Bogut til varnar mótherja sínum í úrslitum NBA | Þetta fólk er fífl Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. júní 2016 10:30 Andrew Bogut og Kevin Love í baráttunni undir körfunni. Vísir/Getty Andrew Bogut, miðherji Golden State Warriors, þekkir það vel á eigin skrokki að glíma við afleiðingar heilahristings og Ástralinn kom til varnar Kevin Love í viðtölum við blaðamenn eftir leik þrjú. Kevin Love gat ekki spilað með liði Cleveland Cavaliers í leik þrjú en það skipti ekki miklu máli því liðfélagar hann lönduðu sannfærandi 30 stiga sigri. Það er ekki enn ljóst hvort Kevin Love fái grænt ljós til að spila með Cleveland Cavaliers í fjórða leiknum í kvöld en sumir bandarískir blaðamenn hafa velt því fyrir sér hvort væri ekki betra fyrir Cavs að spila án hans. Kevin Love var mjög pirraður út í þá ákvörðun að gefa honum ekki grænt ljós í leik þrjú en Andrew Bogut, mótherji hans í Golden State Warriors liðinu skilur Love vel. Andrew Bogut missti af tveimur vikum í október og nóvember eftir að hafa fengið högg á höfuðið í fyrsta leik tímabilsins. Hann sjálfur kallaði þetta verstu meiðsli ferilsins og það þrátt fyrir að allt NBA-körfuboltaáhugafólk muni enn eftir því þegar hann datt illa á handlegginn árið 2010. „Það er örugglega til fólk sem kallar Kevin Love linan en það fólk er fífl. Þú fíflast ekkert með heilann," sagði Andrew Bogut við blaðmann ESPN. „Þú getur leikið einhverja hetju í úrslitum NBA árið 2016 en árið 2021 verður þú kannski að neita matarins í gegnum rör. Þá skiptir þig engu máli hvað þú gerðir árið 2016," sagði Andrew Bogut. Andrew Bogut segir að það sé rík ástæða fyrir því kerfið sé til staðar sem metur leikhæfi manna sem hafa fengið heilahristing. Það þurfi stundum að passa leikmenn sem geta verið sínir verstu óvinir á stundum sem þessum. Fjórði leikur Golden State Warriors og Cleveland Cavaliers fer fram í kvöld á heimavelli Cleveland og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport en útsendingin hefst klukkan eitt eftir miðnætti. NBA Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fótbolti „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Golf Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Sjá meira
Andrew Bogut, miðherji Golden State Warriors, þekkir það vel á eigin skrokki að glíma við afleiðingar heilahristings og Ástralinn kom til varnar Kevin Love í viðtölum við blaðamenn eftir leik þrjú. Kevin Love gat ekki spilað með liði Cleveland Cavaliers í leik þrjú en það skipti ekki miklu máli því liðfélagar hann lönduðu sannfærandi 30 stiga sigri. Það er ekki enn ljóst hvort Kevin Love fái grænt ljós til að spila með Cleveland Cavaliers í fjórða leiknum í kvöld en sumir bandarískir blaðamenn hafa velt því fyrir sér hvort væri ekki betra fyrir Cavs að spila án hans. Kevin Love var mjög pirraður út í þá ákvörðun að gefa honum ekki grænt ljós í leik þrjú en Andrew Bogut, mótherji hans í Golden State Warriors liðinu skilur Love vel. Andrew Bogut missti af tveimur vikum í október og nóvember eftir að hafa fengið högg á höfuðið í fyrsta leik tímabilsins. Hann sjálfur kallaði þetta verstu meiðsli ferilsins og það þrátt fyrir að allt NBA-körfuboltaáhugafólk muni enn eftir því þegar hann datt illa á handlegginn árið 2010. „Það er örugglega til fólk sem kallar Kevin Love linan en það fólk er fífl. Þú fíflast ekkert með heilann," sagði Andrew Bogut við blaðmann ESPN. „Þú getur leikið einhverja hetju í úrslitum NBA árið 2016 en árið 2021 verður þú kannski að neita matarins í gegnum rör. Þá skiptir þig engu máli hvað þú gerðir árið 2016," sagði Andrew Bogut. Andrew Bogut segir að það sé rík ástæða fyrir því kerfið sé til staðar sem metur leikhæfi manna sem hafa fengið heilahristing. Það þurfi stundum að passa leikmenn sem geta verið sínir verstu óvinir á stundum sem þessum. Fjórði leikur Golden State Warriors og Cleveland Cavaliers fer fram í kvöld á heimavelli Cleveland og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport en útsendingin hefst klukkan eitt eftir miðnætti.
NBA Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fótbolti „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Golf Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti