Handbolti

Félögin hafa stofnað samtök til að standa vörð um handboltann

Stefán Árni Pálsson skrifar
Félögin í handboltahreyfingunni hér á landi hafa stofnað með sér samtök um tiltekt sem þurfi að eiga sér stað í handboltanum hér landi.

Samtökunum er ætla að gæta hagmuna félagana í samvinnu við HSÍ en á síðustu árum hafa heyrst raddir í þá átt að handknattleikshreyfingin væri langt á eftir í umgjörð og markaðssetningu íþróttarinnar hér á landi.

„Félögin sjálf þurfa að gera betur, HSÍ þarf að gera betur og það gerum við fyrst og fremst með því að byrja á því að tala saman,“ segir Ásgeir Jónsson, formaður handknattleiksdeildar FH.

Samtökin eru ekki stofnuð til höfuðs handknattleikssambandi Íslands.

„Félögin geta tekið margt til sín og við höfum ekki verið nægilega dugleg í því að standa okkur. Við höfum ekki verið nægilega dugleg að auglýsa okkur sjálf og við erum ekki nægilega dugleg að sýna þessu þá virðingu sem þetta á skilið. Því ætlum við að breyta,“ segir Ásgeir í samtali við Guðjón Guðmundsson, í kvöldfréttum Stöðvar 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×