Prófessor í hagfræði segir álit matsfyrirtækjanna skipta enn máli Jón Hákon Halldórsson skrifar 3. september 2016 07:00 Lánshæfiseinkunnin fór upp um tvö þrep en fjármálaráðuneytið segir svo mikla hækkun sjaldgæfa. Vísir/Anton Brink Efnahagsmál Matsfyrirtækið Moody's hækkaði í fyrradag lánshæfiseinkunn íslenska ríkisins um tvö þrep, í A3 úr Baa2. Horfur eru stöðugar. Í umsögn sinni segir Moody's að hækkun um tvö þrep endurspegli hraða og umfang bata þjóðarbúskaparins eftir bankakreppuna 2008. Samfelldur hagvöxtur og aðhald í ríkisfjármálum hafi leitt til verulegrar lækkunar á skuldum ríkissjóðs síðast liðið ár. Moody's býst við að sú þróun haldi áfram. Þetta nýja lánshæfismat leiðir væntanlega til þess að opinber fyrirtæki eins og Landsvirkjun og Orkuveitan munu eiga auðveldara með að fjármagna sig, en einnig munu einkafyrirtæki eiga auðveldara með fjármögnun.Friðrik Már Baldursson prófessor í hagfræði Háskólinn í Reykjavík Vendipunktar„Þetta þýðir einfaldari fjármögnun fyrir þessa aðila og þetta þýðir hugsanlega betri kjör,“ segir Friðrik Már Baldursson, prófessor í hagfræði við Háskólann í Reykjavík. Hann bendir þó á að markaðurinn hafi að einhverju leyti brugðist við betri stöðu Íslands. Lægra skuldatryggingaálag sýni þetta. Stærstu lánshæfismatsfyrirtækin, auk Moody's, eru Standard & Poor's og Fitch. Friðrik Már segir að þótt Moody's hafi alltaf verið einna jákvæðast gagnvart Íslandi sé líklegt að hinir aðilarnir fylgi á eftir. Hann segir líka að þótt lánshæfismatsfyrirtækin hafi beðið hnekki í bankakreppunni 2008, þá hafi álit þeirra enn áhrif á markaðinn. „Þau voru harðlega gagnrýnd og það réttilega. Þeirra tekjur byggðust að verulegu leyti á því að gefa flóknum fjármálagjörningum, eins og skuldabréfavafningum, einkunnir og þeir gáfu þeim einkunnir sem reyndust síðan allt of góðar. Þau gáfu líka íslensku bönkunum allt of góðar einkunnir,“ segir Friðrik. Þrátt fyrir það sé sé staðan enn þannig að þegar Ísland fer í A-flokk þýðir það að fjárfestum sem geta fjárfest í íslenskum skuldabréfum fjölgar. „Það er ennþá byggt inn í kerfið að þeirra álit eru mikilvæg.“ Friðrik Már bendir á að þó að nýtt lánshæfismat sé til marks um þá umbreytingu sem hafi orðið í íslensku efnahagslífi á síðustu árum sé rétt að hvetja til varfærni. „Það þarf að minna á að maður skyldi samt fara varlega og ekki spenna bogann of hátt,“ segir hann. Tengdar fréttir Moody´s hækkar lánshæfiseinkunn ríkissjóðs Íslands í A-flokk Fór upp um tvö þrep en fjármálaráðuneytið segir svo mikla hækkun sjaldgæfa. 1. september 2016 21:09 Áætlun um afnám hafta úrslitavaldurinn í hærra lánshæfi Ásgeir Jónsson segir að hægt sé að setja samasem merki á milli hærra lánshæfis og góðæris. 2. september 2016 11:17 Hlutabréf rjúka upp í Kauphöllinni Lánshæfismat ríkisins var hækkað í gær. 2. september 2016 10:06 Mest lesið Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Sjá meira
Efnahagsmál Matsfyrirtækið Moody's hækkaði í fyrradag lánshæfiseinkunn íslenska ríkisins um tvö þrep, í A3 úr Baa2. Horfur eru stöðugar. Í umsögn sinni segir Moody's að hækkun um tvö þrep endurspegli hraða og umfang bata þjóðarbúskaparins eftir bankakreppuna 2008. Samfelldur hagvöxtur og aðhald í ríkisfjármálum hafi leitt til verulegrar lækkunar á skuldum ríkissjóðs síðast liðið ár. Moody's býst við að sú þróun haldi áfram. Þetta nýja lánshæfismat leiðir væntanlega til þess að opinber fyrirtæki eins og Landsvirkjun og Orkuveitan munu eiga auðveldara með að fjármagna sig, en einnig munu einkafyrirtæki eiga auðveldara með fjármögnun.Friðrik Már Baldursson prófessor í hagfræði Háskólinn í Reykjavík Vendipunktar„Þetta þýðir einfaldari fjármögnun fyrir þessa aðila og þetta þýðir hugsanlega betri kjör,“ segir Friðrik Már Baldursson, prófessor í hagfræði við Háskólann í Reykjavík. Hann bendir þó á að markaðurinn hafi að einhverju leyti brugðist við betri stöðu Íslands. Lægra skuldatryggingaálag sýni þetta. Stærstu lánshæfismatsfyrirtækin, auk Moody's, eru Standard & Poor's og Fitch. Friðrik Már segir að þótt Moody's hafi alltaf verið einna jákvæðast gagnvart Íslandi sé líklegt að hinir aðilarnir fylgi á eftir. Hann segir líka að þótt lánshæfismatsfyrirtækin hafi beðið hnekki í bankakreppunni 2008, þá hafi álit þeirra enn áhrif á markaðinn. „Þau voru harðlega gagnrýnd og það réttilega. Þeirra tekjur byggðust að verulegu leyti á því að gefa flóknum fjármálagjörningum, eins og skuldabréfavafningum, einkunnir og þeir gáfu þeim einkunnir sem reyndust síðan allt of góðar. Þau gáfu líka íslensku bönkunum allt of góðar einkunnir,“ segir Friðrik. Þrátt fyrir það sé sé staðan enn þannig að þegar Ísland fer í A-flokk þýðir það að fjárfestum sem geta fjárfest í íslenskum skuldabréfum fjölgar. „Það er ennþá byggt inn í kerfið að þeirra álit eru mikilvæg.“ Friðrik Már bendir á að þó að nýtt lánshæfismat sé til marks um þá umbreytingu sem hafi orðið í íslensku efnahagslífi á síðustu árum sé rétt að hvetja til varfærni. „Það þarf að minna á að maður skyldi samt fara varlega og ekki spenna bogann of hátt,“ segir hann.
Tengdar fréttir Moody´s hækkar lánshæfiseinkunn ríkissjóðs Íslands í A-flokk Fór upp um tvö þrep en fjármálaráðuneytið segir svo mikla hækkun sjaldgæfa. 1. september 2016 21:09 Áætlun um afnám hafta úrslitavaldurinn í hærra lánshæfi Ásgeir Jónsson segir að hægt sé að setja samasem merki á milli hærra lánshæfis og góðæris. 2. september 2016 11:17 Hlutabréf rjúka upp í Kauphöllinni Lánshæfismat ríkisins var hækkað í gær. 2. september 2016 10:06 Mest lesið Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Sjá meira
Moody´s hækkar lánshæfiseinkunn ríkissjóðs Íslands í A-flokk Fór upp um tvö þrep en fjármálaráðuneytið segir svo mikla hækkun sjaldgæfa. 1. september 2016 21:09
Áætlun um afnám hafta úrslitavaldurinn í hærra lánshæfi Ásgeir Jónsson segir að hægt sé að setja samasem merki á milli hærra lánshæfis og góðæris. 2. september 2016 11:17
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent