Saka Landsbankann um mismunun og kvörtuðu til FME Þorbjörn Þórðarson skrifar 10. október 2016 18:56 Hópur fyrirtækja fékk þau svör frá Landsbankanum að frekari leiðréttingum á lánum væri hafnað og bankinn teldi sér ekki skylt að leiðrétta lán þeirra út frá fullnaðarkvittunum. Landsbankinn er sakaður um að hafa mismunað viðskiptavinum sínum vegna leiðréttingar á gengislánum fyrirtækja. Fjármálaeftirlitinu barst kvörtun vegna ætlaðrar mismununar í júní á þessu ári. Mörg ár hefur tekið að greiða úr flækju ólögmætra gengislána í bankakerfinu. Landsbankinn ákvað í kjölfar dóma Hæstaréttar í málum um fullnaðarkvittanir vaxta að flokka lántakendur í viðskiptum við bankann. Nokkur hópur fyrirtækja fékk þannig þau svör frá Landsbankanum að frekari leiðréttingum á lánum væri hafnað og bankinn teldi sér ekki skylt að leiðrétta lán þeirra út frá fullnaðarkvittunum. Landsbankinn hefur þó aldrei birt aðferðafræði sína við þessar leiðréttingar eða á hvaða viðmið sé horft við mat á því hvaða fyrirtæki eigi rétt á leiðréttingum og hver ekki.Flokkuðu fyrirtæki eftir stærð Við aðalmeðferð í máli Innnes ehf. gegn Landsbankanum hf. fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur gaf lögfræðingur hjá Landsbankannum vitnaskýrslu til að upplýsa hvernig staðið hefði verið að þessum málum hjá bankanum. Bankinn hefur flokkað fyrirtæki eftir því hvort aðstöðumunur hafi verið á milli bankans og viðsemjandan í umrætt sinn, þ.e. lántakandans. Í vitnaskýrslu lögfræðingsins kom fram að bankinn hefði flokkað fyrirtæki á grundvelli skilgreiningu Evrópuréttar á litlum fyrirtækjum. Aðferðafræði bankans var sú að fyrirtæki sem væru yfir skilgreiningunni, þ.e. með yfir jafnvirði 10 milljóna evra í tekjur, yfir 10 milljónum evra í eignum og með fleiri en 50 starfsmenn hefðu verið sett í sérstakan flokk og lán þeirra ekki endurreiknuð með tilliti til fullnaðarkvittana. Fyrirtæki sem ekki féllu í þennan flokk fengu hins vegar lán sín endurreiknuð rétt eins og allir einstaklingar í viðskiptum við bankann. Við skýrslutökuna kom hins vegar fram að þrátt fyrir þessa aðferðafræði bankans hefði í mörgum tilvikum verið ákveðið að klára mál gagnvart fyrirtækjum sem féllu utan skilgreiningarinnar. Landsbankinn hefði þannig leiðrétt lán hjá sumum fyrirtækjum sem voru yfir markinu.Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekendaÓlafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda telur að Landsbankinn hafi með þessu mismunað viðskiptavinum sínum. Félagið sendi formlega kvörtun vegna málsins til Fjármálaeftirlitsins í júní á þessu ári. „Fyrirtæki sem bankinn skilgreinir í sömu stöðu eru meðhöndluð með mismunandi hætti eftir því hvort viðbótarkrafa var há eða lág, sem er nokkuð sem okkur finnst ekki að eigi að skipta máli í þessu sambandi. Það er alveg klárlega mismunun,“ segir Ólafur. Ef Landsbankinn hefur beitt mismunandi aðferðum við leiðréttingar á lánum hjá fyrirtækum í sömu eða sambærilegri stöðu þá er það mismunun sem gæti gengið í berhögg við ákvæði laga um fjármálafyrirtæki. Fjármálaeftirlitið hefur ekki viljað staðfesta að eftirlitið sé að rannsaka málið þar sem starfsmenn eftirlitsins eru bundnir af þagnarskylduákvæðum í lögum um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi. Rúnar Pálmason upplýsingafulltrúi Landsbankans segir í skriflegu svari að Landsbankinn geti ekki tjáð sig um mál einstakra fyrirtækja sem eru í viðskiptum við bankann.Mat Landsbankans á aðstöðumun staðfest „Bankinn hefur ekki upplýsingar um umrædda kvörtun til FME. Við endurútreikning á ólögmætum gengislánum hefur Landsbankinn tekið mið af dómum Hæstaréttar. Meðal skilyrða sem Hæstiréttur hefur sett er að aðstöðumunur hafi verið milli bankans og viðkomandi fyrirtækis, þ.e. að bankinn hafi búið yfir sérþekkingu á fjármálamarkaði en að fyrirtækið væri lítið og ekki í aðstöðu til að hafa áhrif á lánssamninginn eða til að gera sér grein fyrir áhrifum gengistryggingarinnar. Fyrr á þessu ári voru kveðnir upp átta dómar, tveir í Hæstarétti og sex í héraði, sem vörðuðu ágreining um endurútreikning lána með ólögmæta gengistryggingu. Í öllum málunum var mat Landsbankans á aðstöðumuni staðfest. Héraðsdómunum hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar og er beðið endanlegrar niðurstöðu í þeim málum,“ segir í svari Landsbankans. Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Landsbankinn er sakaður um að hafa mismunað viðskiptavinum sínum vegna leiðréttingar á gengislánum fyrirtækja. Fjármálaeftirlitinu barst kvörtun vegna ætlaðrar mismununar í júní á þessu ári. Mörg ár hefur tekið að greiða úr flækju ólögmætra gengislána í bankakerfinu. Landsbankinn ákvað í kjölfar dóma Hæstaréttar í málum um fullnaðarkvittanir vaxta að flokka lántakendur í viðskiptum við bankann. Nokkur hópur fyrirtækja fékk þannig þau svör frá Landsbankanum að frekari leiðréttingum á lánum væri hafnað og bankinn teldi sér ekki skylt að leiðrétta lán þeirra út frá fullnaðarkvittunum. Landsbankinn hefur þó aldrei birt aðferðafræði sína við þessar leiðréttingar eða á hvaða viðmið sé horft við mat á því hvaða fyrirtæki eigi rétt á leiðréttingum og hver ekki.Flokkuðu fyrirtæki eftir stærð Við aðalmeðferð í máli Innnes ehf. gegn Landsbankanum hf. fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur gaf lögfræðingur hjá Landsbankannum vitnaskýrslu til að upplýsa hvernig staðið hefði verið að þessum málum hjá bankanum. Bankinn hefur flokkað fyrirtæki eftir því hvort aðstöðumunur hafi verið á milli bankans og viðsemjandan í umrætt sinn, þ.e. lántakandans. Í vitnaskýrslu lögfræðingsins kom fram að bankinn hefði flokkað fyrirtæki á grundvelli skilgreiningu Evrópuréttar á litlum fyrirtækjum. Aðferðafræði bankans var sú að fyrirtæki sem væru yfir skilgreiningunni, þ.e. með yfir jafnvirði 10 milljóna evra í tekjur, yfir 10 milljónum evra í eignum og með fleiri en 50 starfsmenn hefðu verið sett í sérstakan flokk og lán þeirra ekki endurreiknuð með tilliti til fullnaðarkvittana. Fyrirtæki sem ekki féllu í þennan flokk fengu hins vegar lán sín endurreiknuð rétt eins og allir einstaklingar í viðskiptum við bankann. Við skýrslutökuna kom hins vegar fram að þrátt fyrir þessa aðferðafræði bankans hefði í mörgum tilvikum verið ákveðið að klára mál gagnvart fyrirtækjum sem féllu utan skilgreiningarinnar. Landsbankinn hefði þannig leiðrétt lán hjá sumum fyrirtækjum sem voru yfir markinu.Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekendaÓlafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda telur að Landsbankinn hafi með þessu mismunað viðskiptavinum sínum. Félagið sendi formlega kvörtun vegna málsins til Fjármálaeftirlitsins í júní á þessu ári. „Fyrirtæki sem bankinn skilgreinir í sömu stöðu eru meðhöndluð með mismunandi hætti eftir því hvort viðbótarkrafa var há eða lág, sem er nokkuð sem okkur finnst ekki að eigi að skipta máli í þessu sambandi. Það er alveg klárlega mismunun,“ segir Ólafur. Ef Landsbankinn hefur beitt mismunandi aðferðum við leiðréttingar á lánum hjá fyrirtækum í sömu eða sambærilegri stöðu þá er það mismunun sem gæti gengið í berhögg við ákvæði laga um fjármálafyrirtæki. Fjármálaeftirlitið hefur ekki viljað staðfesta að eftirlitið sé að rannsaka málið þar sem starfsmenn eftirlitsins eru bundnir af þagnarskylduákvæðum í lögum um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi. Rúnar Pálmason upplýsingafulltrúi Landsbankans segir í skriflegu svari að Landsbankinn geti ekki tjáð sig um mál einstakra fyrirtækja sem eru í viðskiptum við bankann.Mat Landsbankans á aðstöðumun staðfest „Bankinn hefur ekki upplýsingar um umrædda kvörtun til FME. Við endurútreikning á ólögmætum gengislánum hefur Landsbankinn tekið mið af dómum Hæstaréttar. Meðal skilyrða sem Hæstiréttur hefur sett er að aðstöðumunur hafi verið milli bankans og viðkomandi fyrirtækis, þ.e. að bankinn hafi búið yfir sérþekkingu á fjármálamarkaði en að fyrirtækið væri lítið og ekki í aðstöðu til að hafa áhrif á lánssamninginn eða til að gera sér grein fyrir áhrifum gengistryggingarinnar. Fyrr á þessu ári voru kveðnir upp átta dómar, tveir í Hæstarétti og sex í héraði, sem vörðuðu ágreining um endurútreikning lána með ólögmæta gengistryggingu. Í öllum málunum var mat Landsbankans á aðstöðumuni staðfest. Héraðsdómunum hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar og er beðið endanlegrar niðurstöðu í þeim málum,“ segir í svari Landsbankans.
Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira