Myljandi hagnaður Landsbankans í tíð Steinþórs Þorbjörn Þórðarson skrifar 30. nóvember 2016 18:24 Landsbankinn hagnaðist um 170 milljarða króna á þeim sex árum sem Steinþór Pálsson var við stjórnvölinn í bankanum. Á þeim tíma greiddi bankinn ríkissjóði 82 milljarða króna í arð. Steinþór Pálsson hefur verið bankastjóri Landsbankans frá 1. júní 2010 en hann lét af störfum af í dag. Hreiðar Bjarnason framkvæmdastjóri fjármála og staðgengill bankastjóra hefur tekið við stjórn bankans. Staða bankastjóra verður auglýst svo fljótt sem verða má að því er fram kemur í tilkynningu frá Landsbankanum.Gat ekki borið fyrir sig þekkingarleysi Ástæður starfsloka Steinþórs eru ekki tilgreindar en starfslokin koma strax í kjölfar skýrslu Ríkisendurskoðunar þar sem sala eigna Landsbankans á árunum 2010-2016 var harðlega gagnrýnd. Á þessum tíma seldi bankinn mörg verðmæt fyrirtæki án auglýsingar. Meðal annars hlutabréf í greiðslukortafyrirtækjunum Borgun hf. og Valitor hf. Þar vógu líklega þyngst á metunum mistök Landsbankans við söluna á Borgun en bankinn nýtti sér ekki aðgang að gagnaherbergjum til að kanna raunvirði fyrirtækisins áður en hlutabréf í því voru seld. Var því ekki tekið tillit til sérstakra valréttargreiðslna sem Borgun átti rétt á vegna aðildar sinnar að Visa Europe vegna yfirtöku Visa Inc. að fyrirtækinu. Ríkisendurskoðun telur að Landsbankinn hafi ekki getað borið fyrir sig þekkingarleysi um greiðslur vegna valréttarsamninga frá Visa Inc. vegna aðildar Borgunar að Visa Europe þrátt fyrir ágreining um upplýsingar í gagnaherbergi. „Miðað við athuganir Ríkisendurskoðunar við gerð þessarar skýrslu hníga engu að síður ýmis rök til að álykta sem svo að Landsbankinn hefði mátt vita að Borgun væri aðildarfélag að Visa Europe,“ segir í skýrslu Ríkisendurskoðunar.Hagnaður bankans 170 milljarðar króna Rekstur Landsbankans var góður undir stjórn Steinþórs og ljóst er að hann er ekki að hætta hjá bankanum af því að stóð sig ekki vel við rekstur hans. Er afkoma bankans besti vitnisburður þess en hann naut trausts bankaráðsins alveg þangað til í síðustu viku. Samanlagður hagnaður Landsbankans á starfstíma Steinþórs Pálssonar í Landsbankanum nemur um 170 milljörðum króna samkvæmt ársreikningum bankans frá 2010 og til dagsins í dag og níu mánaða uppgjöri þessa árs. Á sama tímabili hefur bankinn greitt ríkissjóði 82 milljarða króna í arð. Steinþór læt strax af störfum. Ekki liggja fyrir nánari upplýsingar um tilhögun starfsflokanna eða hvort hann hafi fengið samkomulag um starfslok umfram lögbundinn uppsagnarfrest. Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira
Landsbankinn hagnaðist um 170 milljarða króna á þeim sex árum sem Steinþór Pálsson var við stjórnvölinn í bankanum. Á þeim tíma greiddi bankinn ríkissjóði 82 milljarða króna í arð. Steinþór Pálsson hefur verið bankastjóri Landsbankans frá 1. júní 2010 en hann lét af störfum af í dag. Hreiðar Bjarnason framkvæmdastjóri fjármála og staðgengill bankastjóra hefur tekið við stjórn bankans. Staða bankastjóra verður auglýst svo fljótt sem verða má að því er fram kemur í tilkynningu frá Landsbankanum.Gat ekki borið fyrir sig þekkingarleysi Ástæður starfsloka Steinþórs eru ekki tilgreindar en starfslokin koma strax í kjölfar skýrslu Ríkisendurskoðunar þar sem sala eigna Landsbankans á árunum 2010-2016 var harðlega gagnrýnd. Á þessum tíma seldi bankinn mörg verðmæt fyrirtæki án auglýsingar. Meðal annars hlutabréf í greiðslukortafyrirtækjunum Borgun hf. og Valitor hf. Þar vógu líklega þyngst á metunum mistök Landsbankans við söluna á Borgun en bankinn nýtti sér ekki aðgang að gagnaherbergjum til að kanna raunvirði fyrirtækisins áður en hlutabréf í því voru seld. Var því ekki tekið tillit til sérstakra valréttargreiðslna sem Borgun átti rétt á vegna aðildar sinnar að Visa Europe vegna yfirtöku Visa Inc. að fyrirtækinu. Ríkisendurskoðun telur að Landsbankinn hafi ekki getað borið fyrir sig þekkingarleysi um greiðslur vegna valréttarsamninga frá Visa Inc. vegna aðildar Borgunar að Visa Europe þrátt fyrir ágreining um upplýsingar í gagnaherbergi. „Miðað við athuganir Ríkisendurskoðunar við gerð þessarar skýrslu hníga engu að síður ýmis rök til að álykta sem svo að Landsbankinn hefði mátt vita að Borgun væri aðildarfélag að Visa Europe,“ segir í skýrslu Ríkisendurskoðunar.Hagnaður bankans 170 milljarðar króna Rekstur Landsbankans var góður undir stjórn Steinþórs og ljóst er að hann er ekki að hætta hjá bankanum af því að stóð sig ekki vel við rekstur hans. Er afkoma bankans besti vitnisburður þess en hann naut trausts bankaráðsins alveg þangað til í síðustu viku. Samanlagður hagnaður Landsbankans á starfstíma Steinþórs Pálssonar í Landsbankanum nemur um 170 milljörðum króna samkvæmt ársreikningum bankans frá 2010 og til dagsins í dag og níu mánaða uppgjöri þessa árs. Á sama tímabili hefur bankinn greitt ríkissjóði 82 milljarða króna í arð. Steinþór læt strax af störfum. Ekki liggja fyrir nánari upplýsingar um tilhögun starfsflokanna eða hvort hann hafi fengið samkomulag um starfslok umfram lögbundinn uppsagnarfrest.
Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira