Dagur Kár: Hentaði mér mun betur að fara í Grindavík núna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. október 2016 14:11 Dagur Kár Jónsson. Vísir/Valli Dagur Kár Jónsson skrifaði í dag undir samning við Grindavík í Domino´s deild karla í körfubolta og þessi uppaldi Stjörnumaður mun því æfa og spila í Röstinni í Grindavík í vetur. Flestir hefðu búist við því að Dagur Kár færi í Stjörnuna en af hverju Grindavík? „Núna í ár hentað það mér mun betur að fara í Grindavík. Ég passa betur þar,“ sagði Dagur Kár Jónsson. „Það voru nokkur lið sem komu til grein og nokkur lið sem höfðu samband. Ég fann fyrir áhuga hjá mörgum en Grindavík heillaði langmest,“ sagði Dagur Kár. Hann kom til landsins í morgun og gekk frá samningi sínum eftir hádegið. „Það er nokkuð ljóst að þeir þurfa hjálp. Ég vona að vinnusemin mín geti hjálpað þeim í vetur,“ sagði Dagur Kár. Dagur Kár var að hefja sitt annan vetur í St. Francis háskólanum en kemur nú heim rétt fyrir tímabilið úti. „Það eru margir hluti sem koma að því. Mér fannst ég eiga fínt tímabil í fyrra hjá St. Francis og var að vonast eftir stærra hlutverki í ár. Eftir að hafa verið úti í tvo mánuði og verið að spjalla við þjálfarann þá var mér frekar ljóst að hlutverkið yrði ekki jafnstórt og ég hafði vonast eftir,“ sagði Dagur Kár. „Í bland við það koma inn húsnæðismál sem voru ekki mér að skapi,“ sagði Dagur Kár en hann verður í fjarnámi í vetur og á því möguleika á að fara aftur úr og spila tvö síðustu árin sín í háskólaboltanum. „Ég klára hluta af önninni í fjarnámi sem verður til þess að ég verð áfram löglegur ef ég skildi ákveða það einhvern tímann seinna að fara út aftur,“ sagði Dagur Kár. Dagur Kár lærði mikið á tímabilinu með St. Francis háskólanum en Dagur Kár var þar með 4,6 stig og 1,3 stoðsendingar að meðaltali á 18,2 mínútum í leik. „Þetta var frábær lífsreynsla og ég get tekið heilan helling úr út þessu og þá sérstaklega varnarlega. Ég var í skóla þar sem mikil áhersla var lögð á vörn og mér finnst ég hafa bætt mig þvílíkt sem varnarmaður,“ sagði Dagur Kár. Hann mun nú spila með hinum öfluga Lewis Clinch í bakvarðarsveit Grindavíkurliðsins. „Lewis er frábær leikmaður og allir sem ég er búinn að tala við í stjórninni og í leikmannahóp Grindavíkur tala ótrúlega vel um hann. Þeir segja að hann sé algjör fagmaður og ég hlakka mikið til að vinna með honum og öllum hinum í Grindavíkurliðinu,“ sagði Dagur Kár. Síðasta tímabilið Dags með Stjörnunni var 2014-15 þar sem Dagur Kár var með 17,6 stig og 3,6 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hann hefur því fyrir löngu sannað sig í úrvalsdeildinni hér heima. Jón Kr. Gíslason, faðir Dags, lék í eitt tímabil með Grindavíkurliðinu undir lok ferils síns og var þá með 7,8 stig og 8,6 stoðsendingar að meðaltali í leik. „Þeir voru eitthvað að tala um það að það séu tuttugu ár, nánast upp á dag, síðan að hann skrifaði undir hjá Grindavík. Það er skemmtileg tilviljun,“ sagði Dagur Kár en verður hann jafnöflugur og pabbi sinn? „Það er eitt sem ég get lofað er að ég mun leggja mig hundrað prósent fram í öllu sem ég tek mér fyrir hendur. Við sjáum síðan bara til hverju það skilar,“ sagði Dagur Kár. Það verður stutt í fyrsta leikinn á móti hans gömlu félögum úr Garðbænum því Grindavík og Stjarnan mætast í 32 liða úrslitum Maltbikarsins um þar næstu helgi. „Það verður skrýtið að mæta Stjörnunni þar sem að áður en ég fór í St. Francis þá var ég búinn að vera í Stjörnunni síðan ég var fimm ára. Við erum að spila á móti þeim í bikarnum og þetta verður skemmtilegt,“ sagði Dagur Kár. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Dagur Kár á heimleið: „Hann finnur sér góðan stað til að spila á“ Bakvörðurinn kemur heim eftir eins árs dvöl í háskóla í Bandaríkjunum og aftur í Domino's-deildina. 26. október 2016 21:57 Dagur Kár kominn til Grindavíkur Dagur Kár Jónsson er á leið í Domino's-deild karla eftir eins árs dvöl í St. Francis í New York. 28. október 2016 13:30 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Sjá meira
