Kristbjörg Edda nýr forstjóri Kaffitárs Atli Ísleifsson skrifar 19. ágúst 2016 13:03 Kristbjörg Edda Jóhannsdóttir. Kristbjörg Edda Jóhannsdóttir hefur tekið við starfi forstjóra Kaffitárs af Aðalheiði Héðinsdóttur sem hefur haldið utan um framkvæmdastjórn fyrirtækisins frá stofnun 1990. Aðalheiður mun taka við stjórnarformennsku í félaginu, stöðu sem Kristbjörg Edda gegndi áður. „Það er komið að því að ég láti daglegan rekstur frá mér og einbeiti mér af meiri krafti að kaffimenningunni sjálfri og þróun hennar. Kaffidrykkja hefur breyst gríðarlega frá því að Kaffitár var kynnt til leiks. Fyrirtækið hefur þróast í samræmi það,“ segir Aðalheiður. Í tilkynningu segir að Kristbjörg Edda hafi síðast starfað sem forstjóri hugbúnaðarfyrirtækisins Men and Mice ehf. undanfarin tvö ár. „Áður var hún forstöðumaður markaðssviðs Símans. Hún starfaði hjá Össuri í ellefu ár og gegndi þar ýmsum stjórnunarstörfum. Hún var meðal annars framkvæmdastjóri markaðssviðs fyrir Evrópu og framkvæmdastjóri vörustjórnunar. Þá hefur Kristbjörg Edda einnig sinnt ráðgjöf og kennslu á sviði vörustjórnunar og nýsköpunar. Á starfsferli sínum hefur hún einnig búið í Hollandi, Þýskalandi og Bandaríkjunum.“ Kristbjörg Edda segist þekkja Kaffitár vel og viti hvers það er megnugt. „Þar liggja mikil tækifæri á sístækkandi innlendum markaði og ég hlakka til að fá að takast á við daglegan rekstur félagsins, kynningarmálin og sjá félagið njóta enn frekar afrakstur frábærrar frumkvöðlastarfsemi Aðalheiðar,“ segir Kristbjörg Edda. Kristbjörg Edda er með meistaragráðu í stjórnun og stefnumótun frá Háskólanum í Árósum og Háskóla Íslands. Hún er einnig með BA-gráðu í hagfræði og mannfræði frá Háskóla Íslands. Kaffitár rekur sjö kaffihús á höfuðborgarsvæðinu og í Reykjanesbæ og nú þegar eitt Kruðerí Kaffitárs á Nýbýlavegi í Kópavogi. Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Steinkast og rispur? Ekki lengur vandamál með lakkvarnarfilmu frá Bónsvítunni Samstarf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira
Kristbjörg Edda Jóhannsdóttir hefur tekið við starfi forstjóra Kaffitárs af Aðalheiði Héðinsdóttur sem hefur haldið utan um framkvæmdastjórn fyrirtækisins frá stofnun 1990. Aðalheiður mun taka við stjórnarformennsku í félaginu, stöðu sem Kristbjörg Edda gegndi áður. „Það er komið að því að ég láti daglegan rekstur frá mér og einbeiti mér af meiri krafti að kaffimenningunni sjálfri og þróun hennar. Kaffidrykkja hefur breyst gríðarlega frá því að Kaffitár var kynnt til leiks. Fyrirtækið hefur þróast í samræmi það,“ segir Aðalheiður. Í tilkynningu segir að Kristbjörg Edda hafi síðast starfað sem forstjóri hugbúnaðarfyrirtækisins Men and Mice ehf. undanfarin tvö ár. „Áður var hún forstöðumaður markaðssviðs Símans. Hún starfaði hjá Össuri í ellefu ár og gegndi þar ýmsum stjórnunarstörfum. Hún var meðal annars framkvæmdastjóri markaðssviðs fyrir Evrópu og framkvæmdastjóri vörustjórnunar. Þá hefur Kristbjörg Edda einnig sinnt ráðgjöf og kennslu á sviði vörustjórnunar og nýsköpunar. Á starfsferli sínum hefur hún einnig búið í Hollandi, Þýskalandi og Bandaríkjunum.“ Kristbjörg Edda segist þekkja Kaffitár vel og viti hvers það er megnugt. „Þar liggja mikil tækifæri á sístækkandi innlendum markaði og ég hlakka til að fá að takast á við daglegan rekstur félagsins, kynningarmálin og sjá félagið njóta enn frekar afrakstur frábærrar frumkvöðlastarfsemi Aðalheiðar,“ segir Kristbjörg Edda. Kristbjörg Edda er með meistaragráðu í stjórnun og stefnumótun frá Háskólanum í Árósum og Háskóla Íslands. Hún er einnig með BA-gráðu í hagfræði og mannfræði frá Háskóla Íslands. Kaffitár rekur sjö kaffihús á höfuðborgarsvæðinu og í Reykjanesbæ og nú þegar eitt Kruðerí Kaffitárs á Nýbýlavegi í Kópavogi.
Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Steinkast og rispur? Ekki lengur vandamál með lakkvarnarfilmu frá Bónsvítunni Samstarf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira