Sögufrægt sláturhús í niðurníðslu verður lúxushótel Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 11. september 2016 18:41 Til stendur að byggja lúxushótel á bökkum Hvítár í Laugarási á næstu árum. Á landinu er nú gamalt sláturhús í mikilli niðurníðslu, en húsið var meðal annars notað til umfangsmikillar kannabisræktunar fyrir nokkrum árum. Í húsinu var starfrækt sláturhús á árunum 1964- 1988. Þar vann og bjó fjöldi fólks á þeim tíma. „Það var líf og fjör. Maður hefur heyrt allskonar sögur af slátraraböllum og gleðskap, án þess að ég ætli að fara eitthvað nánar út í það. Það var mikil rómantík og mikið líf. Fólk náttúrlega hittist hérna, starfaði og borðaði saman, svo það var mikið líf,“ segir Helgi Kjartansson oddviti Bláskógabyggðar. Eftir að sláturhúsið lokaði stóð húsið autt í um tíu ár. Þá keyptu það hjón og hófu þar rekstur gistiheimilis. Húsið er í niðurníslu sem stendur.Vísir/SKjáskotFyrrum kannabisverksmiðjaGistiheimilisreksturinn gekk þó ekki betur en svo að eftir nokkurra ára starfsemi gerði lögregla húsleit í gamla sláturhúsinu. Þar með komst upp um umfangsmikla kannabisræktun eigandans. Hann var ákærður og dæmdur fyrir að hafa á tímabilinu ágúst 2005 til desember sama ár ræktað þar 163 kannabisplöntur og stolið rafmagni til ræktunarinnar. Eftir að upp komst um ræktunina fór að halla undan fæti í gistiheimilisrekstrinum. Byggðastofnun eignaðist landið en undanfarin ár hefur húsið verið í algjörri niðurníðslu. Það er raunar engu líkara en að eigandinn hafi skroppið af bæ og aldrei komið aftur. „Þetta hús er bara ónýtt núna og ekkert hægt að púkka upp á það eins og maður segir,“ segir Helgi um ástand hússins. En það stendur til bóta. Nú hafa fjárfestar keypt landið og til stendur að á svæðinu rísi lúxushótel. Uppbyggingin var samþykkt í aðalskipulagi nýlega og deiliskipulag er langt á veg komið. „Þetta hús verður bara rifið og hótelið verður hér. Það er auðvitað glæsilegt útsýni hér yfir sveitirnar hér í kring, það er Vörðufell, Ingólfsfjall, Búrfell og Mosfell, og Hvítáin rennur hérna fram hjá. Þetta myndi efla og styrkja samfélagið hérna hjá okkur, það er ekki spurning. Og fjölga í sveitarfélaginu. Þetta verður innspýting inn í samfélagið hér í Laugarási og bara allri sveitinni.“Endurnýjun lífdagaHelgi gerir ráð fyrir að framkvæmdir við uppbyggingu hótelsins verði komnar á fullt árið 2018. „Hér náttúrlega var mikið líf, þó það hafi kannski verið stutt hjá fénu sem hérna kom í slátrun. En hérna verður líf og aftur starfsemi og eitthvað um að vera. Það er það sem við viljum.“ Það bendir því allt til þess að svæðið sem eitt sinn iðaði af lífi, fór svo í eyði, varð gistiheimili og síðar kannabisverksmiðja, gangi á næstu árum í endurnýjun lífdaga. Mest lesið Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Til stendur að byggja lúxushótel á bökkum Hvítár í Laugarási á næstu árum. Á landinu er nú gamalt sláturhús í mikilli niðurníðslu, en húsið var meðal annars notað til umfangsmikillar kannabisræktunar fyrir nokkrum árum. Í húsinu var starfrækt sláturhús á árunum 1964- 1988. Þar vann og bjó fjöldi fólks á þeim tíma. „Það var líf og fjör. Maður hefur heyrt allskonar sögur af slátraraböllum og gleðskap, án þess að ég ætli að fara eitthvað nánar út í það. Það var mikil rómantík og mikið líf. Fólk náttúrlega hittist hérna, starfaði og borðaði saman, svo það var mikið líf,“ segir Helgi Kjartansson oddviti Bláskógabyggðar. Eftir að sláturhúsið lokaði stóð húsið autt í um tíu ár. Þá keyptu það hjón og hófu þar rekstur gistiheimilis. Húsið er í niðurníslu sem stendur.Vísir/SKjáskotFyrrum kannabisverksmiðjaGistiheimilisreksturinn gekk þó ekki betur en svo að eftir nokkurra ára starfsemi gerði lögregla húsleit í gamla sláturhúsinu. Þar með komst upp um umfangsmikla kannabisræktun eigandans. Hann var ákærður og dæmdur fyrir að hafa á tímabilinu ágúst 2005 til desember sama ár ræktað þar 163 kannabisplöntur og stolið rafmagni til ræktunarinnar. Eftir að upp komst um ræktunina fór að halla undan fæti í gistiheimilisrekstrinum. Byggðastofnun eignaðist landið en undanfarin ár hefur húsið verið í algjörri niðurníðslu. Það er raunar engu líkara en að eigandinn hafi skroppið af bæ og aldrei komið aftur. „Þetta hús er bara ónýtt núna og ekkert hægt að púkka upp á það eins og maður segir,“ segir Helgi um ástand hússins. En það stendur til bóta. Nú hafa fjárfestar keypt landið og til stendur að á svæðinu rísi lúxushótel. Uppbyggingin var samþykkt í aðalskipulagi nýlega og deiliskipulag er langt á veg komið. „Þetta hús verður bara rifið og hótelið verður hér. Það er auðvitað glæsilegt útsýni hér yfir sveitirnar hér í kring, það er Vörðufell, Ingólfsfjall, Búrfell og Mosfell, og Hvítáin rennur hérna fram hjá. Þetta myndi efla og styrkja samfélagið hérna hjá okkur, það er ekki spurning. Og fjölga í sveitarfélaginu. Þetta verður innspýting inn í samfélagið hér í Laugarási og bara allri sveitinni.“Endurnýjun lífdagaHelgi gerir ráð fyrir að framkvæmdir við uppbyggingu hótelsins verði komnar á fullt árið 2018. „Hér náttúrlega var mikið líf, þó það hafi kannski verið stutt hjá fénu sem hérna kom í slátrun. En hérna verður líf og aftur starfsemi og eitthvað um að vera. Það er það sem við viljum.“ Það bendir því allt til þess að svæðið sem eitt sinn iðaði af lífi, fór svo í eyði, varð gistiheimili og síðar kannabisverksmiðja, gangi á næstu árum í endurnýjun lífdaga.
Mest lesið Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira