Bankarnir fagna lækkun stýrivaxta Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 24. ágúst 2016 13:18 Hrafn Steinarsson og Ingólfur Bender Vísir Sérfræðingar hjá Arion banka og Íslansbanka telja að lækkun stýrivaxta Seðlabankans sé jákvæð þróun. Lækkunin getur haft margvísleg áhrif, meðal annars á viðskipti við útlönd og vexti íbúðalána. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands tilkynnti í morgun ákvörðun sína um að lækka stýrivexti bankans um hálft prósentustig. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 5,25%. Horfur eru á að hagvöxtur verði meiri í ár en áður var spáð í maí, og gert er ráð fyrir áframhaldandi örum vexti á næsta ári. Stýrivextir Seðlabankans hafa margvísleg áhrif á hagkerfið í heild. Ein af þeim leiðum sem vextirnir snúa að fjárhagslegum hag almennings er að hafa áhrif á markaðsvexti. Stýrivextir eru þeir vextir sem Seðlabankinn leggur á útlán til banka og lánastofnana. Lækkun stýrivaxta veitir svo bönkum og lánastofnunum aukið svigrúm til að lækka lán gagnvart sínum viðskiptavinum. Meginmarkmið Seðlabanka Íslands er að halda verðlagi stöðugu og sem næst verðbólgumarkmiði, sem er 2,5%. Í júlí mældist verðbólga 1,1% og hefur hún ekki mælst minni frá ársbyrjun 2015.Möguleg áhrif á íbúðalánavexti Lækkun stýrivaxta getur haft áhrif á lánavexti, en svo þarf ekki að vera. „Þetta mun einungis hafa áhrif á lán ef þetta verður varanleg lækkun á vaxtastigi,“ segir Hrafn Steinarsson, hagfræðingur í greiningu Arion Banka, í samtali við Vísi. „Kjör á íbúðalánum ráðast til lengri tíma litið af vaxtarófinu á skuldabréfamarkaði. Þetta getur því haft áhrif á lánakjör til lengri tíma litið.“ „Við sjáum það glögglega í dag að tiltölulega mikil hreyfing hefur verið á bæði verðtryggðum og óverðtryggðum vöxtum til skemmri og lengri tíma. Þetta myndar að vissu leyti ákveðinn grunn fyrir þá vexti sem almenningur er að taka íbúðarlán á þannig að við sjáum strax einhver áhrif þar,“ segir Ingólfur Bender, forstöðumaður greiningar Íslandsbanka, í samtali við Vísi. „Síðan hefur þetta líka áhrif á eignaverð, eða húsnæðisverð. Verð eigna verður fyrir áhrifum af þróun stýrivaxta. Nú þegar við sjáum að þetta komi til með að lækka, þá er það líklegt til að auka eftirspurn eftir þessum eignum og hækka þær í verði.“Aukin trú á stöðugleika Stýrivextir hafa einnig áhrif á vaxtamun gagnvart útlöndum og á gengi krónunnar. „Við sjáum kannski engin umtalsverð áhrif af þvi núna innan þessara hafta en þau verða miklu sýnilegri þegar við förum út í að aflétta þessum höftum meira eins og fyrirhugað er núna í einhverjum skrefum,“ segir Ingólfur. Bæði Ingólfur og Hrafn telja lækkun stýrivaxta af hinu góða. „Markmiðið er að halda verðbólgu sem næst verðbólgumarkmiðinu. Það sem er jákvætt er að markaðurinn virðist vera að trúa því í auknum mæli að þeim takist það,“ segir Ingólfur. „Það er að vissu leyti nýmæli hér á landi. Eftir allar efnahagssveiflur hér á landi í fortíð var náttúrulega afskaplega lítil trú á því að verðbólga myndi haldast stöðug í lengri tíma, og nálægt verðbólgumarkmiðinu. Nú virðist vera kominn aðeins betri grundvöllur fyrir það og það er til hagsbóta, ekki bara fyrir heimilin heldur fyrirtæki og alla í landinu.“Íslandsbanki sendi út stutt myndband til útskýringar eftir blaðamannafund Seðlabankans í morgun og má sjá myndbandið hér fyrir neðan. Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Sjá meira
Sérfræðingar hjá Arion banka og Íslansbanka telja að lækkun stýrivaxta Seðlabankans sé jákvæð þróun. Lækkunin getur haft margvísleg áhrif, meðal annars á viðskipti við útlönd og vexti íbúðalána. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands tilkynnti í morgun ákvörðun sína um að lækka stýrivexti bankans um hálft prósentustig. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 5,25%. Horfur eru á að hagvöxtur verði meiri í ár en áður var spáð í maí, og gert er ráð fyrir áframhaldandi örum vexti á næsta ári. Stýrivextir Seðlabankans hafa margvísleg áhrif á hagkerfið í heild. Ein af þeim leiðum sem vextirnir snúa að fjárhagslegum hag almennings er að hafa áhrif á markaðsvexti. Stýrivextir eru þeir vextir sem Seðlabankinn leggur á útlán til banka og lánastofnana. Lækkun stýrivaxta veitir svo bönkum og lánastofnunum aukið svigrúm til að lækka lán gagnvart sínum viðskiptavinum. Meginmarkmið Seðlabanka Íslands er að halda verðlagi stöðugu og sem næst verðbólgumarkmiði, sem er 2,5%. Í júlí mældist verðbólga 1,1% og hefur hún ekki mælst minni frá ársbyrjun 2015.Möguleg áhrif á íbúðalánavexti Lækkun stýrivaxta getur haft áhrif á lánavexti, en svo þarf ekki að vera. „Þetta mun einungis hafa áhrif á lán ef þetta verður varanleg lækkun á vaxtastigi,“ segir Hrafn Steinarsson, hagfræðingur í greiningu Arion Banka, í samtali við Vísi. „Kjör á íbúðalánum ráðast til lengri tíma litið af vaxtarófinu á skuldabréfamarkaði. Þetta getur því haft áhrif á lánakjör til lengri tíma litið.“ „Við sjáum það glögglega í dag að tiltölulega mikil hreyfing hefur verið á bæði verðtryggðum og óverðtryggðum vöxtum til skemmri og lengri tíma. Þetta myndar að vissu leyti ákveðinn grunn fyrir þá vexti sem almenningur er að taka íbúðarlán á þannig að við sjáum strax einhver áhrif þar,“ segir Ingólfur Bender, forstöðumaður greiningar Íslandsbanka, í samtali við Vísi. „Síðan hefur þetta líka áhrif á eignaverð, eða húsnæðisverð. Verð eigna verður fyrir áhrifum af þróun stýrivaxta. Nú þegar við sjáum að þetta komi til með að lækka, þá er það líklegt til að auka eftirspurn eftir þessum eignum og hækka þær í verði.“Aukin trú á stöðugleika Stýrivextir hafa einnig áhrif á vaxtamun gagnvart útlöndum og á gengi krónunnar. „Við sjáum kannski engin umtalsverð áhrif af þvi núna innan þessara hafta en þau verða miklu sýnilegri þegar við förum út í að aflétta þessum höftum meira eins og fyrirhugað er núna í einhverjum skrefum,“ segir Ingólfur. Bæði Ingólfur og Hrafn telja lækkun stýrivaxta af hinu góða. „Markmiðið er að halda verðbólgu sem næst verðbólgumarkmiðinu. Það sem er jákvætt er að markaðurinn virðist vera að trúa því í auknum mæli að þeim takist það,“ segir Ingólfur. „Það er að vissu leyti nýmæli hér á landi. Eftir allar efnahagssveiflur hér á landi í fortíð var náttúrulega afskaplega lítil trú á því að verðbólga myndi haldast stöðug í lengri tíma, og nálægt verðbólgumarkmiðinu. Nú virðist vera kominn aðeins betri grundvöllur fyrir það og það er til hagsbóta, ekki bara fyrir heimilin heldur fyrirtæki og alla í landinu.“Íslandsbanki sendi út stutt myndband til útskýringar eftir blaðamannafund Seðlabankans í morgun og má sjá myndbandið hér fyrir neðan.
Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Sjá meira