Hausnum enn barið við steininn 17. ágúst 2016 10:00 Nú nálgast kosningar og enn mæta forsætis- og fjármálaráðherra í Hörpu að kynna byltingu í skulda- og lánamálum. Í þetta sinn er áherslan lögð á ungt fólk, sem vill koma sér upp eigin húsnæði. Nýr forsætisráðherra en sama tóbakið engu að síður. Raunar virðist forsætisráðherra vera óþarft embætti þar sem engum dylst að það er fjármálaráðherra sem öllu ræður. Og fjármálaráðherra er mjög sáttur við lánaumhverfið á Íslandi. Hann vill ekki breyta því. Hann vill bara hjálpa ungu fólki af stað til að það geti síðan ævina á enda stritað í þágu fákeppni á fjármálamarkaði, okurvaxta og verðtryggingar. Það á ekki að afnema verðtrygginguna og það á ekki að afnema hin svonefndu Íslandslán. Það á bara að banna þeim, sem hvort eð er tækju aldrei verðtryggt jafngreiðslulán til 40 ára, að taka slík lán. Hinir, sem ekki stæðust greiðslumat fyrir 25 ára lán eða óverðtryggð lán, fá áfram að taka 40 ára lánin. Þarna er einhvers konar geggjun á ferð. Hvers vegna í ósköpunum ráðast hinir háu stjórnarherrar ekki að rót vandans? Krónan er rót vandans hér á landi. Hér á landi verður fákeppni á fjármálamarkaði á meðan krónan er okkar lögeyrir. Enginn erlendur banki fer að lána Íslendingum til fasteignakaupa hér á landi á meðan við notum krónuna. Til þess er gengisáhætta krónunnar of mikil. Á meðan við notum krónuna verður hér vaxtaokur nema ríkið grípi til sérstakra ráðstafana til að sporna við slæmum afleiðingum fákeppninnar. Slíkar aðgerðir verða að vera almennar en aðgerðirnar sem ráðherrarnir kynntu á mánudaginn til að auðvelda ungu fólki að eignast sína fyrstu íbúð eru allt annað en almennar. Þær virðast beinlínis til þess fallnar að viðhalda hér vaxtaokri og auka það. Bankarnir munu mæta hverri krónu sem stjórnvöld veita í skattaafslátt eða heimildir til að nota séreignarsparnað til að greiða inn á húsnæðislán, með vaxtahækkunum. Þannig rennur þessi „aðstoð“ fyrst og fremst til bankanna, rétt eins og hin svonefnda „skuldaleiðrétting“. Hagur þeirra, sem átti að hjálpa, er fyrir borð borinn og allir aðrir eru verr settir en fyrir aðgerðina. Hvenær ætla forystumenn ríkisstjórnarflokkanna að hætta að berja hausnum við steininn? Hvenær ætla þeir að viðurkenna þá einföldu staðreynd að það er til leið til að bæta hag alls almennings og auðvelda ekki bara ungu fólki, heldur öllum aldurs- og þjóðfélagshópum að eignast húsnæði? Þessi leið gagnast atvinnulífinu í landinu líka. Hún felst í því að taka upp alþjóðlega mynt og bjóða erlenda samkeppni velkomna inn á íslenskan lánamarkað. Skjóðan Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Sjá meira
Nú nálgast kosningar og enn mæta forsætis- og fjármálaráðherra í Hörpu að kynna byltingu í skulda- og lánamálum. Í þetta sinn er áherslan lögð á ungt fólk, sem vill koma sér upp eigin húsnæði. Nýr forsætisráðherra en sama tóbakið engu að síður. Raunar virðist forsætisráðherra vera óþarft embætti þar sem engum dylst að það er fjármálaráðherra sem öllu ræður. Og fjármálaráðherra er mjög sáttur við lánaumhverfið á Íslandi. Hann vill ekki breyta því. Hann vill bara hjálpa ungu fólki af stað til að það geti síðan ævina á enda stritað í þágu fákeppni á fjármálamarkaði, okurvaxta og verðtryggingar. Það á ekki að afnema verðtrygginguna og það á ekki að afnema hin svonefndu Íslandslán. Það á bara að banna þeim, sem hvort eð er tækju aldrei verðtryggt jafngreiðslulán til 40 ára, að taka slík lán. Hinir, sem ekki stæðust greiðslumat fyrir 25 ára lán eða óverðtryggð lán, fá áfram að taka 40 ára lánin. Þarna er einhvers konar geggjun á ferð. Hvers vegna í ósköpunum ráðast hinir háu stjórnarherrar ekki að rót vandans? Krónan er rót vandans hér á landi. Hér á landi verður fákeppni á fjármálamarkaði á meðan krónan er okkar lögeyrir. Enginn erlendur banki fer að lána Íslendingum til fasteignakaupa hér á landi á meðan við notum krónuna. Til þess er gengisáhætta krónunnar of mikil. Á meðan við notum krónuna verður hér vaxtaokur nema ríkið grípi til sérstakra ráðstafana til að sporna við slæmum afleiðingum fákeppninnar. Slíkar aðgerðir verða að vera almennar en aðgerðirnar sem ráðherrarnir kynntu á mánudaginn til að auðvelda ungu fólki að eignast sína fyrstu íbúð eru allt annað en almennar. Þær virðast beinlínis til þess fallnar að viðhalda hér vaxtaokri og auka það. Bankarnir munu mæta hverri krónu sem stjórnvöld veita í skattaafslátt eða heimildir til að nota séreignarsparnað til að greiða inn á húsnæðislán, með vaxtahækkunum. Þannig rennur þessi „aðstoð“ fyrst og fremst til bankanna, rétt eins og hin svonefnda „skuldaleiðrétting“. Hagur þeirra, sem átti að hjálpa, er fyrir borð borinn og allir aðrir eru verr settir en fyrir aðgerðina. Hvenær ætla forystumenn ríkisstjórnarflokkanna að hætta að berja hausnum við steininn? Hvenær ætla þeir að viðurkenna þá einföldu staðreynd að það er til leið til að bæta hag alls almennings og auðvelda ekki bara ungu fólki, heldur öllum aldurs- og þjóðfélagshópum að eignast húsnæði? Þessi leið gagnast atvinnulífinu í landinu líka. Hún felst í því að taka upp alþjóðlega mynt og bjóða erlenda samkeppni velkomna inn á íslenskan lánamarkað.
Skjóðan Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Sjá meira