Hættulegt ferðalag fyrir fallegar trédúkkur Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 30. september 2016 13:00 Sushi samba, Josy Zareen og sonur hennar Bruno Vísir/Anton Íbúar í þorpi einu í Amasonfrumskóginum lögðust allir á eitt við að framleiða nokkur hundruð trédúkkur fyrir veitingastaðinn Sushi Samba í Reykjavík. „Ég var fengin til þess að aðstoða við hönnun á veitingastaðnum Sushi Samba. Leifur, einn af aðalhönnuðum veitingastaðarins, hafði í huga ákveðna innanstokksmuni sem hann var alveg staðráðinn í að finna til að skreyta staðinn, en hins vegar vissi ég að það gæti orðið mjög erfitt að nálgast þessa tilteknu hluti,“ segir Josy Zareen, spurð hvernig það kom til að sonur hennar, Bruno Beltrao, lagði upp í ferðalag til þorpsins Abaetetuba í Amasonfrumskóginum, til þess að kaupa handgerðar trédúkkur og skrautmuni sem nota átti í þeim tilgangi að fegra veitingastaðinn Sushi Samba í Reykjavík. „Ég hafði samband við föður minn. Hann bjó á yngri árum í borginni Belem do Para í Brasilíu og kannaðist vel við trédúkkurnar sem ég var að leita eftir, hann sagði mér allt um hönnun þeirra og gaf mér upplýsingar um hvar ég gæti fengið þær,“ segir hún og bætir við að upphaflega hafi trédúkkurnar verið tálgaðar fyrir fátæk börn til að leika sér með. Josy hafði samband við son sinn, Bruno Beltrao, og fékk hann til þess að ferðast til þorpsins sem er í Amasonfrumskóginum, en ferðalagið þangað er talið hættulegt.Trédúkkurnar eru handgerðar í þorpinu Abaetetuba í Amazon-frumskóginum.„Ég var alls ekkert viss um að ég væri til í að ferðast þangað einn því þetta er frekar hættulegt ferðalag. Ég fékk vin minn til að koma með mér, þar sem hann þekkti aðstæður betur en ég. Eina leiðin til þess að nálgast handgerðu trémunina er að mæta á staðinn og ræða við heimamenn,“ segir Bruno. „Abaetetuba er mjög lítið þorp og mikil fátækt er á þessum slóðum. Þegar ég kom þangað í fyrsta skipti fyrir um það bil sex árum var heimamaður sem ég ræddi við fyrst virkilega hissa á þessari heimsókn minni. Mér fannst skemmtilegt að sjá hvernig hann brást við: hann bað alla í þorpinu um aðstoð en ákvað að taka ekki allan gróðann fyrir sig, það leið því ekki að löngu þar til allir í þorpinu lögðust á eitt og gerðu fjögur hundruð dúkkur fyrir mig á mettíma,“ segir Bruno. Inn í þorpið koma ekki miklir peningar, þar sem ekkert er um söluvarning á staðnum. Var það því mikil hjálp þegar Bruno kom í þeim tilgangi að kaupa trédúkkurnar. „Þeir notuðu peningana til þess að byggja upp þorpið og nú þegar eru þeir farnir að geta hannað vörurnar af meiri nákvæmni.“ Bruno lagði leið sína aftur til Abaetetuba í febrúar síðastliðnum í þeim tilgangi að kaupa fleiri trédúkkur sem verður komið fyrir á Sushi Samba. „Þegar ég fór aftur til Abaetetuba snemma á þessu ári, voru heimamenn mun betur í stakk búnir til að taka við pöntun minni. Þeir eru orðnir stoltir af tréhönnun sinni og vita að dúkkurnar eru vinsælar hér á landi. Núna eru þeir búnir að bæta við alls konar smáatriðum og dúkkurnar eru orðnar mjög vandaðar og flottar,“ segir Bruno að lokum. Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Íbúar í þorpi einu í Amasonfrumskóginum lögðust allir á eitt við að framleiða nokkur hundruð trédúkkur fyrir veitingastaðinn Sushi Samba í Reykjavík. „Ég var fengin til þess að aðstoða við hönnun á veitingastaðnum Sushi Samba. Leifur, einn af aðalhönnuðum veitingastaðarins, hafði í huga ákveðna innanstokksmuni sem hann var alveg staðráðinn í að finna til að skreyta staðinn, en hins vegar vissi ég að það gæti orðið mjög erfitt að nálgast þessa tilteknu hluti,“ segir Josy Zareen, spurð hvernig það kom til að sonur hennar, Bruno Beltrao, lagði upp í ferðalag til þorpsins Abaetetuba í Amasonfrumskóginum, til þess að kaupa handgerðar trédúkkur og skrautmuni sem nota átti í þeim tilgangi að fegra veitingastaðinn Sushi Samba í Reykjavík. „Ég hafði samband við föður minn. Hann bjó á yngri árum í borginni Belem do Para í Brasilíu og kannaðist vel við trédúkkurnar sem ég var að leita eftir, hann sagði mér allt um hönnun þeirra og gaf mér upplýsingar um hvar ég gæti fengið þær,“ segir hún og bætir við að upphaflega hafi trédúkkurnar verið tálgaðar fyrir fátæk börn til að leika sér með. Josy hafði samband við son sinn, Bruno Beltrao, og fékk hann til þess að ferðast til þorpsins sem er í Amasonfrumskóginum, en ferðalagið þangað er talið hættulegt.Trédúkkurnar eru handgerðar í þorpinu Abaetetuba í Amazon-frumskóginum.„Ég var alls ekkert viss um að ég væri til í að ferðast þangað einn því þetta er frekar hættulegt ferðalag. Ég fékk vin minn til að koma með mér, þar sem hann þekkti aðstæður betur en ég. Eina leiðin til þess að nálgast handgerðu trémunina er að mæta á staðinn og ræða við heimamenn,“ segir Bruno. „Abaetetuba er mjög lítið þorp og mikil fátækt er á þessum slóðum. Þegar ég kom þangað í fyrsta skipti fyrir um það bil sex árum var heimamaður sem ég ræddi við fyrst virkilega hissa á þessari heimsókn minni. Mér fannst skemmtilegt að sjá hvernig hann brást við: hann bað alla í þorpinu um aðstoð en ákvað að taka ekki allan gróðann fyrir sig, það leið því ekki að löngu þar til allir í þorpinu lögðust á eitt og gerðu fjögur hundruð dúkkur fyrir mig á mettíma,“ segir Bruno. Inn í þorpið koma ekki miklir peningar, þar sem ekkert er um söluvarning á staðnum. Var það því mikil hjálp þegar Bruno kom í þeim tilgangi að kaupa trédúkkurnar. „Þeir notuðu peningana til þess að byggja upp þorpið og nú þegar eru þeir farnir að geta hannað vörurnar af meiri nákvæmni.“ Bruno lagði leið sína aftur til Abaetetuba í febrúar síðastliðnum í þeim tilgangi að kaupa fleiri trédúkkur sem verður komið fyrir á Sushi Samba. „Þegar ég fór aftur til Abaetetuba snemma á þessu ári, voru heimamenn mun betur í stakk búnir til að taka við pöntun minni. Þeir eru orðnir stoltir af tréhönnun sinni og vita að dúkkurnar eru vinsælar hér á landi. Núna eru þeir búnir að bæta við alls konar smáatriðum og dúkkurnar eru orðnar mjög vandaðar og flottar,“ segir Bruno að lokum.
Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira