Körfubolti

Ísafjarðartröllið stimplaði sig inn í tímabilið með stæl

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sigurður Gunnar Þorsteinsson lék með Grindavík áður en hann fór í atvinnumennsku.
Sigurður Gunnar Þorsteinsson lék með Grindavík áður en hann fór í atvinnumennsku. vísir/vilhelm
Íslenski landsliðsmiðherjinn Sigurður Gunnar Þorsteinsson byrjaði tímabilið vel í grísku b-deildinni í körfubolta.

„Ísafjarðartröllið“ eins og margir vilja kalla þennan öfluga miðherja er nú á sínu öðru tímabili í Grikklandi en hér heima vann hann titla með bæði Keflavík og Grindavík.

Sigurður Gunnar var með íslenska landsliðinu í haust sem vann sér sæti á Eurobasket og kemur greinilega í frábæru formi inn í nýtt tímabil.

Sigurður Gunnar átti mjög flottan leik með AE Larissa í fyrstu umferð tímabilsins og Sigurður Gunnar sá til þess öðrum fremur að leikurinn vannst. Sigurður Gunnar Þorsteinsson skoraði 20 stig á 35 mínútum og var stigahæstur í sínu liði.

Sigurður Gunnar var að skila út um allt á tölfræðiblaðinu en hann var með 5 fráköst, 2 stoðsendingar, 2 stolna bolta, 2 varin skot, 5 fiskaðar villur og eina þriggja stiga körfu.

Sigurður Gunnar endaði leikinn reyndar á bekknum eftir að hafa fengið sína fimmtu villu. Hann var búinn að skila sínu fyrir það enda með hæsta framlag allra á vellinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×