NBA: Klay Thompson til bjargar meisturum Golden State í nótt | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. maí 2016 09:40 Golden State Warriors er enn á lífi í úrslitakeppni NBA-deildarinnar og gott betur en það eftir annan sigurinn í röð á móti liði Oklahoma City Thunder í nótt. Golden State vann leikinn 108-101 eftir flottan endasprett. Staðan var 3-1 fyrir OKC en er nú 3-3. Með sigrinum tryggðu leikmenn Golden State Warriors sér úrslitaleik á heimavelli á mánudagskvöldið þar sem í boði er sæti í úrslitaeinvíginu á móti Cleveland Cavaliers. Klay Thompson kom Golden State Warriors til bjargar í nótt og setti nýtt met í úrslitakeppni NBA með því að skora ellefu þriggja stiga körfur í leiknum. Klay Thompson endaði leikinn með 41 stig en gamla metið voru níu þriggja stiga körfur. Leikurinn var frábær skemmtun og þegar orðinn klassískur í sögu úrslitakeppninnar. Mörg skotanna sem stórskyttur Golden State settu niður í lokin voru af ótrúlegri gerðinni og það var ljóst að NBA-meistararnir ætluðu ekki að láta Oklahoma City Thunder spilla fyrir sér draumatímabilinu.Klay Thompson hreinlega skaut liði Golden State Warriors aftur inn í leikinn í seinni hálfleik með magnaðri skotsýningu og skvettubróðir hans Stephen Curry hjálpaði síðan við það að afgreiða leikinn með því að skora mikilvægar körfur undir lokin. Stephen Curry skoraði 31 stig þannig að hann og Klay Thompson voru saman með 72 stig í nótt. Curry bætti síðan við 10 fráköstum og 9 stoðsendingum. "Við höfum mikla trú og stórt hjarta og nú höfum við gefið okkur tækifæri til að vinna þetta einvígi," sagði Stephen Curry. Klay Thompson skoraði alls 19 stig í fjórða leikhlutanum en hann virtist þá setja niður þrista úr ótrúlegustu aðstæðum. "Steph sagði mér áður en við fórum út í fjórða leikhlutann: Þetta er þinn tími. Hann sagði mér að setja upp sýningu og hafa gaman. Ég hlustaði á þessu orð og reyndi að vera sókndjarfur," sagði Thompson eftir leikinn.Oklahoma City Thunder fór illa með lið Golden State Warriors á heimavelli sínum í leikjum þrjú og fjögur og var lengi vel í fínum málum í leiknum í nótt. Kevin Durant (29 stig) og Russell Westbrook (28 stig) voru að skora sín stig en hittu þó ekki nógu vel og Durant nýtti meðal annars bara 10 af 31 skoti sínum. Thunder-liðið var 83-75 yfir fyrir lokaleikhlutann og 96-89 yfir þegar fimm mínútur voru eftir. Tveir þristar frá Stephen Curry jöfnuðu leikinn í 99-99 og leikur Oklahoma City Thunder hrundi síðan eftir að Golden State komst yfir á lokamínútunum. Á síðustu fimm mínútunum missti OKC niður sjö stiga forskot þar sem liðið tapaði sex boltum og tapaði lokakaflanum 19-5. Westbrook, sem var með 11 stoðsendingar og 1 tapaðan bolta í fyrstu þremur leikhlutanum var með enga stoðsendingu og fjóra tapaða bolta í fjórða leikhlutanum. Golden State Warriors verður á heimavelli í oddaleiknum sem verður á mánudaginn og í beinni á Stöð 2 Sport. Sigurvegarinn kemst í lokaúrslitin á móti Cleveland Cavaliers sem hefjast síðan á fimmtudaginn. NBA Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Sjá meira
Golden State Warriors er enn á lífi í úrslitakeppni NBA-deildarinnar og gott betur en það eftir annan sigurinn í röð á móti liði Oklahoma City Thunder í nótt. Golden State vann leikinn 108-101 eftir flottan endasprett. Staðan var 3-1 fyrir OKC en er nú 3-3. Með sigrinum tryggðu leikmenn Golden State Warriors sér úrslitaleik á heimavelli á mánudagskvöldið þar sem í boði er sæti í úrslitaeinvíginu á móti Cleveland Cavaliers. Klay Thompson kom Golden State Warriors til bjargar í nótt og setti nýtt met í úrslitakeppni NBA með því að skora ellefu þriggja stiga körfur í leiknum. Klay Thompson endaði leikinn með 41 stig en gamla metið voru níu þriggja stiga körfur. Leikurinn var frábær skemmtun og þegar orðinn klassískur í sögu úrslitakeppninnar. Mörg skotanna sem stórskyttur Golden State settu niður í lokin voru af ótrúlegri gerðinni og það var ljóst að NBA-meistararnir ætluðu ekki að láta Oklahoma City Thunder spilla fyrir sér draumatímabilinu.Klay Thompson hreinlega skaut liði Golden State Warriors aftur inn í leikinn í seinni hálfleik með magnaðri skotsýningu og skvettubróðir hans Stephen Curry hjálpaði síðan við það að afgreiða leikinn með því að skora mikilvægar körfur undir lokin. Stephen Curry skoraði 31 stig þannig að hann og Klay Thompson voru saman með 72 stig í nótt. Curry bætti síðan við 10 fráköstum og 9 stoðsendingum. "Við höfum mikla trú og stórt hjarta og nú höfum við gefið okkur tækifæri til að vinna þetta einvígi," sagði Stephen Curry. Klay Thompson skoraði alls 19 stig í fjórða leikhlutanum en hann virtist þá setja niður þrista úr ótrúlegustu aðstæðum. "Steph sagði mér áður en við fórum út í fjórða leikhlutann: Þetta er þinn tími. Hann sagði mér að setja upp sýningu og hafa gaman. Ég hlustaði á þessu orð og reyndi að vera sókndjarfur," sagði Thompson eftir leikinn.Oklahoma City Thunder fór illa með lið Golden State Warriors á heimavelli sínum í leikjum þrjú og fjögur og var lengi vel í fínum málum í leiknum í nótt. Kevin Durant (29 stig) og Russell Westbrook (28 stig) voru að skora sín stig en hittu þó ekki nógu vel og Durant nýtti meðal annars bara 10 af 31 skoti sínum. Thunder-liðið var 83-75 yfir fyrir lokaleikhlutann og 96-89 yfir þegar fimm mínútur voru eftir. Tveir þristar frá Stephen Curry jöfnuðu leikinn í 99-99 og leikur Oklahoma City Thunder hrundi síðan eftir að Golden State komst yfir á lokamínútunum. Á síðustu fimm mínútunum missti OKC niður sjö stiga forskot þar sem liðið tapaði sex boltum og tapaði lokakaflanum 19-5. Westbrook, sem var með 11 stoðsendingar og 1 tapaðan bolta í fyrstu þremur leikhlutanum var með enga stoðsendingu og fjóra tapaða bolta í fjórða leikhlutanum. Golden State Warriors verður á heimavelli í oddaleiknum sem verður á mánudaginn og í beinni á Stöð 2 Sport. Sigurvegarinn kemst í lokaúrslitin á móti Cleveland Cavaliers sem hefjast síðan á fimmtudaginn.
NBA Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Sjá meira