Hausnum enn barið við steininn 17. ágúst 2016 10:00 Nú nálgast kosningar og enn mæta forsætis- og fjármálaráðherra í Hörpu að kynna byltingu í skulda- og lánamálum. Í þetta sinn er áherslan lögð á ungt fólk, sem vill koma sér upp eigin húsnæði. Nýr forsætisráðherra en sama tóbakið engu að síður. Raunar virðist forsætisráðherra vera óþarft embætti þar sem engum dylst að það er fjármálaráðherra sem öllu ræður. Og fjármálaráðherra er mjög sáttur við lánaumhverfið á Íslandi. Hann vill ekki breyta því. Hann vill bara hjálpa ungu fólki af stað til að það geti síðan ævina á enda stritað í þágu fákeppni á fjármálamarkaði, okurvaxta og verðtryggingar. Það á ekki að afnema verðtrygginguna og það á ekki að afnema hin svonefndu Íslandslán. Það á bara að banna þeim, sem hvort eð er tækju aldrei verðtryggt jafngreiðslulán til 40 ára, að taka slík lán. Hinir, sem ekki stæðust greiðslumat fyrir 25 ára lán eða óverðtryggð lán, fá áfram að taka 40 ára lánin. Þarna er einhvers konar geggjun á ferð. Hvers vegna í ósköpunum ráðast hinir háu stjórnarherrar ekki að rót vandans? Krónan er rót vandans hér á landi. Hér á landi verður fákeppni á fjármálamarkaði á meðan krónan er okkar lögeyrir. Enginn erlendur banki fer að lána Íslendingum til fasteignakaupa hér á landi á meðan við notum krónuna. Til þess er gengisáhætta krónunnar of mikil. Á meðan við notum krónuna verður hér vaxtaokur nema ríkið grípi til sérstakra ráðstafana til að sporna við slæmum afleiðingum fákeppninnar. Slíkar aðgerðir verða að vera almennar en aðgerðirnar sem ráðherrarnir kynntu á mánudaginn til að auðvelda ungu fólki að eignast sína fyrstu íbúð eru allt annað en almennar. Þær virðast beinlínis til þess fallnar að viðhalda hér vaxtaokri og auka það. Bankarnir munu mæta hverri krónu sem stjórnvöld veita í skattaafslátt eða heimildir til að nota séreignarsparnað til að greiða inn á húsnæðislán, með vaxtahækkunum. Þannig rennur þessi „aðstoð“ fyrst og fremst til bankanna, rétt eins og hin svonefnda „skuldaleiðrétting“. Hagur þeirra, sem átti að hjálpa, er fyrir borð borinn og allir aðrir eru verr settir en fyrir aðgerðina. Hvenær ætla forystumenn ríkisstjórnarflokkanna að hætta að berja hausnum við steininn? Hvenær ætla þeir að viðurkenna þá einföldu staðreynd að það er til leið til að bæta hag alls almennings og auðvelda ekki bara ungu fólki, heldur öllum aldurs- og þjóðfélagshópum að eignast húsnæði? Þessi leið gagnast atvinnulífinu í landinu líka. Hún felst í því að taka upp alþjóðlega mynt og bjóða erlenda samkeppni velkomna inn á íslenskan lánamarkað. Skjóðan Mest lesið „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
Nú nálgast kosningar og enn mæta forsætis- og fjármálaráðherra í Hörpu að kynna byltingu í skulda- og lánamálum. Í þetta sinn er áherslan lögð á ungt fólk, sem vill koma sér upp eigin húsnæði. Nýr forsætisráðherra en sama tóbakið engu að síður. Raunar virðist forsætisráðherra vera óþarft embætti þar sem engum dylst að það er fjármálaráðherra sem öllu ræður. Og fjármálaráðherra er mjög sáttur við lánaumhverfið á Íslandi. Hann vill ekki breyta því. Hann vill bara hjálpa ungu fólki af stað til að það geti síðan ævina á enda stritað í þágu fákeppni á fjármálamarkaði, okurvaxta og verðtryggingar. Það á ekki að afnema verðtrygginguna og það á ekki að afnema hin svonefndu Íslandslán. Það á bara að banna þeim, sem hvort eð er tækju aldrei verðtryggt jafngreiðslulán til 40 ára, að taka slík lán. Hinir, sem ekki stæðust greiðslumat fyrir 25 ára lán eða óverðtryggð lán, fá áfram að taka 40 ára lánin. Þarna er einhvers konar geggjun á ferð. Hvers vegna í ósköpunum ráðast hinir háu stjórnarherrar ekki að rót vandans? Krónan er rót vandans hér á landi. Hér á landi verður fákeppni á fjármálamarkaði á meðan krónan er okkar lögeyrir. Enginn erlendur banki fer að lána Íslendingum til fasteignakaupa hér á landi á meðan við notum krónuna. Til þess er gengisáhætta krónunnar of mikil. Á meðan við notum krónuna verður hér vaxtaokur nema ríkið grípi til sérstakra ráðstafana til að sporna við slæmum afleiðingum fákeppninnar. Slíkar aðgerðir verða að vera almennar en aðgerðirnar sem ráðherrarnir kynntu á mánudaginn til að auðvelda ungu fólki að eignast sína fyrstu íbúð eru allt annað en almennar. Þær virðast beinlínis til þess fallnar að viðhalda hér vaxtaokri og auka það. Bankarnir munu mæta hverri krónu sem stjórnvöld veita í skattaafslátt eða heimildir til að nota séreignarsparnað til að greiða inn á húsnæðislán, með vaxtahækkunum. Þannig rennur þessi „aðstoð“ fyrst og fremst til bankanna, rétt eins og hin svonefnda „skuldaleiðrétting“. Hagur þeirra, sem átti að hjálpa, er fyrir borð borinn og allir aðrir eru verr settir en fyrir aðgerðina. Hvenær ætla forystumenn ríkisstjórnarflokkanna að hætta að berja hausnum við steininn? Hvenær ætla þeir að viðurkenna þá einföldu staðreynd að það er til leið til að bæta hag alls almennings og auðvelda ekki bara ungu fólki, heldur öllum aldurs- og þjóðfélagshópum að eignast húsnæði? Þessi leið gagnast atvinnulífinu í landinu líka. Hún felst í því að taka upp alþjóðlega mynt og bjóða erlenda samkeppni velkomna inn á íslenskan lánamarkað.
Skjóðan Mest lesið „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira