Mikil gróska í nýsköpun: Fjárfest fyrir 9,6 milljarða í sprotafyrirtækjum á árinu Sæunn Gísladóttir skrifar 12. október 2016 10:00 Stærsta fjárfestingin á síðasta ári var 30 milljón dollara fjárfesting NEA í CCP. Mynd/CCP Frá fjórða ársfjórðungi 2015 fram til lok þriðja ársfjórðungs 2016 var fjárfest í nýsköpun á Íslandi fyrir 83,7 milljónir dollara, jafnvirði 9,6 milljarða íslenskra króna, samkvæmt tölum Norðurskautsins. Ein mjög stór fjárfesting var á tímabilinu í CCP sem nam 30 milljónum dollara, sé hún tekin út fyrir sviga nam heildarfjárfesting 53,7 milljónum dollara, jafnvirði 6,1 milljarðs króna. Á árinu hefur verið tilkynnt um samtals 26 fjárfestingar, níu á fjórða ársfjórðungi 2015, sjö á fyrsta ársfjórðungi 2016, fjórar á þeim öðrum og loks sex á síðasta ársfjórðungi. Stór hluti fjármagnsins, 60,3 milljónir dollara af þessum 83,7 miljónum dollara, eða um 72 prósent hafa komið erlendis frá.Oddur Sturluson, verkefnastjóri hjá Icelandic StartupsMeðalfjárfesting nam 4,08 milljónum dollara, 467 milljónum króna, á síðasta ársfjórðungi sem er fjórum sinnum meira en meðalfjárfesting á öðrum ársfjórðungi og hæsta meðalfjárfestingin frá því að Norðurskautið fór að hefja mælingar (sé fjárfestingin í CCP tekin út fyrir sviga). „Við erum mjög ánægð með þessa þróun, bæði að upphæð fjárfestinganna er að hækka og að uppruni fjárfestingarinnar sé í auknum mæli frá útlöndum,“ segir Oddur Sturluson, verkefnastjóri hjá Icelandic Startups. „Þetta er hvort tveggja til marks um batnandi ástand.“ „Mikið af fyrirtækjum sem hafa verið að gera það gott á síðustu árum eru nú komin í seinni fjármögnunarlotur þar sem þau geta fengið stuðning frá stærri erlendum sjóðum,“ segir Oddur. Oddur bætir við að viðhorf erlendra fjárfesta til Íslands hafi breyst í kjölfar jákvæðra frétta, til að mynda áætlana um afnám gjaldeyrishafta. Hann segist mikið hafa rætt gjaldeyrishöftin við erlenda kollega og að þeir séu að átta sig betur á því að þetta sé ekki eins áhættusamt og þeir halda þegar þeir heyra orðið gjaldeyrishöft. „Þegar þeir heyra um hvað ástandið og senan hefur batnað og hvað fyrirtækin lofa góðu, þá blasir ástandið aðeins öðruvísi við.“ Vert er að nefna að innlendir sjóðir, á borð við Nýsköpunarsjóð, Frumtak II og Eyri Invest, hafa verið mjög duglegir að fjárfesta í sprotum á árinu.„Sjóðirnir eiga stóran þátt í því að bæta frumkvöðlaumhverfið á síðasta áratug, ekki bara með beinni fjárfestingu heldur einnig með tengslanetum sínum og því að miðla þekkingu sinni til íslenskra frumkvöðla,“ segir Oddur Sturluson. Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Sjá meira
Frá fjórða ársfjórðungi 2015 fram til lok þriðja ársfjórðungs 2016 var fjárfest í nýsköpun á Íslandi fyrir 83,7 milljónir dollara, jafnvirði 9,6 milljarða íslenskra króna, samkvæmt tölum Norðurskautsins. Ein mjög stór fjárfesting var á tímabilinu í CCP sem nam 30 milljónum dollara, sé hún tekin út fyrir sviga nam heildarfjárfesting 53,7 milljónum dollara, jafnvirði 6,1 milljarðs króna. Á árinu hefur verið tilkynnt um samtals 26 fjárfestingar, níu á fjórða ársfjórðungi 2015, sjö á fyrsta ársfjórðungi 2016, fjórar á þeim öðrum og loks sex á síðasta ársfjórðungi. Stór hluti fjármagnsins, 60,3 milljónir dollara af þessum 83,7 miljónum dollara, eða um 72 prósent hafa komið erlendis frá.Oddur Sturluson, verkefnastjóri hjá Icelandic StartupsMeðalfjárfesting nam 4,08 milljónum dollara, 467 milljónum króna, á síðasta ársfjórðungi sem er fjórum sinnum meira en meðalfjárfesting á öðrum ársfjórðungi og hæsta meðalfjárfestingin frá því að Norðurskautið fór að hefja mælingar (sé fjárfestingin í CCP tekin út fyrir sviga). „Við erum mjög ánægð með þessa þróun, bæði að upphæð fjárfestinganna er að hækka og að uppruni fjárfestingarinnar sé í auknum mæli frá útlöndum,“ segir Oddur Sturluson, verkefnastjóri hjá Icelandic Startups. „Þetta er hvort tveggja til marks um batnandi ástand.“ „Mikið af fyrirtækjum sem hafa verið að gera það gott á síðustu árum eru nú komin í seinni fjármögnunarlotur þar sem þau geta fengið stuðning frá stærri erlendum sjóðum,“ segir Oddur. Oddur bætir við að viðhorf erlendra fjárfesta til Íslands hafi breyst í kjölfar jákvæðra frétta, til að mynda áætlana um afnám gjaldeyrishafta. Hann segist mikið hafa rætt gjaldeyrishöftin við erlenda kollega og að þeir séu að átta sig betur á því að þetta sé ekki eins áhættusamt og þeir halda þegar þeir heyra orðið gjaldeyrishöft. „Þegar þeir heyra um hvað ástandið og senan hefur batnað og hvað fyrirtækin lofa góðu, þá blasir ástandið aðeins öðruvísi við.“ Vert er að nefna að innlendir sjóðir, á borð við Nýsköpunarsjóð, Frumtak II og Eyri Invest, hafa verið mjög duglegir að fjárfesta í sprotum á árinu.„Sjóðirnir eiga stóran þátt í því að bæta frumkvöðlaumhverfið á síðasta áratug, ekki bara með beinni fjárfestingu heldur einnig með tengslanetum sínum og því að miðla þekkingu sinni til íslenskra frumkvöðla,“ segir Oddur Sturluson.
Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent