Með barn á brjósti í ræðustól Inga María Árnadóttir skrifar 13. október 2016 17:28 Barneignir ættu ekki að hafa áhrif á atvinnutækifæri kvenna en gera það nú samt. Oft er talað um að hvert barn sem kona eignast taki hana að meðaltali tvö ár af vinnumarkaðinum, vegna fæðingarorlofs og hlutastarfs í kjölfarið. Konur verja oftast meiri tíma í heimilisstörf en karlar og sjá einnig um uppeldi barnanna í ríkari mæli. Samhliða þessu eru þær gjarnan í vinnu. Þær eiga því oftar í erfiðleikum með að tvinna saman launaða vinnu og ólaunaða vinnu, eða heimilisstörf eins og þau eru gjarnan kölluð. Það skilar sér í minni starfsreynslu kvenna og þar með minni líkum á að konur komist í sambærilega háar stöður og karlmenn, sem taka að jafnaði styttra fæðingarorlof og eru oftar í fullu starfi. Baráttan fyrir jafnrétti kynjanna á atvinnumarkaði snýst því að miklu leyti um fjölskylduvæna vinnustaði, þ.e. að báðir foreldrar geti sinnst starfi sínu burt séð frá fjölskylduaðstæðum. Unnur Brá Konráðsdóttir hefur tekið risa stórt skref í þeirri baráttu með því að hafa sex vikna gamalt barnið sitt með sér í vinnuni. Verður það að teljast til mikillar fyrirmyndar sem halda ber á lofti. Baráttan gerist ekki að sjálfu sér.Íslendingar í alheimsfréttum Í gær gaf Unnur Brá barni sínu brjóst í ræðustól og var það ekki lengi að komast í pressuna. Íslendingar fögnuðu dirfsku hennar en hvað var það sem vakti athygli erlendis? Að öllum hafi verið sama. Að enginn þingmaður hafi sett sig upp á móti því. Gjörðir Unnar og viðbrögð kollega hennar þykja það undraverð að erlendir fréttamiðlar hafa fjallað um þetta víða um heim. En ég spyr mig, hversu brengluð er hugsun mannsins orðin þegar það telst fréttnæmt að kona skuli geta haldið áfram að gefa svöngum og saklausum hvítvoðungi sínum þá lífsnæringu sem hann þarf til þess að lifa af, í vinnunni, án þess að nokkur geri alvarlegar athugasemdir við það? Sem betur fer bý ég á Íslandi og get verið stollt af kynsystur minni fyrir að gera það sem hún taldi barni sínu vera fyrir bestu. Sem betur fer bý ég ekki í landi þar sem atvinnutækifæri kvenna eru takmörkuð, brjóstagjöf er bönnuð á almannafæri og frétt sem þessi veldur misjöfnum viðbrögðum meðal manna. Íslendingar eru á margan hátt leiðandi í baráttu kynjanna. En baráttan gerist ekki af sjálfu sér og við eigum ennþá töluvert langt í land. Við þurfum því öll að að vera meðvituð um það og tileinka okkur ýmsar viðhorfsbreytingar. Jákvæð viðbrögð okkar við þessu fallega atviki eru skref í rétta átt. Vonandi hefur hér verið sett fordæmi til framtíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Barneignir ættu ekki að hafa áhrif á atvinnutækifæri kvenna en gera það nú samt. Oft er talað um að hvert barn sem kona eignast taki hana að meðaltali tvö ár af vinnumarkaðinum, vegna fæðingarorlofs og hlutastarfs í kjölfarið. Konur verja oftast meiri tíma í heimilisstörf en karlar og sjá einnig um uppeldi barnanna í ríkari mæli. Samhliða þessu eru þær gjarnan í vinnu. Þær eiga því oftar í erfiðleikum með að tvinna saman launaða vinnu og ólaunaða vinnu, eða heimilisstörf eins og þau eru gjarnan kölluð. Það skilar sér í minni starfsreynslu kvenna og þar með minni líkum á að konur komist í sambærilega háar stöður og karlmenn, sem taka að jafnaði styttra fæðingarorlof og eru oftar í fullu starfi. Baráttan fyrir jafnrétti kynjanna á atvinnumarkaði snýst því að miklu leyti um fjölskylduvæna vinnustaði, þ.e. að báðir foreldrar geti sinnst starfi sínu burt séð frá fjölskylduaðstæðum. Unnur Brá Konráðsdóttir hefur tekið risa stórt skref í þeirri baráttu með því að hafa sex vikna gamalt barnið sitt með sér í vinnuni. Verður það að teljast til mikillar fyrirmyndar sem halda ber á lofti. Baráttan gerist ekki að sjálfu sér.Íslendingar í alheimsfréttum Í gær gaf Unnur Brá barni sínu brjóst í ræðustól og var það ekki lengi að komast í pressuna. Íslendingar fögnuðu dirfsku hennar en hvað var það sem vakti athygli erlendis? Að öllum hafi verið sama. Að enginn þingmaður hafi sett sig upp á móti því. Gjörðir Unnar og viðbrögð kollega hennar þykja það undraverð að erlendir fréttamiðlar hafa fjallað um þetta víða um heim. En ég spyr mig, hversu brengluð er hugsun mannsins orðin þegar það telst fréttnæmt að kona skuli geta haldið áfram að gefa svöngum og saklausum hvítvoðungi sínum þá lífsnæringu sem hann þarf til þess að lifa af, í vinnunni, án þess að nokkur geri alvarlegar athugasemdir við það? Sem betur fer bý ég á Íslandi og get verið stollt af kynsystur minni fyrir að gera það sem hún taldi barni sínu vera fyrir bestu. Sem betur fer bý ég ekki í landi þar sem atvinnutækifæri kvenna eru takmörkuð, brjóstagjöf er bönnuð á almannafæri og frétt sem þessi veldur misjöfnum viðbrögðum meðal manna. Íslendingar eru á margan hátt leiðandi í baráttu kynjanna. En baráttan gerist ekki af sjálfu sér og við eigum ennþá töluvert langt í land. Við þurfum því öll að að vera meðvituð um það og tileinka okkur ýmsar viðhorfsbreytingar. Jákvæð viðbrögð okkar við þessu fallega atviki eru skref í rétta átt. Vonandi hefur hér verið sett fordæmi til framtíðar.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar