Tröllaþrenna Westbrook dugði ekki til | Myndbönd Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. nóvember 2016 07:30 Ibaka fagnar í nótt. Vísir/AP Meistarar Cleveland Cavaliers lentu í basli gegn Charlotte Hornets í NBA-deildinni í nótt en höfðu þó sigur, 100-93, eftir góðan fjórða leikhluta. Charlotte, sem vann sex af fyrstu sjö leikjum sínum á tímabilinu, var með forystu þegar lokaleikhlutinn hófst en James tók þá til sinna ráða. Hann endaði með ellefu stig og fimm stoðsendingar í fjórða leikhlutanum. Fram að því hafði James aðeins nýtt fjögur af fimmtán skotum sínum í leiknum en hann skoraði alls nítján stig í leiknum. Kyrie Irving var með nítján stig og Kevin Love sautján en hvorugur spilaði í fjórða leikhluta þar sem að Tyronn Lue, þjálfari Cleveland, hélt tryggð við þá leikmenn sem sáu um endurkomu meistaranna undir lokin.Orlando vann Oklahoma City, 119-117, þar sem Serge Ibaka skoraði sigurkörfu leiksins gegn sínum gömlu félögum þegar innan við sekúnda var eftir af leiknum. Ibaka sokraði 31 stig í leiknum og var með níu fráköst og fjögur varin skot þar að auki. Russell Westbrook náði ótrúlegri þrennu í leiknum - 41 stigi, sextán stoðsendingum og tólf fráköstum - en klikkaði á mikilvægu skoti undir lokin þegar staðan var jöfn. Þetta var þriðja þrenna Westbrook á tímabilinu og fertugasta alls á ferlinum.Golden State vann Phoenix, 133-120, þar sem Klay Thompson og Steph Curry skoruðu báðir 30 stig. Kevin Durant var svo skammt undan með 29 stig en hann var einnig með níu fráköst og fimm stoðsendingar.Minnesota vann LA Lakers, 125-99, þar sem Andrew Wiggins bætti persónulegt met með því að skora 47 stig - jafn mörg og allt byrjunarlið Lakers í leiknum. Þá hafði Portland betur gegn Denver, 112-105, en síðarnefnda liðið tapaði þar með sínum fjórða leik í röð.Úrslit næturinnar: Cleveland - Charlotte 100-93 Oklahoma City - Orlando 117-119 Minnesota - LA Lakers 125-99 Golden State - Phoenix 133-120 Portland - Denver 112-105 NBA Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Fleiri fréttir Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Njarðvík - Grindavík | Halda þær gulu fluginu áfram? Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Sjá meira
Meistarar Cleveland Cavaliers lentu í basli gegn Charlotte Hornets í NBA-deildinni í nótt en höfðu þó sigur, 100-93, eftir góðan fjórða leikhluta. Charlotte, sem vann sex af fyrstu sjö leikjum sínum á tímabilinu, var með forystu þegar lokaleikhlutinn hófst en James tók þá til sinna ráða. Hann endaði með ellefu stig og fimm stoðsendingar í fjórða leikhlutanum. Fram að því hafði James aðeins nýtt fjögur af fimmtán skotum sínum í leiknum en hann skoraði alls nítján stig í leiknum. Kyrie Irving var með nítján stig og Kevin Love sautján en hvorugur spilaði í fjórða leikhluta þar sem að Tyronn Lue, þjálfari Cleveland, hélt tryggð við þá leikmenn sem sáu um endurkomu meistaranna undir lokin.Orlando vann Oklahoma City, 119-117, þar sem Serge Ibaka skoraði sigurkörfu leiksins gegn sínum gömlu félögum þegar innan við sekúnda var eftir af leiknum. Ibaka sokraði 31 stig í leiknum og var með níu fráköst og fjögur varin skot þar að auki. Russell Westbrook náði ótrúlegri þrennu í leiknum - 41 stigi, sextán stoðsendingum og tólf fráköstum - en klikkaði á mikilvægu skoti undir lokin þegar staðan var jöfn. Þetta var þriðja þrenna Westbrook á tímabilinu og fertugasta alls á ferlinum.Golden State vann Phoenix, 133-120, þar sem Klay Thompson og Steph Curry skoruðu báðir 30 stig. Kevin Durant var svo skammt undan með 29 stig en hann var einnig með níu fráköst og fimm stoðsendingar.Minnesota vann LA Lakers, 125-99, þar sem Andrew Wiggins bætti persónulegt met með því að skora 47 stig - jafn mörg og allt byrjunarlið Lakers í leiknum. Þá hafði Portland betur gegn Denver, 112-105, en síðarnefnda liðið tapaði þar með sínum fjórða leik í röð.Úrslit næturinnar: Cleveland - Charlotte 100-93 Oklahoma City - Orlando 117-119 Minnesota - LA Lakers 125-99 Golden State - Phoenix 133-120 Portland - Denver 112-105
NBA Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Fleiri fréttir Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Njarðvík - Grindavík | Halda þær gulu fluginu áfram? Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Sjá meira