Náttúrulaugar opna við Deildartunguhver í vetur Sæunn Gísladóttir skrifar 6. október 2016 07:00 Framkvæmdir við Kraumu eru á lokametrunum en náttúrulaugarnar verða í fyrsta lagi opnaðar í nóvember. vísir/vilhelm Stefnt er að opnun Kraumu-náttúrulauga við Deildartunguhver í vetur. Á svæðinu verða steyptir heitir pottar, tvö gufuböð og veitingastaður og munasala. „Ef allt gengur að óskum ættum við að geta opnað í nóvember,“ segir Dagur Andrésson. Dagur, ásamt eiginkonu sinni Báru Einarsdóttur, bróður sínum Sveini Andréssyni og eiginkonu hans Jónu Ester Kristjánsdóttur, stendur að baki félaginu Deildartungu ehf. sem vinnur að uppbyggingunni. Bræðurnir eru fæddir og uppaldir í Deildartungu og hluti af landi þeirra fer undir framkvæmdirnar. Deildartunguhver er vatnsmesti hver í Evrópu, austan við hverahólinn og suður fyrir hann liggur sprunga sem úr streyma um 180 lítrar af 100°C heitu vatni á hverri sekúndu. Dagur áætlar að yfir tvö hundruð þúsund manns heimsæki svæðið á ári hverju.Gestir munu baða sig í vatni beint úr hvernum blönduðu með köldu vatni úr Rauðsgili.vísir/vilhelmKrauma-náttúrulaugar verða með steypta potta sem ekki innihalda sjálfhreinsandi efni eins og klór. Gestir munu baða sig í vatni beint úr hvernum, sem blandað verður með köldu vatni úr Rauðsgili. „Þarna verður einnig hvíldarherbergi og tvær gufur á þessu laugarsvæði sem verður skjólsælt, inni verður svo fínn veitingastaður, bar og munasala, þar sem áherslan verður lögð á lúxusvörur,“ segir Dagur. Byggingarnar á svæðinu verða rúmir 550 fermetrar. Skiptiaðstaða verður fyrir 140 manns í aðalbyggingu svæðisins, hámarksfjöldinn verður því 140 manns í laugunum að sögn Dags. „Við viljum frekar hafa lægri hámarksfjölda til að fólk njóti þess betur, ef það verður yfirfullt þá lækkum við bara hámarksfjöldann, við leggjum meiri áherslu á að fólk njóti aðstöðunnar.“ Lögð verður áhersla á gott aðgengi frá Deildartunguhver og upphitaður gangstígur mun liggja þaðan að Kraumu. Fyrsta skóflustungan var tekin þann 26. apríl í fyrra og hófust framkvæmdir tveimur dögum síðar. Nú er allt á lokametrunum. „Það er búið að helluleggja allt nema laugarsvæðið, það er verið að flísaleggja inni og setja upp innréttingar, þannig að ef allt gengur að óskum ættum við að geta opnað í nóvember,“ segir Dagur. Dagur gerir ráð fyrir ellefu til tólf ársverkum í upphafi, en svo mun starfsmönnum vonandi fjölga.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stefna að því að opna deiliþjónustu bílferða fljótlega Atvinnulíf Dómstóll ógilti tollahækkanir Trump Viðskipti erlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Viðskipti innlent ESB skammar Shein: Falskir afslættir og villandi upplýsingar Neytendur Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Hringrásin: „Ég er með blæti fyrir gömlu timbri“ Atvinnulíf Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Fleiri fréttir Shein ginni neytendur til skyndikaupa Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Sjá meira
Stefnt er að opnun Kraumu-náttúrulauga við Deildartunguhver í vetur. Á svæðinu verða steyptir heitir pottar, tvö gufuböð og veitingastaður og munasala. „Ef allt gengur að óskum ættum við að geta opnað í nóvember,“ segir Dagur Andrésson. Dagur, ásamt eiginkonu sinni Báru Einarsdóttur, bróður sínum Sveini Andréssyni og eiginkonu hans Jónu Ester Kristjánsdóttur, stendur að baki félaginu Deildartungu ehf. sem vinnur að uppbyggingunni. Bræðurnir eru fæddir og uppaldir í Deildartungu og hluti af landi þeirra fer undir framkvæmdirnar. Deildartunguhver er vatnsmesti hver í Evrópu, austan við hverahólinn og suður fyrir hann liggur sprunga sem úr streyma um 180 lítrar af 100°C heitu vatni á hverri sekúndu. Dagur áætlar að yfir tvö hundruð þúsund manns heimsæki svæðið á ári hverju.Gestir munu baða sig í vatni beint úr hvernum blönduðu með köldu vatni úr Rauðsgili.vísir/vilhelmKrauma-náttúrulaugar verða með steypta potta sem ekki innihalda sjálfhreinsandi efni eins og klór. Gestir munu baða sig í vatni beint úr hvernum, sem blandað verður með köldu vatni úr Rauðsgili. „Þarna verður einnig hvíldarherbergi og tvær gufur á þessu laugarsvæði sem verður skjólsælt, inni verður svo fínn veitingastaður, bar og munasala, þar sem áherslan verður lögð á lúxusvörur,“ segir Dagur. Byggingarnar á svæðinu verða rúmir 550 fermetrar. Skiptiaðstaða verður fyrir 140 manns í aðalbyggingu svæðisins, hámarksfjöldinn verður því 140 manns í laugunum að sögn Dags. „Við viljum frekar hafa lægri hámarksfjölda til að fólk njóti þess betur, ef það verður yfirfullt þá lækkum við bara hámarksfjöldann, við leggjum meiri áherslu á að fólk njóti aðstöðunnar.“ Lögð verður áhersla á gott aðgengi frá Deildartunguhver og upphitaður gangstígur mun liggja þaðan að Kraumu. Fyrsta skóflustungan var tekin þann 26. apríl í fyrra og hófust framkvæmdir tveimur dögum síðar. Nú er allt á lokametrunum. „Það er búið að helluleggja allt nema laugarsvæðið, það er verið að flísaleggja inni og setja upp innréttingar, þannig að ef allt gengur að óskum ættum við að geta opnað í nóvember,“ segir Dagur. Dagur gerir ráð fyrir ellefu til tólf ársverkum í upphafi, en svo mun starfsmönnum vonandi fjölga.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stefna að því að opna deiliþjónustu bílferða fljótlega Atvinnulíf Dómstóll ógilti tollahækkanir Trump Viðskipti erlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Viðskipti innlent ESB skammar Shein: Falskir afslættir og villandi upplýsingar Neytendur Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Hringrásin: „Ég er með blæti fyrir gömlu timbri“ Atvinnulíf Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Fleiri fréttir Shein ginni neytendur til skyndikaupa Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Sjá meira