Húsnæðislán lífeyrissjóðanna hafa margfaldast milli ára Jón Hákon Halldórsson skrifar 30. september 2016 10:00 Umsvif á fasteignamarkaði hafa aukist verulega að undanförnu. Það er talið skýra að hluta aukna eftirspurn eftir lífeyrissjóðslánum. Fréttablaðið/Andri Marínó Ný útlán lífeyrissjóðanna til heimila námu í heild 38,6 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum ársins samkvæmt hagtölum Seðlabanka Íslands. Ný útlán námu hins vegar einungis tæplega 5 milljörðum króna á sama tímabili í fyrra. Upphæðin áttfaldaðist því næstum milli ára. Fjöldi nýrra útlána var 523 á fyrri helmingi árs í fyrra en er núna 2.470. Gera má ráð fyrir að þarna sé fyrst og fremst um húsnæðislán að ræða. Haukur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins (LSR), segir eftirspurn eftir sjóðsfélagalánum hafa aukist mikið. „Það er bæði vegna þess að veðmörk hafa verið rýmkuð, en á sama tíma hafa verið hertar reglur um greiðslumöt og lánshæfismöt. Þannig að lífeyrissjóðirnir hafa ekki verið að taka aukna áhættu með þessum lánum,“ segir Haukur. Hann segir lífeyrissjóðina líka hafa verið að bjóða upp á lán með hagstæðari vöxtum heldur en aðrir á þessum markaði. „En að hluta til endurspeglar þetta líka bara aukin umsvif í þjóðfélaginu og aukin umsvif á fasteignamarkaði.“ ViðskiptaMogginn greindi frá því í gær að Samtök fjármálafyrirtækja hafa beint því til Alþingis að lífeyrissjóðum verði gert óheimilt að fjárfesta eignir sínar í beinum lánveitingum til einstaklinga og fyrirtækja. Þetta kemur fram í umsögn sem samtökin sendu efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis í tengslum við frumvarp til breytinga á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Telja samtökin að æskilegra væri að fjármögnun lífeyrissjóða á lánsfé til heimila og fyrirtækja færi fram í gegnum fjárfestingar í markaðsskráðum fjármálagerningum á borð við sértryggð skuldabréf. Eðli málsins samkvæmt er skoðun Hauks algjörlega á skjön við skoðun Samtaka fjármálafyrirtækja. „Lífeyrissjóðir hafa í gegnum tíðina fjármagnað íbúðalán í einni eða annarri mynd,“ segir hann. Þetta hafi lífeyrissjóðirnir gert með því að fjármagna Íbúðalánasjóð, með beinum lánveitingum til sjóðsfélaga og með kaupum á skuldabréfum og núna sértryggðum skuldabréfum af bönkunum. „Ef lífeyrissjóðirnir geta boðið sjóðsfélögum að lána þetta milliliðalaust, að þá tel ég það vera eðlilega og hagkvæma leið bæði fyrir sjóðsfélaga og þjóðfélagið raunverulega. Þetta er fyrst og fremst spurning um það hvort lífeyrissjóðir eigi að vera milliliðir og lána öðrum peninga til að lána sjóðsfélögum eða eiga þeir að geta boðið sjóðsfélögum upp á lán milliliðalaust.“ Haukur bendir á að lífeyrissjóðir hafi lánað sjóðsfélögum um áratugi. Það hafi verið góður ávöxtunarkostur fyrir lífeyrissjóði og góður kostur fyrir sjóðsfélaga. „Þannig að ég skil nú ekki á hvaða forsendum ætti að banna þetta. Ég get ekki séð að hagsmunum almennings verði borgið með því.“ Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira
Ný útlán lífeyrissjóðanna til heimila námu í heild 38,6 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum ársins samkvæmt hagtölum Seðlabanka Íslands. Ný útlán námu hins vegar einungis tæplega 5 milljörðum króna á sama tímabili í fyrra. Upphæðin áttfaldaðist því næstum milli ára. Fjöldi nýrra útlána var 523 á fyrri helmingi árs í fyrra en er núna 2.470. Gera má ráð fyrir að þarna sé fyrst og fremst um húsnæðislán að ræða. Haukur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins (LSR), segir eftirspurn eftir sjóðsfélagalánum hafa aukist mikið. „Það er bæði vegna þess að veðmörk hafa verið rýmkuð, en á sama tíma hafa verið hertar reglur um greiðslumöt og lánshæfismöt. Þannig að lífeyrissjóðirnir hafa ekki verið að taka aukna áhættu með þessum lánum,“ segir Haukur. Hann segir lífeyrissjóðina líka hafa verið að bjóða upp á lán með hagstæðari vöxtum heldur en aðrir á þessum markaði. „En að hluta til endurspeglar þetta líka bara aukin umsvif í þjóðfélaginu og aukin umsvif á fasteignamarkaði.“ ViðskiptaMogginn greindi frá því í gær að Samtök fjármálafyrirtækja hafa beint því til Alþingis að lífeyrissjóðum verði gert óheimilt að fjárfesta eignir sínar í beinum lánveitingum til einstaklinga og fyrirtækja. Þetta kemur fram í umsögn sem samtökin sendu efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis í tengslum við frumvarp til breytinga á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Telja samtökin að æskilegra væri að fjármögnun lífeyrissjóða á lánsfé til heimila og fyrirtækja færi fram í gegnum fjárfestingar í markaðsskráðum fjármálagerningum á borð við sértryggð skuldabréf. Eðli málsins samkvæmt er skoðun Hauks algjörlega á skjön við skoðun Samtaka fjármálafyrirtækja. „Lífeyrissjóðir hafa í gegnum tíðina fjármagnað íbúðalán í einni eða annarri mynd,“ segir hann. Þetta hafi lífeyrissjóðirnir gert með því að fjármagna Íbúðalánasjóð, með beinum lánveitingum til sjóðsfélaga og með kaupum á skuldabréfum og núna sértryggðum skuldabréfum af bönkunum. „Ef lífeyrissjóðirnir geta boðið sjóðsfélögum að lána þetta milliliðalaust, að þá tel ég það vera eðlilega og hagkvæma leið bæði fyrir sjóðsfélaga og þjóðfélagið raunverulega. Þetta er fyrst og fremst spurning um það hvort lífeyrissjóðir eigi að vera milliliðir og lána öðrum peninga til að lána sjóðsfélögum eða eiga þeir að geta boðið sjóðsfélögum upp á lán milliliðalaust.“ Haukur bendir á að lífeyrissjóðir hafi lánað sjóðsfélögum um áratugi. Það hafi verið góður ávöxtunarkostur fyrir lífeyrissjóði og góður kostur fyrir sjóðsfélaga. „Þannig að ég skil nú ekki á hvaða forsendum ætti að banna þetta. Ég get ekki séð að hagsmunum almennings verði borgið með því.“
Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira