NBA: Golden State komið í 2-0 eftir stórsigur í nótt | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. júní 2016 07:02 Lið Golden State Warriors átti ekki í miklum vandræðum með Cleveland Cavaliers í nótt og er komið í 2-0 í útslitaeinvígi liðanna um NBA-meistaratitilinn í körfubolta eftir 110-77 sigur í Oakland. Golden State hefur nú unnið tvo fyrstu leikina sannfærandi á heimavelli sínum en næstu tveir eru í Cleveland. Annan leikinn í röð voru það samt ekki Skvettubræðurnir, Stephen Curry og Klay Thompson, sem voru að fara illa með lið Cleveland því aðalmaðurinn í nótt var hinn fjölhæfi Draymond Green. Draymond Green endaði leikinn með 28 stig, 7 fráköst og 5 stoðsendingar en hann hitti úr 5 af 8 þriggja stiga körfur og skoraði fleiri þrista en bæði Stephen Curry og Klay Thompson. Eftir leikinn voru menn að grínast með það að Draymond Green fengi inngöngu í klúbb þeirra Skvettubræðra. „Hættið þessu," var svar Draymond Green. „Í kvöld var hann einn af okkur," sagði Klay Thompson. Stephen Curry var með 18 stig, 9 fráköst og 4 stoðsendingar og Klay Thompson bætti við 17 stigum og 5 stoðsendingum. Báðir hittu þeir Skvettubræður úr 4 af 8 þriggja stiga skotum sínum. „Það er engin ástæða til að fagna einhverju núna eða monta sig af þessu. Okkur vantar ennþá tvo sigra til að vinna titilinn og við þurfum að ná í þá. Við værum að ganga í gildru ef við höldum að við séum búnir að finna réttu lausnina til að vinna Cleveland og að þeir eigi ekki möguleika í einvíginu. Svoleiðis megum við ekki hugsa," sagði Stephen Curry varkár eftir leikinn. Þetta var stærsti sigur Golden State Warriors í lokaúrslitum en liðið hefur nú unnið tvo fyrstu leikina í úrslitaeinvíginu með samtal 48 stiga mun sem eru rosalegir yfirburðir á þessu stigi í keppninni. „Ég er hissa á því hversu stór sigurinn var. Það mun allt hinsvegar breytast þegar við förum til Cleveland og við vitum það," sagði Steve Kerr, þjálfari Golden State. Golden State var 3-1 undir í seríunni á móti Oklahoma City Thunder en vann þrjá síðustu leikina og hefur nú unnið tvo fyrstu leikina á móti Cleveland. Golden State er þar með búið að vinna fimm leiki í röð og er á góðri leið að tryggja sér sinn sess í sögubókunum.LeBron James var stigahæstur hjá Cleveland Cavaliers með 19 stig, 8 fráköst og 9 stoðsendingar en hann var fyrir leikinn búinn að skora 20 stig eða meira í 25 leikjum í röð í úrslitakeppni. „Þeir bara unnu okkur. Við höfðum hvergi betur. Við vorum ekki betri en þeir í neinum hluta leiksins," sagði svekktur LeBron James eftir leikinn. Hann skoraði 14 af 19 stigum sínum í seinni hálfleiknum en tapaði líka 7 boltum. Lið með LeBron James innanborðs höfðu unnið leik tvö níu sinnum í röð eftir tap í fyrsta leik. Kevin Love fékk þungt höfuðhögg í leiknum og kláraði hann ekki. Love var með 5 stig og 3 fráköst á 21 mínútu. Það er óvíst hvort hann verði með í næsta leik. Richard Jefferson var næststigahæstur hjá Cleveland með 12 stig og Kyrie Irving skoraði 10 stig. Þetta mikla þrista lið skoraði tíu færri þriggja stiga körfur en lið Golden State Warriors og hitti aðeins úr 22 prósent skota sinna fyrir utan þriggja stiga línuna. Þetta var 87. sigur Golden State Warriors á tímabilinu og liðið hefur nú jafnað heildarfjölda sigurleikja hjá liði Chicago Bulls frá 1995-96. Golden State hafði áður bætt met Chicago Bulls með því að vinna 73 leiki í deildarkeppninni. NBA Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Celtics festa þjálfarann í sessi Körfubolti Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Sport Axel leiðir að öðrum degi loknum Golf Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Sjá meira
Lið Golden State Warriors átti ekki í miklum vandræðum með Cleveland Cavaliers í nótt og er komið í 2-0 í útslitaeinvígi liðanna um NBA-meistaratitilinn í körfubolta eftir 110-77 sigur í Oakland. Golden State hefur nú unnið tvo fyrstu leikina sannfærandi á heimavelli sínum en næstu tveir eru í Cleveland. Annan leikinn í röð voru það samt ekki Skvettubræðurnir, Stephen Curry og Klay Thompson, sem voru að fara illa með lið Cleveland því aðalmaðurinn í nótt var hinn fjölhæfi Draymond Green. Draymond Green endaði leikinn með 28 stig, 7 fráköst og 5 stoðsendingar en hann hitti úr 5 af 8 þriggja stiga körfur og skoraði fleiri þrista en bæði Stephen Curry og Klay Thompson. Eftir leikinn voru menn að grínast með það að Draymond Green fengi inngöngu í klúbb þeirra Skvettubræðra. „Hættið þessu," var svar Draymond Green. „Í kvöld var hann einn af okkur," sagði Klay Thompson. Stephen Curry var með 18 stig, 9 fráköst og 4 stoðsendingar og Klay Thompson bætti við 17 stigum og 5 stoðsendingum. Báðir hittu þeir Skvettubræður úr 4 af 8 þriggja stiga skotum sínum. „Það er engin ástæða til að fagna einhverju núna eða monta sig af þessu. Okkur vantar ennþá tvo sigra til að vinna titilinn og við þurfum að ná í þá. Við værum að ganga í gildru ef við höldum að við séum búnir að finna réttu lausnina til að vinna Cleveland og að þeir eigi ekki möguleika í einvíginu. Svoleiðis megum við ekki hugsa," sagði Stephen Curry varkár eftir leikinn. Þetta var stærsti sigur Golden State Warriors í lokaúrslitum en liðið hefur nú unnið tvo fyrstu leikina í úrslitaeinvíginu með samtal 48 stiga mun sem eru rosalegir yfirburðir á þessu stigi í keppninni. „Ég er hissa á því hversu stór sigurinn var. Það mun allt hinsvegar breytast þegar við förum til Cleveland og við vitum það," sagði Steve Kerr, þjálfari Golden State. Golden State var 3-1 undir í seríunni á móti Oklahoma City Thunder en vann þrjá síðustu leikina og hefur nú unnið tvo fyrstu leikina á móti Cleveland. Golden State er þar með búið að vinna fimm leiki í röð og er á góðri leið að tryggja sér sinn sess í sögubókunum.LeBron James var stigahæstur hjá Cleveland Cavaliers með 19 stig, 8 fráköst og 9 stoðsendingar en hann var fyrir leikinn búinn að skora 20 stig eða meira í 25 leikjum í röð í úrslitakeppni. „Þeir bara unnu okkur. Við höfðum hvergi betur. Við vorum ekki betri en þeir í neinum hluta leiksins," sagði svekktur LeBron James eftir leikinn. Hann skoraði 14 af 19 stigum sínum í seinni hálfleiknum en tapaði líka 7 boltum. Lið með LeBron James innanborðs höfðu unnið leik tvö níu sinnum í röð eftir tap í fyrsta leik. Kevin Love fékk þungt höfuðhögg í leiknum og kláraði hann ekki. Love var með 5 stig og 3 fráköst á 21 mínútu. Það er óvíst hvort hann verði með í næsta leik. Richard Jefferson var næststigahæstur hjá Cleveland með 12 stig og Kyrie Irving skoraði 10 stig. Þetta mikla þrista lið skoraði tíu færri þriggja stiga körfur en lið Golden State Warriors og hitti aðeins úr 22 prósent skota sinna fyrir utan þriggja stiga línuna. Þetta var 87. sigur Golden State Warriors á tímabilinu og liðið hefur nú jafnað heildarfjölda sigurleikja hjá liði Chicago Bulls frá 1995-96. Golden State hafði áður bætt met Chicago Bulls með því að vinna 73 leiki í deildarkeppninni.
NBA Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Celtics festa þjálfarann í sessi Körfubolti Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Sport Axel leiðir að öðrum degi loknum Golf Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti