Stefán Rafn: Var búinn að segja nei við mörgum tilboðum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. maí 2016 16:15 Stefán Rafn hefur verið í herbúðum Löwen frá 2012. vísir/getty „Þetta byrjaði fyrir um tveimur mánuðum og tók sinn tíma þar sem ég átti eitt ár eftir af samningi hérna,“ sagði Stefán Rafn Sigurmannsson um aðdraganda vistaskipta hans frá Rhein-Neckar Löwen til Aalborg sem Vísir greindi frá fyrr í dag. Stefán skrifaði undir þriggja ára samning við danska liðið og hlakkar til dvalarinnar hjá Aalborg, þar sem hann verður í mun stærra hlutverki en hjá Löwen. „Mér leist mjög vel á þetta strax frá byrjun og var mjög spenntur fyrir þessu enda frábært lið. Ég talaði við þá hérna og spurði hvort ég gæti fengið mig lausan fyrir þetta,“ sagði Stefán. Hann hefur verið varamaður fyrir Uwe Gensheimer hjá Löwen undanfarin ár en sá þýski er á förum til Paris Saint-Germain eftir tímabilið. Til að fylla hans skarð var landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson fenginn aftur til Löwen. Þrátt fyrir þetta segir Stefán að þýska liðið hafi viljað halda honum. „Þeir voru mjög hjálpsamir og skildu mína stöðu en auðvitað vildu þeir halda mér og reyndu það. En ég vildi fara. Þarna fæ ég mikinn spiltíma og að spila í vörn, bæði í tvistinum og eitthvað í þristinum,“ sagði Stefán er hugsaður sem fyrsti kostur í stöðu vinstri hornamanns.Stefán Rafn hefur leikið 54 landsleiki.vísir/valliStefán segir að það hafi verið áhugi á honum víða frá en Aalborg heillaði hann mest. „Það er búinn að vera mikill áhugi frá öðrum liðum. Síðan kom þetta inn og mér fannst það mjög spennandi. Ég var búinn að segja nei við mörgum öðrum tilboðum,“ sagði Stefán sem segir þetta vera mikilvæg skref á sínum ferli. Tveir aðrir Íslendingar koma til Aalborg í sumar; Aron Kristjánsson, sem tekur við þjálfun liðsins, og Arnór Atlason, samherji Stefáns í íslenska landsliðinu. Stefán þekkir Aron vel en hann steig sín fyrstu skref í meistaraflokki Hauka undir hans stjórn. Seinna meir spilaði Stefán svo undir stjórn Arons í landsliðinu. Hann hlakkar til að vinna með sínum gamla lærimeistara. „Ég á honum mikið að þakka fyrir minn feril. Ég byrjaði ungur hjá honum í handbolta og hann gaf mér fyrsta tækifærið í meistaraflokki og hafði trú á mér. Ég er hrikalega glaður að fá að spila aftur fyrir Aron, enda er hann frábær þjálfari og ég ber mikla virðingu fyrir honum,“ sagði Stefán og bætti því við að reynsla Arnórs myndi eflaust nýtast Aalborg mjög vel. Handbolti Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Sjá meira
„Þetta byrjaði fyrir um tveimur mánuðum og tók sinn tíma þar sem ég átti eitt ár eftir af samningi hérna,“ sagði Stefán Rafn Sigurmannsson um aðdraganda vistaskipta hans frá Rhein-Neckar Löwen til Aalborg sem Vísir greindi frá fyrr í dag. Stefán skrifaði undir þriggja ára samning við danska liðið og hlakkar til dvalarinnar hjá Aalborg, þar sem hann verður í mun stærra hlutverki en hjá Löwen. „Mér leist mjög vel á þetta strax frá byrjun og var mjög spenntur fyrir þessu enda frábært lið. Ég talaði við þá hérna og spurði hvort ég gæti fengið mig lausan fyrir þetta,“ sagði Stefán. Hann hefur verið varamaður fyrir Uwe Gensheimer hjá Löwen undanfarin ár en sá þýski er á förum til Paris Saint-Germain eftir tímabilið. Til að fylla hans skarð var landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson fenginn aftur til Löwen. Þrátt fyrir þetta segir Stefán að þýska liðið hafi viljað halda honum. „Þeir voru mjög hjálpsamir og skildu mína stöðu en auðvitað vildu þeir halda mér og reyndu það. En ég vildi fara. Þarna fæ ég mikinn spiltíma og að spila í vörn, bæði í tvistinum og eitthvað í þristinum,“ sagði Stefán er hugsaður sem fyrsti kostur í stöðu vinstri hornamanns.Stefán Rafn hefur leikið 54 landsleiki.vísir/valliStefán segir að það hafi verið áhugi á honum víða frá en Aalborg heillaði hann mest. „Það er búinn að vera mikill áhugi frá öðrum liðum. Síðan kom þetta inn og mér fannst það mjög spennandi. Ég var búinn að segja nei við mörgum öðrum tilboðum,“ sagði Stefán sem segir þetta vera mikilvæg skref á sínum ferli. Tveir aðrir Íslendingar koma til Aalborg í sumar; Aron Kristjánsson, sem tekur við þjálfun liðsins, og Arnór Atlason, samherji Stefáns í íslenska landsliðinu. Stefán þekkir Aron vel en hann steig sín fyrstu skref í meistaraflokki Hauka undir hans stjórn. Seinna meir spilaði Stefán svo undir stjórn Arons í landsliðinu. Hann hlakkar til að vinna með sínum gamla lærimeistara. „Ég á honum mikið að þakka fyrir minn feril. Ég byrjaði ungur hjá honum í handbolta og hann gaf mér fyrsta tækifærið í meistaraflokki og hafði trú á mér. Ég er hrikalega glaður að fá að spila aftur fyrir Aron, enda er hann frábær þjálfari og ég ber mikla virðingu fyrir honum,“ sagði Stefán og bætti því við að reynsla Arnórs myndi eflaust nýtast Aalborg mjög vel.
Handbolti Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Sjá meira