Viðskipti innlent

Erlendir túristar bókhneigðir

Sæunn Gísladóttir skrifar
Bækur sem ætlaður voru erlendum ferðamönnum voru allt að fimm af tíu söluhæstu samkvæmt metsölulista Eymundssonar í sumar.
Bækur sem ætlaður voru erlendum ferðamönnum voru allt að fimm af tíu söluhæstu samkvæmt metsölulista Eymundssonar í sumar. vísir/Anton brink
Fjórar af söluhæstu bókum Eymundsson síðustu viku eru á ensku og hugsaðar fyrir ferðamenn. Þessi þróun hefur verið ríkjandi í sumar.

Söluhæstu bækurnar á ensku voru Sjálfstætt fólk, ljósmyndabókin Niceland, Sagas of the Icelanders, og Iceland Small World. Á metsölulista Eymundsson síðustu tvo mánuði hefur nánast í hverri viku að minnsta kosti ein og allt að fimm af tíu mest seldu bókunum verið á ensku og sérstaklega ætlaðar ferðamönnum.

Á bóksölulista Félags íslenskra bókaútgefenda fyrir júní voru þrjár af sextán mest seldu bókunum á ensku og ætlaðar ferðamönnum.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu






Fleiri fréttir

Sjá meira


×