Hausnum enn barið við steininn 17. ágúst 2016 10:00 Nú nálgast kosningar og enn mæta forsætis- og fjármálaráðherra í Hörpu að kynna byltingu í skulda- og lánamálum. Í þetta sinn er áherslan lögð á ungt fólk, sem vill koma sér upp eigin húsnæði. Nýr forsætisráðherra en sama tóbakið engu að síður. Raunar virðist forsætisráðherra vera óþarft embætti þar sem engum dylst að það er fjármálaráðherra sem öllu ræður. Og fjármálaráðherra er mjög sáttur við lánaumhverfið á Íslandi. Hann vill ekki breyta því. Hann vill bara hjálpa ungu fólki af stað til að það geti síðan ævina á enda stritað í þágu fákeppni á fjármálamarkaði, okurvaxta og verðtryggingar. Það á ekki að afnema verðtrygginguna og það á ekki að afnema hin svonefndu Íslandslán. Það á bara að banna þeim, sem hvort eð er tækju aldrei verðtryggt jafngreiðslulán til 40 ára, að taka slík lán. Hinir, sem ekki stæðust greiðslumat fyrir 25 ára lán eða óverðtryggð lán, fá áfram að taka 40 ára lánin. Þarna er einhvers konar geggjun á ferð. Hvers vegna í ósköpunum ráðast hinir háu stjórnarherrar ekki að rót vandans? Krónan er rót vandans hér á landi. Hér á landi verður fákeppni á fjármálamarkaði á meðan krónan er okkar lögeyrir. Enginn erlendur banki fer að lána Íslendingum til fasteignakaupa hér á landi á meðan við notum krónuna. Til þess er gengisáhætta krónunnar of mikil. Á meðan við notum krónuna verður hér vaxtaokur nema ríkið grípi til sérstakra ráðstafana til að sporna við slæmum afleiðingum fákeppninnar. Slíkar aðgerðir verða að vera almennar en aðgerðirnar sem ráðherrarnir kynntu á mánudaginn til að auðvelda ungu fólki að eignast sína fyrstu íbúð eru allt annað en almennar. Þær virðast beinlínis til þess fallnar að viðhalda hér vaxtaokri og auka það. Bankarnir munu mæta hverri krónu sem stjórnvöld veita í skattaafslátt eða heimildir til að nota séreignarsparnað til að greiða inn á húsnæðislán, með vaxtahækkunum. Þannig rennur þessi „aðstoð“ fyrst og fremst til bankanna, rétt eins og hin svonefnda „skuldaleiðrétting“. Hagur þeirra, sem átti að hjálpa, er fyrir borð borinn og allir aðrir eru verr settir en fyrir aðgerðina. Hvenær ætla forystumenn ríkisstjórnarflokkanna að hætta að berja hausnum við steininn? Hvenær ætla þeir að viðurkenna þá einföldu staðreynd að það er til leið til að bæta hag alls almennings og auðvelda ekki bara ungu fólki, heldur öllum aldurs- og þjóðfélagshópum að eignast húsnæði? Þessi leið gagnast atvinnulífinu í landinu líka. Hún felst í því að taka upp alþjóðlega mynt og bjóða erlenda samkeppni velkomna inn á íslenskan lánamarkað. Skjóðan Mest lesið Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Viðskipti innlent Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Viðskipti innlent Hringrásin: „Ég er með blæti fyrir gömlu timbri“ Atvinnulíf Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma Viðskipti innlent Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Viðskipti innlent Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Sjá meira
Nú nálgast kosningar og enn mæta forsætis- og fjármálaráðherra í Hörpu að kynna byltingu í skulda- og lánamálum. Í þetta sinn er áherslan lögð á ungt fólk, sem vill koma sér upp eigin húsnæði. Nýr forsætisráðherra en sama tóbakið engu að síður. Raunar virðist forsætisráðherra vera óþarft embætti þar sem engum dylst að það er fjármálaráðherra sem öllu ræður. Og fjármálaráðherra er mjög sáttur við lánaumhverfið á Íslandi. Hann vill ekki breyta því. Hann vill bara hjálpa ungu fólki af stað til að það geti síðan ævina á enda stritað í þágu fákeppni á fjármálamarkaði, okurvaxta og verðtryggingar. Það á ekki að afnema verðtrygginguna og það á ekki að afnema hin svonefndu Íslandslán. Það á bara að banna þeim, sem hvort eð er tækju aldrei verðtryggt jafngreiðslulán til 40 ára, að taka slík lán. Hinir, sem ekki stæðust greiðslumat fyrir 25 ára lán eða óverðtryggð lán, fá áfram að taka 40 ára lánin. Þarna er einhvers konar geggjun á ferð. Hvers vegna í ósköpunum ráðast hinir háu stjórnarherrar ekki að rót vandans? Krónan er rót vandans hér á landi. Hér á landi verður fákeppni á fjármálamarkaði á meðan krónan er okkar lögeyrir. Enginn erlendur banki fer að lána Íslendingum til fasteignakaupa hér á landi á meðan við notum krónuna. Til þess er gengisáhætta krónunnar of mikil. Á meðan við notum krónuna verður hér vaxtaokur nema ríkið grípi til sérstakra ráðstafana til að sporna við slæmum afleiðingum fákeppninnar. Slíkar aðgerðir verða að vera almennar en aðgerðirnar sem ráðherrarnir kynntu á mánudaginn til að auðvelda ungu fólki að eignast sína fyrstu íbúð eru allt annað en almennar. Þær virðast beinlínis til þess fallnar að viðhalda hér vaxtaokri og auka það. Bankarnir munu mæta hverri krónu sem stjórnvöld veita í skattaafslátt eða heimildir til að nota séreignarsparnað til að greiða inn á húsnæðislán, með vaxtahækkunum. Þannig rennur þessi „aðstoð“ fyrst og fremst til bankanna, rétt eins og hin svonefnda „skuldaleiðrétting“. Hagur þeirra, sem átti að hjálpa, er fyrir borð borinn og allir aðrir eru verr settir en fyrir aðgerðina. Hvenær ætla forystumenn ríkisstjórnarflokkanna að hætta að berja hausnum við steininn? Hvenær ætla þeir að viðurkenna þá einföldu staðreynd að það er til leið til að bæta hag alls almennings og auðvelda ekki bara ungu fólki, heldur öllum aldurs- og þjóðfélagshópum að eignast húsnæði? Þessi leið gagnast atvinnulífinu í landinu líka. Hún felst í því að taka upp alþjóðlega mynt og bjóða erlenda samkeppni velkomna inn á íslenskan lánamarkað.
Skjóðan Mest lesið Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Viðskipti innlent Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Viðskipti innlent Hringrásin: „Ég er með blæti fyrir gömlu timbri“ Atvinnulíf Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma Viðskipti innlent Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Viðskipti innlent Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Sjá meira