Drullusokkur eða örviti Helga Vala Helgadóttir skrifar 31. október 2016 08:00 Ég játa. Ég er mikil keppnismanneskja og á köflum ansi skapheit. Ég hrópa „rugl dómari“ og „þetta var augljós villa“ þegar þannig er gállinn á mér og finnst nærstöddum oft nóg um hávaðann úr stúkunni. En eitt stilli ég mig þó um að gera. Ég segi aldrei að dómarinn eða leikmenn séu örvitar, drullusokkar eða skíthælar. Ég get verið ósammála dómaranum á meðan á keppni stendur en það veitir mér ekki nokkra heimild til að úthrópa hann eða leikmenn persónulega með níðyrðum. Þannig hef ég einnig kosið að hegða mér gagnvart stjórnmálamönnum. Ég get nefnilega verið ævintýralega mikil keppnismanneskja í pólitíkinni líka. Ég nánast hrópa á sjónvarpið þegar mér misbýður það sem mér finnst vera bull og vitleysa í máli stjórnmálamannsins, sprett fagnandi á fætur, líkt og gerðist þegar Áki norðanhetja birtist á skjánum á kosninganótt, sótbölva og hneykslast á því hvað fólki gengur til en tem mér það líka að níða ekki persónulega skóinn af fólki þó ég sé því ósammála. Ég hef valið að kalla stjórnmálamenn ekki drullusokka eða örvita, já því þetta er val. Við getum vel verið ósammála um strauma og stefnur í pólitíkinni, um áherslur og forgangsröðun, en það smættar alla umræðuna að viðhafa svona orðbragð á netinu og í daglegu tali. Hluti af lýðræðislegri þátttöku er nefnilega að geta skipst á skoðunum og ekki síður að miðla málum án þess „að fara í manninn“. Prófum að vanda okkur smá næstu daga. Við sofnum sáttari á kvöldin og vöknum glaðari að morgni.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Vala Helgadóttir Mest lesið Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun
Ég játa. Ég er mikil keppnismanneskja og á köflum ansi skapheit. Ég hrópa „rugl dómari“ og „þetta var augljós villa“ þegar þannig er gállinn á mér og finnst nærstöddum oft nóg um hávaðann úr stúkunni. En eitt stilli ég mig þó um að gera. Ég segi aldrei að dómarinn eða leikmenn séu örvitar, drullusokkar eða skíthælar. Ég get verið ósammála dómaranum á meðan á keppni stendur en það veitir mér ekki nokkra heimild til að úthrópa hann eða leikmenn persónulega með níðyrðum. Þannig hef ég einnig kosið að hegða mér gagnvart stjórnmálamönnum. Ég get nefnilega verið ævintýralega mikil keppnismanneskja í pólitíkinni líka. Ég nánast hrópa á sjónvarpið þegar mér misbýður það sem mér finnst vera bull og vitleysa í máli stjórnmálamannsins, sprett fagnandi á fætur, líkt og gerðist þegar Áki norðanhetja birtist á skjánum á kosninganótt, sótbölva og hneykslast á því hvað fólki gengur til en tem mér það líka að níða ekki persónulega skóinn af fólki þó ég sé því ósammála. Ég hef valið að kalla stjórnmálamenn ekki drullusokka eða örvita, já því þetta er val. Við getum vel verið ósammála um strauma og stefnur í pólitíkinni, um áherslur og forgangsröðun, en það smættar alla umræðuna að viðhafa svona orðbragð á netinu og í daglegu tali. Hluti af lýðræðislegri þátttöku er nefnilega að geta skipst á skoðunum og ekki síður að miðla málum án þess „að fara í manninn“. Prófum að vanda okkur smá næstu daga. Við sofnum sáttari á kvöldin og vöknum glaðari að morgni.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun