Stjórnlyndi Viðreisnar Guðmundur Edgarsson skrifar 14. október 2016 07:00 Viðreisn kynnti á dögunum þá hugmynd, að fyrirtækjum með 25 starfsmenn eða fleiri verði refsað, komi þau illa út úr jafnlaunavottun Staðlaráðs Íslands. Flokkurinn vill útrýma óútskýrðum launamun kynjanna og gera það opinbert, ef fyrirtæki greiða starfsmönnum sínum ólík laun vegna kynferðis, en ekki málefnalegra sjónarmiða. Þessi hugmynd Viðreisnar er vanhugsuð frá upphafi til enda.Staðlaráð ekki Stóri dómur Þannig er, að engin nefnd eða stofnun getur þróað slíkan mælikvarða að taki á öllum þeim þáttum, sem hafa áhrif á laun fólks. Tökum dæmi um tvo einstaklinga, Jón og Gunnu, sem vinna hjá sama fyrirtækinu. Bæði hafa sömu menntun og jafnlanga starfsreynslu auk þess sem þau fást við sams konar verkefni. Gerum jafnframt ráð fyrir, að afköst þeirra séu svipuð og gæði vinnu þeirra sambærileg. Hvað gæti þá skýrt, að Gunna hafi hærri laun en Jón? Ótal þættir og flestir huglægir og illmælanlegir. Kannski hefur verið boðið oftar í Gunnu en Jón. Hugsanlega á Gunna auðveldara með samskipti. Ef til vill er hún með betra tengslanet. Mögulega hefur Gunna betri áhrif á starfsandann. Vera kann, að hún sé viljugri til að vinna fram eftir. Kannski er hún hugmyndaríkari, jákvæðari, ákveðnari, frægari, vinsælli eða trygglyndari en Jón. Kannski eru meiri líkur á, að Gunna fari út í sjálfstætt og taki með sér kúnna. Svona mætti lengi telja og því ljóst að viðmið Staðlaráðs duga skammt.Allir tapa á afskiptaseminni Eins og ævinlega, þegar stjórnmálamenn ætla að hafa vit fyrir markaðnum, verða afleiðingarnar til skaða. Ef þrýst verður á fyrirtækið að hækka laun Jóns til jafns við laun Gunnu, gæti afleiðingin orðið sú, að Jóni yrði sagt upp fyrr en síðar. Einnig er hugsanlegt, að Gunnu yrði ekki lengur jafn ágengt í sínum launakröfum og áður þannig, að hún segði upp fyrr en ella. Góður ásetningur misviturra stjórnmálamanna gæti því breyst í tap fyrir alla aðila, Jón, Gunnu, fyrirtækið þeirra og samfélagið í heild. Svokallað allra tap eins og það heitir í hagfræðinni.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Viðreisn kynnti á dögunum þá hugmynd, að fyrirtækjum með 25 starfsmenn eða fleiri verði refsað, komi þau illa út úr jafnlaunavottun Staðlaráðs Íslands. Flokkurinn vill útrýma óútskýrðum launamun kynjanna og gera það opinbert, ef fyrirtæki greiða starfsmönnum sínum ólík laun vegna kynferðis, en ekki málefnalegra sjónarmiða. Þessi hugmynd Viðreisnar er vanhugsuð frá upphafi til enda.Staðlaráð ekki Stóri dómur Þannig er, að engin nefnd eða stofnun getur þróað slíkan mælikvarða að taki á öllum þeim þáttum, sem hafa áhrif á laun fólks. Tökum dæmi um tvo einstaklinga, Jón og Gunnu, sem vinna hjá sama fyrirtækinu. Bæði hafa sömu menntun og jafnlanga starfsreynslu auk þess sem þau fást við sams konar verkefni. Gerum jafnframt ráð fyrir, að afköst þeirra séu svipuð og gæði vinnu þeirra sambærileg. Hvað gæti þá skýrt, að Gunna hafi hærri laun en Jón? Ótal þættir og flestir huglægir og illmælanlegir. Kannski hefur verið boðið oftar í Gunnu en Jón. Hugsanlega á Gunna auðveldara með samskipti. Ef til vill er hún með betra tengslanet. Mögulega hefur Gunna betri áhrif á starfsandann. Vera kann, að hún sé viljugri til að vinna fram eftir. Kannski er hún hugmyndaríkari, jákvæðari, ákveðnari, frægari, vinsælli eða trygglyndari en Jón. Kannski eru meiri líkur á, að Gunna fari út í sjálfstætt og taki með sér kúnna. Svona mætti lengi telja og því ljóst að viðmið Staðlaráðs duga skammt.Allir tapa á afskiptaseminni Eins og ævinlega, þegar stjórnmálamenn ætla að hafa vit fyrir markaðnum, verða afleiðingarnar til skaða. Ef þrýst verður á fyrirtækið að hækka laun Jóns til jafns við laun Gunnu, gæti afleiðingin orðið sú, að Jóni yrði sagt upp fyrr en síðar. Einnig er hugsanlegt, að Gunnu yrði ekki lengur jafn ágengt í sínum launakröfum og áður þannig, að hún segði upp fyrr en ella. Góður ásetningur misviturra stjórnmálamanna gæti því breyst í tap fyrir alla aðila, Jón, Gunnu, fyrirtækið þeirra og samfélagið í heild. Svokallað allra tap eins og það heitir í hagfræðinni.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun