forlaginu önnur bókin í vinsælum þríleik eftir bresku skáldkonuna Sally Green, Villta hliðin. Það væri ekki í frásögur færandi nema vegna þess að Forlagið mun ekki gefa út síðustu bókina á íslensku. Það þýðir að ef lesendur þríleiksins vilja komast að því hvernig fer fyrir Nathan verða þeir einfaldlega að kaupa síðustu bókina á ensku. Það er í sjálfu sér ekkert mál fyrir þá sem skilja ensku vel en engu að síður leiðinlegt. Þetta er því miður alls ekkert einsdæmi. Árið 2011 kom bókin Græni Atlasinn út og framhald hennar, Annáll eldsins, kom út 2013. Bækurnar tvær eru hluti af vinsælum þríleik sem nefnist Bækur upphafsins. Nú eru liðin næstum þrjú ár og ekkert spyrst til þeirrar síðustu. Það kemur einnig fyrir að einungis fyrsta bók þríleiks er þýdd. Það er eiginlega verra því þá er lesandinn skilinn eftir algjörlega í lausu lofti. Þannig er staða bókarinnar Blekhjarta eftir Corneliu Funke sem kom út árið 2008. Það er mikil synd að næstu tvær bækur hafi ekki komið út því sagan er vel skrifuð og einnig mjög vel þýdd. Bókaflokkurinn Dagbók prinsessu eftir Meg Cabot er gríðarlega vinsæll hjá stelpum. Bækurnar eru samtals tíu en einungis sex komu út á íslensku. Síðustu ár hefur verið reynt að auka læsi drengja. Ef til vill vantar hreinlega bækur fyrir þennan markaðshóp, stráka tíu ára og eldri. Bækur Anthony Horowitz um njósnarann Alex Rider eru tilvaldar fyrir drengi, sem vantar drifkraftinn í að lesa, sem og alla krakka. Það komu tvær Alex Rider bækur út á íslensku, Þrumufleygur og Heljarþröm, en síðan var hætt að þýða þær. Þegar bækur seljast ekki nóg er forlögunum nauðugur einn kostur að hætta í miðjum bókaflokki. Þau hafa hreinlega ekki efni á að halda áfram. Þegar ég sendi Forlaginu tölvupóst fékk ég það svar að ég gæti pantað framhaldsbækurnar á ensku eða nálgast flestar þeirra á bókasöfnum landsins, á ensku. Fyrst það er svona auðvelt að fá bækur á ensku, hver er þá tilgangurinn með því að gefa út bækur á íslensku? Væri ekki langbest að hætta alfarið að þýða bækur yfir á íslensku? Það talar hvort eð er enginn tungumálið nema þessar 300.000 hræður sem búa á grjóthrúgu í hafinu. Við Íslendingar eigum mjög sterkt og gott tungumál. Hluti af því hvers vegna íslenskan hefur haldið sér svona vel, er vegna þess að við erum mjög dugleg við að þýða allt. Íslenskan er alls staðar í kringum okkur en nú er það aðeins farið að breytast. Með bættu netaðgengi eru börn orðin jafnvíg á ensku og íslensku, stundum betri í enskunni. Kannski á tæknivæðingin sök á því hvers vegna bækur seljast ekki nóg eða kannski eru nýútkomnar bækur ekki kynntar nógu vel. Kannski þurfum við að hvetja börn og ungt fólk til að lesa meira og tryggja aðgengi þeirra að bókum sem þau njóta að lesa. Ég hef enga töfralausn á stöðunni en ég veit þó að á bak við hverja einmana bók er vonsvikinn lesandi.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Í fyrra kom út hjá Forlaginu önnur bókin í vinsælum þríleik eftir bresku skáldkonuna Sally Green, Villta hliðin. Það væri ekki í frásögur færandi nema vegna þess að Forlagið mun ekki gefa út síðustu bókina á íslensku. Það þýðir að ef lesendur þríleiksins vilja komast að því hvernig fer fyrir Nathan verða þeir einfaldlega að kaupa síðustu bókina á ensku. Það er í sjálfu sér ekkert mál fyrir þá sem skilja ensku vel en engu að síður leiðinlegt. Þetta er því miður alls ekkert einsdæmi. Árið 2011 kom bókin Græni Atlasinn út og framhald hennar, Annáll eldsins, kom út 2013. Bækurnar tvær eru hluti af vinsælum þríleik sem nefnist Bækur upphafsins. Nú eru liðin næstum þrjú ár og ekkert spyrst til þeirrar síðustu. Það kemur einnig fyrir að einungis fyrsta bók þríleiks er þýdd. Það er eiginlega verra því þá er lesandinn skilinn eftir algjörlega í lausu lofti. Þannig er staða bókarinnar Blekhjarta eftir Corneliu Funke sem kom út árið 2008. Það er mikil synd að næstu tvær bækur hafi ekki komið út því sagan er vel skrifuð og einnig mjög vel þýdd. Bókaflokkurinn Dagbók prinsessu eftir Meg Cabot er gríðarlega vinsæll hjá stelpum. Bækurnar eru samtals tíu en einungis sex komu út á íslensku. Síðustu ár hefur verið reynt að auka læsi drengja. Ef til vill vantar hreinlega bækur fyrir þennan markaðshóp, stráka tíu ára og eldri. Bækur Anthony Horowitz um njósnarann Alex Rider eru tilvaldar fyrir drengi, sem vantar drifkraftinn í að lesa, sem og alla krakka. Það komu tvær Alex Rider bækur út á íslensku, Þrumufleygur og Heljarþröm, en síðan var hætt að þýða þær. Þegar bækur seljast ekki nóg er forlögunum nauðugur einn kostur að hætta í miðjum bókaflokki. Þau hafa hreinlega ekki efni á að halda áfram. Þegar ég sendi Forlaginu tölvupóst fékk ég það svar að ég gæti pantað framhaldsbækurnar á ensku eða nálgast flestar þeirra á bókasöfnum landsins, á ensku. Fyrst það er svona auðvelt að fá bækur á ensku, hver er þá tilgangurinn með því að gefa út bækur á íslensku? Væri ekki langbest að hætta alfarið að þýða bækur yfir á íslensku? Það talar hvort eð er enginn tungumálið nema þessar 300.000 hræður sem búa á grjóthrúgu í hafinu. Við Íslendingar eigum mjög sterkt og gott tungumál. Hluti af því hvers vegna íslenskan hefur haldið sér svona vel, er vegna þess að við erum mjög dugleg við að þýða allt. Íslenskan er alls staðar í kringum okkur en nú er það aðeins farið að breytast. Með bættu netaðgengi eru börn orðin jafnvíg á ensku og íslensku, stundum betri í enskunni. Kannski á tæknivæðingin sök á því hvers vegna bækur seljast ekki nóg eða kannski eru nýútkomnar bækur ekki kynntar nógu vel. Kannski þurfum við að hvetja börn og ungt fólk til að lesa meira og tryggja aðgengi þeirra að bókum sem þau njóta að lesa. Ég hef enga töfralausn á stöðunni en ég veit þó að á bak við hverja einmana bók er vonsvikinn lesandi.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun