Fúlasti 55 stiga maður NBA-sögunnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. desember 2016 16:30 DeMarcus Cousins. Vísir/AP NBA-leikmaðurinn DeMarcus Cousins er duglegri en flestir að koma sér í vandræði og það var engin undantekning á því í nótt þótt að kappinn hafi skorað 55 stig í sigri Sacramento King á Portland Trail Blazers. Fyrr um daginn sektaði Sacramento Kings DeMarcus Cousins, sinn eigin leikmann, um 50 þúsund dollara fyrir að hrauna yfir blaðamann Sacramento Bee en það gera tæpar sex milljónir íslenskra króna. Cousins var ekki sáttur um umfjöllun um bróður sinn og lét öllum illum látum þegar hann hitti blaðamanninn næst. Cousins var því örugglega eitthvað pirraður þegar hann mætti í leikinní nótt en ákvað að sýna það í verki af hverju margir eru að bíða eftir að karlinn þroskist og verði einn af bestu leikmönnum deildarinnar. Cousins hitti úr 17 af 28 skotum sínum í leiknum og endaði með 55 stig, 13 fráköst og 3 varin skot á 40 mínútum. DeMarcus Cousins var aftur á móti rekinn út úr húsi í lokin fyrir að öskra á varamannabekk Portland Trail Blazers. Hann missti munnstykkið út úr sér og einn dómarinn hélt að hann hefði hent því í átt að bekk Portland. Cousins fékk fyrir það sína aðra tæknivillu og var sendur í sturtu. Eftir stuttan fund dómaranna ákváðu þeir hinsvegar réttilega að taka tæknivilluna til baka og leyfa DeMarcus Cousins að klára leikinn. DeMarcus Cousins pirraðist enn meira við þetta en spilaði góða vörn í lokin sem hjálpaði hans liði að vinna leikinn. Þegar hann mætti síðan pirraður og reiður í sjónvarpsviðtal efir leikinn þá hraunaði hann yfir dómara leiksins og kallaði framgöngu þeirra fáránlega. Eftir það viðtal var auðvelt að krýna hann fúlasta 55 stiga mann NBA-sögunnar.PEAK BOOGIE: DeMarcus Cousins scores 54th point, spits mouthguard, gets ejected, sprints to locker room, gets un-ejected! (full sequence) pic.twitter.com/kNQ7TRQCOs — Ben Golliver (@BenGolliver) December 21, 2016 NBA Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Njarðvík - Grindavík | Halda þær gulu fluginu áfram? Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Sjá meira
NBA-leikmaðurinn DeMarcus Cousins er duglegri en flestir að koma sér í vandræði og það var engin undantekning á því í nótt þótt að kappinn hafi skorað 55 stig í sigri Sacramento King á Portland Trail Blazers. Fyrr um daginn sektaði Sacramento Kings DeMarcus Cousins, sinn eigin leikmann, um 50 þúsund dollara fyrir að hrauna yfir blaðamann Sacramento Bee en það gera tæpar sex milljónir íslenskra króna. Cousins var ekki sáttur um umfjöllun um bróður sinn og lét öllum illum látum þegar hann hitti blaðamanninn næst. Cousins var því örugglega eitthvað pirraður þegar hann mætti í leikinní nótt en ákvað að sýna það í verki af hverju margir eru að bíða eftir að karlinn þroskist og verði einn af bestu leikmönnum deildarinnar. Cousins hitti úr 17 af 28 skotum sínum í leiknum og endaði með 55 stig, 13 fráköst og 3 varin skot á 40 mínútum. DeMarcus Cousins var aftur á móti rekinn út úr húsi í lokin fyrir að öskra á varamannabekk Portland Trail Blazers. Hann missti munnstykkið út úr sér og einn dómarinn hélt að hann hefði hent því í átt að bekk Portland. Cousins fékk fyrir það sína aðra tæknivillu og var sendur í sturtu. Eftir stuttan fund dómaranna ákváðu þeir hinsvegar réttilega að taka tæknivilluna til baka og leyfa DeMarcus Cousins að klára leikinn. DeMarcus Cousins pirraðist enn meira við þetta en spilaði góða vörn í lokin sem hjálpaði hans liði að vinna leikinn. Þegar hann mætti síðan pirraður og reiður í sjónvarpsviðtal efir leikinn þá hraunaði hann yfir dómara leiksins og kallaði framgöngu þeirra fáránlega. Eftir það viðtal var auðvelt að krýna hann fúlasta 55 stiga mann NBA-sögunnar.PEAK BOOGIE: DeMarcus Cousins scores 54th point, spits mouthguard, gets ejected, sprints to locker room, gets un-ejected! (full sequence) pic.twitter.com/kNQ7TRQCOs — Ben Golliver (@BenGolliver) December 21, 2016
NBA Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Njarðvík - Grindavík | Halda þær gulu fluginu áfram? Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Sjá meira