Handbolti

Vignir og félagar með fínan sigur

Stefán Árni Pálsson skrifar
Vignir skoraði eitt mark í leiknum.
Vignir skoraði eitt mark í leiknum. mynd/facebook-síða midtjylland
Vignir Svavarsson og félagar í Midtjylland unnu góðan sigur, 25-24, á Ribe-Esbjerg í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik í dag.

Leikurinn var gríðarlega spennandi og jafnt var nánast á öllum tölum. Staðan í hálfleik var 12-11 fyrir Midtjylland og unnu þeir að lokum eins marks sigur.

Vignir Svavarsson skoraði eitt mark úr þremur skotum í leiknum í dag. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×