Dagur Kár Jónsson skrifaði í dag undir samning við Grindavík í Domino´s deild karla í körfubolta og þessi uppaldi Stjörnumaður mun því æfa og spila í Röstinni í Grindavík í vetur. Flestir hefðu búist við því að Dagur Kár færi í Stjörnuna en af hverju Grindavík? „Núna í ár hentað það mér mun betur að fara í Grindavík. Ég passa betur þar,“ sagði Dagur Kár Jónsson. „Það voru nokkur lið sem komu til grein og nokkur lið sem höfðu samband. Ég fann fyrir áhuga hjá mörgum en Grindavík heillaði langmest,“ sagði Dagur Kár. Hann kom til landsins í morgun og gekk frá samningi sínum eftir hádegið. „Það er nokkuð ljóst að þeir þurfa hjálp. Ég vona að vinnusemin mín geti hjálpað þeim í vetur,“ sagði Dagur Kár. Dagur Kár var að hefja sitt annan vetur í St. Francis háskólanum en kemur nú heim rétt fyrir tímabilið úti. „Það eru margir hluti sem koma að því. Mér fannst ég eiga fínt tímabil í fyrra hjá St. Francis og var að vonast eftir stærra hlutverki í ár. Eftir að hafa verið úti í tvo mánuði og verið að spjalla við þjálfarann þá var mér frekar ljóst að hlutverkið yrði ekki jafnstórt og ég hafði vonast eftir,“ sagði Dagur Kár. „Í bland við það koma inn húsnæðismál sem voru ekki mér að skapi,“ sagði Dagur Kár en hann verður í fjarnámi í vetur og á því möguleika á að fara aftur úr og spila tvö síðustu árin sín í háskólaboltanum. „Ég klára hluta af önninni í fjarnámi sem verður til þess að ég verð áfram löglegur ef ég skildi ákveða það einhvern tímann seinna að fara út aftur,“ sagði Dagur Kár. Dagur Kár lærði mikið á tímabilinu með St. Francis háskólanum en Dagur Kár var þar með 4,6 stig og 1,3 stoðsendingar að meðaltali á 18,2 mínútum í leik. „Þetta var frábær lífsreynsla og ég get tekið heilan helling úr út þessu og þá sérstaklega varnarlega. Ég var í skóla þar sem mikil áhersla var lögð á vörn og mér finnst ég hafa bætt mig þvílíkt sem varnarmaður,“ sagði Dagur Kár. Hann mun nú spila með hinum öfluga Lewis Clinch í bakvarðarsveit Grindavíkurliðsins. „Lewis er frábær leikmaður og allir sem ég er búinn að tala við í stjórninni og í leikmannahóp Grindavíkur tala ótrúlega vel um hann. Þeir segja að hann sé algjör fagmaður og ég hlakka mikið til að vinna með honum og öllum hinum í Grindavíkurliðinu,“ sagði Dagur Kár. Síðasta tímabilið Dags með Stjörnunni var 2014-15 þar sem Dagur Kár var með 17,6 stig og 3,6 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hann hefur því fyrir löngu sannað sig í úrvalsdeildinni hér heima. Jón Kr. Gíslason, faðir Dags, lék í eitt tímabil með Grindavíkurliðinu undir lok ferils síns og var þá með 7,8 stig og 8,6 stoðsendingar að meðaltali í leik. „Þeir voru eitthvað að tala um það að það séu tuttugu ár, nánast upp á dag, síðan að hann skrifaði undir hjá Grindavík. Það er skemmtileg tilviljun,“ sagði Dagur Kár en verður hann jafnöflugur og pabbi sinn? „Það er eitt sem ég get lofað er að ég mun leggja mig hundrað prósent fram í öllu sem ég tek mér fyrir hendur. Við sjáum síðan bara til hverju það skilar,“ sagði Dagur Kár. Það verður stutt í fyrsta leikinn á móti hans gömlu félögum úr Garðbænum því Grindavík og Stjarnan mætast í 32 liða úrslitum Maltbikarsins um þar næstu helgi. „Það verður skrýtið að mæta Stjörnunni þar sem að áður en ég fór í St. Francis þá var ég búinn að vera í Stjörnunni síðan ég var fimm ára. Við erum að spila á móti þeim í bikarnum og þetta verður skemmtilegt,“ sagði Dagur Kár.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Dagur Kár á heimleið: „Hann finnur sér góðan stað til að spila á“ Bakvörðurinn kemur heim eftir eins árs dvöl í háskóla í Bandaríkjunum og aftur í Domino's-deildina. 26. október 2016 21:57 Dagur Kár kominn til Grindavíkur Dagur Kár Jónsson er á leið í Domino's-deild karla eftir eins árs dvöl í St. Francis í New York. 28. október 2016 13:30 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Sjá meira
Dagur Kár á heimleið: „Hann finnur sér góðan stað til að spila á“ Bakvörðurinn kemur heim eftir eins árs dvöl í háskóla í Bandaríkjunum og aftur í Domino's-deildina. 26. október 2016 21:57
Dagur Kár kominn til Grindavíkur Dagur Kár Jónsson er á leið í Domino's-deild karla eftir eins árs dvöl í St. Francis í New York. 28. október 2016 13:30
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum