Stjórnlyndi Viðreisnar Guðmundur Edgarsson skrifar 14. október 2016 07:00 Viðreisn kynnti á dögunum þá hugmynd, að fyrirtækjum með 25 starfsmenn eða fleiri verði refsað, komi þau illa út úr jafnlaunavottun Staðlaráðs Íslands. Flokkurinn vill útrýma óútskýrðum launamun kynjanna og gera það opinbert, ef fyrirtæki greiða starfsmönnum sínum ólík laun vegna kynferðis, en ekki málefnalegra sjónarmiða. Þessi hugmynd Viðreisnar er vanhugsuð frá upphafi til enda.Staðlaráð ekki Stóri dómur Þannig er, að engin nefnd eða stofnun getur þróað slíkan mælikvarða að taki á öllum þeim þáttum, sem hafa áhrif á laun fólks. Tökum dæmi um tvo einstaklinga, Jón og Gunnu, sem vinna hjá sama fyrirtækinu. Bæði hafa sömu menntun og jafnlanga starfsreynslu auk þess sem þau fást við sams konar verkefni. Gerum jafnframt ráð fyrir, að afköst þeirra séu svipuð og gæði vinnu þeirra sambærileg. Hvað gæti þá skýrt, að Gunna hafi hærri laun en Jón? Ótal þættir og flestir huglægir og illmælanlegir. Kannski hefur verið boðið oftar í Gunnu en Jón. Hugsanlega á Gunna auðveldara með samskipti. Ef til vill er hún með betra tengslanet. Mögulega hefur Gunna betri áhrif á starfsandann. Vera kann, að hún sé viljugri til að vinna fram eftir. Kannski er hún hugmyndaríkari, jákvæðari, ákveðnari, frægari, vinsælli eða trygglyndari en Jón. Kannski eru meiri líkur á, að Gunna fari út í sjálfstætt og taki með sér kúnna. Svona mætti lengi telja og því ljóst að viðmið Staðlaráðs duga skammt.Allir tapa á afskiptaseminni Eins og ævinlega, þegar stjórnmálamenn ætla að hafa vit fyrir markaðnum, verða afleiðingarnar til skaða. Ef þrýst verður á fyrirtækið að hækka laun Jóns til jafns við laun Gunnu, gæti afleiðingin orðið sú, að Jóni yrði sagt upp fyrr en síðar. Einnig er hugsanlegt, að Gunnu yrði ekki lengur jafn ágengt í sínum launakröfum og áður þannig, að hún segði upp fyrr en ella. Góður ásetningur misviturra stjórnmálamanna gæti því breyst í tap fyrir alla aðila, Jón, Gunnu, fyrirtækið þeirra og samfélagið í heild. Svokallað allra tap eins og það heitir í hagfræðinni.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ert þú með þráhyggju? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Viðreisn kynnti á dögunum þá hugmynd, að fyrirtækjum með 25 starfsmenn eða fleiri verði refsað, komi þau illa út úr jafnlaunavottun Staðlaráðs Íslands. Flokkurinn vill útrýma óútskýrðum launamun kynjanna og gera það opinbert, ef fyrirtæki greiða starfsmönnum sínum ólík laun vegna kynferðis, en ekki málefnalegra sjónarmiða. Þessi hugmynd Viðreisnar er vanhugsuð frá upphafi til enda.Staðlaráð ekki Stóri dómur Þannig er, að engin nefnd eða stofnun getur þróað slíkan mælikvarða að taki á öllum þeim þáttum, sem hafa áhrif á laun fólks. Tökum dæmi um tvo einstaklinga, Jón og Gunnu, sem vinna hjá sama fyrirtækinu. Bæði hafa sömu menntun og jafnlanga starfsreynslu auk þess sem þau fást við sams konar verkefni. Gerum jafnframt ráð fyrir, að afköst þeirra séu svipuð og gæði vinnu þeirra sambærileg. Hvað gæti þá skýrt, að Gunna hafi hærri laun en Jón? Ótal þættir og flestir huglægir og illmælanlegir. Kannski hefur verið boðið oftar í Gunnu en Jón. Hugsanlega á Gunna auðveldara með samskipti. Ef til vill er hún með betra tengslanet. Mögulega hefur Gunna betri áhrif á starfsandann. Vera kann, að hún sé viljugri til að vinna fram eftir. Kannski er hún hugmyndaríkari, jákvæðari, ákveðnari, frægari, vinsælli eða trygglyndari en Jón. Kannski eru meiri líkur á, að Gunna fari út í sjálfstætt og taki með sér kúnna. Svona mætti lengi telja og því ljóst að viðmið Staðlaráðs duga skammt.Allir tapa á afskiptaseminni Eins og ævinlega, þegar stjórnmálamenn ætla að hafa vit fyrir markaðnum, verða afleiðingarnar til skaða. Ef þrýst verður á fyrirtækið að hækka laun Jóns til jafns við laun Gunnu, gæti afleiðingin orðið sú, að Jóni yrði sagt upp fyrr en síðar. Einnig er hugsanlegt, að Gunnu yrði ekki lengur jafn ágengt í sínum launakröfum og áður þannig, að hún segði upp fyrr en ella. Góður ásetningur misviturra stjórnmálamanna gæti því breyst í tap fyrir alla aðila, Jón, Gunnu, fyrirtækið þeirra og samfélagið í heild. Svokallað allra tap eins og það heitir í hagfræðinni.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar