Bæta við bátum og fjölga skoðunarferðum Svavar Hávarðsson skrifar 28. apríl 2016 07:00 Tíu bátar verða gerðir út hjá Norðursiglingu í sumar. Mynd/Norðursigling Norðursigling á Húsavík bætir tveimur bátum við flota hvalaskoðunarbáta fyrirtækisins í sumar. Það skref dugar þó ekki eitt til að mæta aukinni eftirspurn ferðafólks og því verður ferðum einnig fjölgað umtalsvert á þeim bátum sem fyrir eru. „Norðursigling hefur boðið skipulagðar hvalaskoðunarferðir í rúm 20 ár og tekist hefur að vaxa með þessari þróun og halda í við fjölgunina,“ segir Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Norðursiglingar á Húsavík, og bætir við að tveir nýir bátar komi inn í flota Norðursiglingar til viðbótar við þá átta sem fyrir voru. Í flotanum í sumar verða því tíu bátar; flestir eru þeir gamlir íslenskir eikarbátar sem hafa verið endursmíðaðir og svo er um þá tvo nýju. Eins hefur Norðursigling vakið athygli fyrir rafvæðingu báta sinna – fyrst fyrirtækja. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær, þá er það spá Samtaka ferðaþjónustunnar að viðskiptavinum hvalaskoðunarfyrirtækjanna í landinu, sem voru tólf í fyrra, muni fjölga um vel rúmlega fimmtíu þúsund manns. Spáð er að gestir fyrirtækjanna muni verða tæplega 327 þúsund, en þeir voru 272 þúsund í fyrra.Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri NorðursiglingarFyrirtækjum í hvalaskoðun, í grein sem var ekki spáð bjartri framtíð fyrir nokkrum misserum, hefur fjölgað í tólf og gera þau út frá sex svæðum á landinu. „Við verðum líka að fjölga ferðum, svo við náum að auka töluvert við okkar framboð – bæði með fjölgun báta og ferða. Tímabilið fer vel af stað, en það sem er ekki síst mikilvægt fyrir okkur, og á fleiri stöðum á landsbyggðinni, er að ferðamönnum er að fjölga á jaðartímum. Það styrkir þessi fyrirtæki við að bjóða sína þjónustu yfir lengri tíma og að geta boðið upp á heilsársstörf í ferðaþjónustu,“ segir Guðbjartur en gestir Norðursiglingar í fyrra voru rétt um sextíu þúsund. Norðursigling er stærst fjögurra hvalaskoðunarfyrirtækja á Húsavík, og umsvifin setja orðið mikinn svip á bæjarbraginn. Guðbjartur segir þróunina vera þá að sífellt meiri eftirspurn sé eftir ævintýraferðum og hvalaskoðun sé ein tegund ferða sem tilheyra þeirri upplifun.Guðbjartur veit ekki nákvæmlega hversu margir ferðamenn heimsækja Húsavík sérstaklega vegna hvalaskoðunar, en það sé óumdeilt að töluverður fjöldi ferðamanna sækir sérstaklega á þá staði þar sem slíkar ferðir eru í boði. Norðausturland sé vel í sveit sett til að taka á móti gestum – með vinsæla ferðamannastaði sem hafa mikið aðdráttarafl, eins og til dæmis Mývatn, Dettifoss og Ásbyrgi. „Fleira kemur til en hvalaskoðunin ein og sér. Hér höfum við hvalasafnið, sem mikill akkur er í og svo er Rannsóknarsetur Háskóla Íslands hér á Húsavík. Það eru því mikil samlegðaráhrif í þessu öllu sem hér er,“ segir Guðbjartur en við setrið eru stundaðar rannsóknir á sjávarspendýrum, einkum hvölum, auk rannsókna í ferðaþjónustu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 28. apríl Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Tugþúsunda fjölgun í hvalaskoðun árlega Farþegar tólf hvalaskoðunarfyrirtækja í fyrra voru 272 þúsund alls. Fjölgunin á milli ára síðan 2012 er frá 15 til 35 prósenta. 27. apríl 2016 07:00 Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Norðursigling á Húsavík bætir tveimur bátum við flota hvalaskoðunarbáta fyrirtækisins í sumar. Það skref dugar þó ekki eitt til að mæta aukinni eftirspurn ferðafólks og því verður ferðum einnig fjölgað umtalsvert á þeim bátum sem fyrir eru. „Norðursigling hefur boðið skipulagðar hvalaskoðunarferðir í rúm 20 ár og tekist hefur að vaxa með þessari þróun og halda í við fjölgunina,“ segir Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Norðursiglingar á Húsavík, og bætir við að tveir nýir bátar komi inn í flota Norðursiglingar til viðbótar við þá átta sem fyrir voru. Í flotanum í sumar verða því tíu bátar; flestir eru þeir gamlir íslenskir eikarbátar sem hafa verið endursmíðaðir og svo er um þá tvo nýju. Eins hefur Norðursigling vakið athygli fyrir rafvæðingu báta sinna – fyrst fyrirtækja. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær, þá er það spá Samtaka ferðaþjónustunnar að viðskiptavinum hvalaskoðunarfyrirtækjanna í landinu, sem voru tólf í fyrra, muni fjölga um vel rúmlega fimmtíu þúsund manns. Spáð er að gestir fyrirtækjanna muni verða tæplega 327 þúsund, en þeir voru 272 þúsund í fyrra.Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri NorðursiglingarFyrirtækjum í hvalaskoðun, í grein sem var ekki spáð bjartri framtíð fyrir nokkrum misserum, hefur fjölgað í tólf og gera þau út frá sex svæðum á landinu. „Við verðum líka að fjölga ferðum, svo við náum að auka töluvert við okkar framboð – bæði með fjölgun báta og ferða. Tímabilið fer vel af stað, en það sem er ekki síst mikilvægt fyrir okkur, og á fleiri stöðum á landsbyggðinni, er að ferðamönnum er að fjölga á jaðartímum. Það styrkir þessi fyrirtæki við að bjóða sína þjónustu yfir lengri tíma og að geta boðið upp á heilsársstörf í ferðaþjónustu,“ segir Guðbjartur en gestir Norðursiglingar í fyrra voru rétt um sextíu þúsund. Norðursigling er stærst fjögurra hvalaskoðunarfyrirtækja á Húsavík, og umsvifin setja orðið mikinn svip á bæjarbraginn. Guðbjartur segir þróunina vera þá að sífellt meiri eftirspurn sé eftir ævintýraferðum og hvalaskoðun sé ein tegund ferða sem tilheyra þeirri upplifun.Guðbjartur veit ekki nákvæmlega hversu margir ferðamenn heimsækja Húsavík sérstaklega vegna hvalaskoðunar, en það sé óumdeilt að töluverður fjöldi ferðamanna sækir sérstaklega á þá staði þar sem slíkar ferðir eru í boði. Norðausturland sé vel í sveit sett til að taka á móti gestum – með vinsæla ferðamannastaði sem hafa mikið aðdráttarafl, eins og til dæmis Mývatn, Dettifoss og Ásbyrgi. „Fleira kemur til en hvalaskoðunin ein og sér. Hér höfum við hvalasafnið, sem mikill akkur er í og svo er Rannsóknarsetur Háskóla Íslands hér á Húsavík. Það eru því mikil samlegðaráhrif í þessu öllu sem hér er,“ segir Guðbjartur en við setrið eru stundaðar rannsóknir á sjávarspendýrum, einkum hvölum, auk rannsókna í ferðaþjónustu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 28. apríl
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Tugþúsunda fjölgun í hvalaskoðun árlega Farþegar tólf hvalaskoðunarfyrirtækja í fyrra voru 272 þúsund alls. Fjölgunin á milli ára síðan 2012 er frá 15 til 35 prósenta. 27. apríl 2016 07:00 Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Tugþúsunda fjölgun í hvalaskoðun árlega Farþegar tólf hvalaskoðunarfyrirtækja í fyrra voru 272 þúsund alls. Fjölgunin á milli ára síðan 2012 er frá 15 til 35 prósenta. 27. apríl 2016 07:00