Vöxtur útflutnings þarf að aukast Sæunn Gísladóttir skrifar 17. ágúst 2016 10:00 Útflutningur hefur vaxið hægt og orðið einsleitari, en ferðaþjónusta stendur nú undir þriðjungi heildarútflutnings segir í skýrslunni. Vísir/Pjetur Útflutningur hefur vaxið hægt síðustu ár og orðið einsleitari. Ísland er enn langt frá því að brúa framleiðnibilið gagnvart grannríkjum. Í stað hærri framleiðni vinnuafls hefur vinnuframlag Íslendinga aukist enn frekar miðað við samanburðarlönd. Til að hagvöxtur geti bæði verið kröftugur og sjálfbær til lengri tíma þarf að stórefla alþjóðageirann. Þetta kemur fram í nýju riti Viðskiptaráðs, Leiðin að aukinni hagsæld, sem kemur út í dag. Í ritinu eru helstu greiningar Íslandsskýrslu ráðgjafarfyrirtækisins McKinsey & Company frá 2012 uppfærðar, efnahagsleg framvinda síðustu ára rýnd í ljósi niðurstaðna hennar og mat lagt á framvindu umbótatillagna sem lagðar voru fram í kjölfar útgáfu hennar. Þegar skýrsla McKinsey kom út hafði Ísland glímt við viðvarandi viðskiptahalla og lága framleiðni. McKinsey lagði fram stefnu um að auka framleiðni í innlendri þjónustu og stuðla að tilfærslu vinnuafls yfir í alþjóðageirann, þar sem vaxtartækifæri væru meiri. Það er mat Viðskiptaráðs að áhersla McKinsey á að auka framleiðni og uppbyggingu útflutningsgreina hafi náð áheyrn helstu hagsmunaaðila. Í ritinu kemur fram að vel hefur gengið að viðhalda ytra jafnvægi síðustu ár með lækkun erlendra skulda í kjölfar hagfelldra nauðasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna og viðskiptaafgangi. Blikur séu hins vegar á lofti um að það gæti raskast á næstu árum. Útflutningur hafi einnig þróast öfugt við markmið McKinsey um hraðan og fjölbreyttan útflutningsvöxt. Vöxtur útflutnings hafi verið undir markmiði á tímabilinu, á síðustu fjórum árum hefur landsframleiðsla vaxið um samtals tólf prósent á meðan útflutningur hefur vaxið um átta prósent. Vöxturinn hefur nær eingöngu verið drifinn áfram af ferðaþjónustu. Einsleitari útflutningur geri íslenska hagkerfið berskjaldaðra fyrir áföllum en áður. Til að tryggja ytra jafnvægi þarf bæði að tryggja að útflutningur þróist í samræmi við vöxt hagkerfisins og að erlend staða þjóðarbúsins versni ekki, það er að vöxtur hagkerfisins sé ekki tekinn að láni. Fram kemur í ritinu að um þriðjungur umbótatillagna sem mótaðar voru í kjölfar McKinsey-skýrslunnar, með Samráðsvettvangi, hafi verið innleiddur á síðustu árum. Vel hafi gengið að innleiða þær tillögur sem snúa að þjóðhagsrammanum, alþjóðageiranum og innlendri þjónustu og opinberri þjónustu. Lítil framvinda hafi hins vegar átt sér stað í auðlindageiranum. Viðskiptaráð telur það varhugavert, sérstaklega í ljósi þess að geirinn stendur undir bróðurparti af útflutningstekjum Íslands og aukningu þeirra undanfarin ár. Ólíklegt er að allar tillögur Samráðsvettvangsins komist til framkvæmda. Viðskiptaráð telur engu að síður að tillögurnar myndi mikilvægan grunn fyrir framtíðarstefnumörkun í efnahagsmálum og því sé afar brýnt að halda áfram með umfjöllun um efni þeirra. Ein lykilskilaboð Íslandsskýrslu McKinsey voru að útflutningsvöxtur þyrfti að stærstum hluta að koma frá alþjóðageiranum, þeim hluta hagkerfisins sem flytur út vörur og þjónustu án þess að treysta á náttúruauðlindir. Til að hagvöxtur geti bæði verið kröftugur og sjálfbær til lengri tíma þarf að mati Viðskiptaráðs að stórefla alþjóðageirann. Íslendingar reiði sig í meiri mæli en áður á nýtingu takmarkaðra náttúruauðlinda, en heildarumsvif fyrirtækja innan alþjóðageirans hafi staðið í stað. Stjórnvöld þurfi áfram að vinna að umbótum sem styðja við hagvaxtaráætlun Íslands til lengri tíma litið. Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Sjá meira
Útflutningur hefur vaxið hægt síðustu ár og orðið einsleitari. Ísland er enn langt frá því að brúa framleiðnibilið gagnvart grannríkjum. Í stað hærri framleiðni vinnuafls hefur vinnuframlag Íslendinga aukist enn frekar miðað við samanburðarlönd. Til að hagvöxtur geti bæði verið kröftugur og sjálfbær til lengri tíma þarf að stórefla alþjóðageirann. Þetta kemur fram í nýju riti Viðskiptaráðs, Leiðin að aukinni hagsæld, sem kemur út í dag. Í ritinu eru helstu greiningar Íslandsskýrslu ráðgjafarfyrirtækisins McKinsey & Company frá 2012 uppfærðar, efnahagsleg framvinda síðustu ára rýnd í ljósi niðurstaðna hennar og mat lagt á framvindu umbótatillagna sem lagðar voru fram í kjölfar útgáfu hennar. Þegar skýrsla McKinsey kom út hafði Ísland glímt við viðvarandi viðskiptahalla og lága framleiðni. McKinsey lagði fram stefnu um að auka framleiðni í innlendri þjónustu og stuðla að tilfærslu vinnuafls yfir í alþjóðageirann, þar sem vaxtartækifæri væru meiri. Það er mat Viðskiptaráðs að áhersla McKinsey á að auka framleiðni og uppbyggingu útflutningsgreina hafi náð áheyrn helstu hagsmunaaðila. Í ritinu kemur fram að vel hefur gengið að viðhalda ytra jafnvægi síðustu ár með lækkun erlendra skulda í kjölfar hagfelldra nauðasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna og viðskiptaafgangi. Blikur séu hins vegar á lofti um að það gæti raskast á næstu árum. Útflutningur hafi einnig þróast öfugt við markmið McKinsey um hraðan og fjölbreyttan útflutningsvöxt. Vöxtur útflutnings hafi verið undir markmiði á tímabilinu, á síðustu fjórum árum hefur landsframleiðsla vaxið um samtals tólf prósent á meðan útflutningur hefur vaxið um átta prósent. Vöxturinn hefur nær eingöngu verið drifinn áfram af ferðaþjónustu. Einsleitari útflutningur geri íslenska hagkerfið berskjaldaðra fyrir áföllum en áður. Til að tryggja ytra jafnvægi þarf bæði að tryggja að útflutningur þróist í samræmi við vöxt hagkerfisins og að erlend staða þjóðarbúsins versni ekki, það er að vöxtur hagkerfisins sé ekki tekinn að láni. Fram kemur í ritinu að um þriðjungur umbótatillagna sem mótaðar voru í kjölfar McKinsey-skýrslunnar, með Samráðsvettvangi, hafi verið innleiddur á síðustu árum. Vel hafi gengið að innleiða þær tillögur sem snúa að þjóðhagsrammanum, alþjóðageiranum og innlendri þjónustu og opinberri þjónustu. Lítil framvinda hafi hins vegar átt sér stað í auðlindageiranum. Viðskiptaráð telur það varhugavert, sérstaklega í ljósi þess að geirinn stendur undir bróðurparti af útflutningstekjum Íslands og aukningu þeirra undanfarin ár. Ólíklegt er að allar tillögur Samráðsvettvangsins komist til framkvæmda. Viðskiptaráð telur engu að síður að tillögurnar myndi mikilvægan grunn fyrir framtíðarstefnumörkun í efnahagsmálum og því sé afar brýnt að halda áfram með umfjöllun um efni þeirra. Ein lykilskilaboð Íslandsskýrslu McKinsey voru að útflutningsvöxtur þyrfti að stærstum hluta að koma frá alþjóðageiranum, þeim hluta hagkerfisins sem flytur út vörur og þjónustu án þess að treysta á náttúruauðlindir. Til að hagvöxtur geti bæði verið kröftugur og sjálfbær til lengri tíma þarf að mati Viðskiptaráðs að stórefla alþjóðageirann. Íslendingar reiði sig í meiri mæli en áður á nýtingu takmarkaðra náttúruauðlinda, en heildarumsvif fyrirtækja innan alþjóðageirans hafi staðið í stað. Stjórnvöld þurfi áfram að vinna að umbótum sem styðja við hagvaxtaráætlun Íslands til lengri tíma litið.
Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Sjá meira